Entries by

,

Sigur í fimm hrinu leik

Hamar og Þróttur áttust við í fyrri leik liðanna þessa helgi í úrvalsdeild karla í blaki í dag.Ferðalag Þróttar á Suðurlandið tók óvænta stefnu þegar flugvélin lenti í Keflavík í gærkveldi. Fór svo að ferðalaginu lauk ekki fyrr en eftir miðnætti og kannski skiljanlegt að leikmenn liðsins hafi verið lengi í gang dag. Hamar vann […]

, ,

Ragnar Ingi Axelsson er Íþróttamaður Hamars 2021

Ragnar Ingi Axelsson er Íþróttamaður Hamars 2021. Ragnar hóf sinn blakferil, líkt og margir aðrir, í Neskaupstað. Í fyrra gekk Ragnar til liðs við nýliða Hamars í Úrvalsdeild karla og spilaði lykilhlutverk í liðinu, vann alla þrjá stóru titlana sem í boði voru á tímabilinu en Hamar varð deildar-, Íslands- og bikarmeistari í vor. Ragnar var valinn í lið ársins í uppgjöri Úrvalsdeildar […]

,

Birgir Steinn Birgisson sæmdur gullmerki Hamars

Birgir hefur verið máttarstólpi íþróttastarfs í Hveragerði síðan löngu áður en Íþróttafélagið Hamar verður til. Birgir spilaði stöðu línumanns í handbolta á sínum yngri árum með KR og flutti til Hveragerðis þegar hann hóf nám hér í Garðyrkjuskólanum. Hann hélt síðan út til Jótlands í framhaldsnám og þjálfaði handbolta með Stige meðan á náminu stóð. […]

Allt undir í Hveragerði

Í gærkvöldi fór fram sannkallaður stórleikur í úrvalsdeildinni í blaki karla, þar sem áttust við toppliðin í deildinni Hamar og HK. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu í Hveragerði og var greinilegt að áhorfendur eru farnir að átta sig á því að ekki eru lengur takmarkanir vegna covid og óhætt að láta sjá sig í stúkunni. […]

Aðalfundur Íþróttafélagsins Hamars 2022

Aðalfundur Íþróttafélagsins Hamars verður haldinn þriðjudaginn 15. mars nk. kl 20:00 í Grunnskólanum í Hveragerði FUNDARBOÐÍþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði þriðjudaginn 15. mars 2022 kl. 20.00 Fundarefni: Formaður setur fundinn. Kosinn fundarstjóri og fundarritari. Formaður flytur ársskýrslu félagsins. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar. Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera og […]

Fyrsta tap Hamars staðreynd

Eftir samfellda sigurgöngu frá stofnun úrvalsdeildarliðs Hamars í blaki sumarið 2020 kom að því að liðið tapaði leik. Hamar lék gegn HK á útivelli í kvöld og voru Hamarsmenn lengi í gang og töpuðu fyrstu hrinu 25-21. Í annari hrinu sýndu þeir svo lit og unnu hana 21-25 og stefndi í spennandi leik. Þriðja hrinan […]

Hamar áfram í Kjörísbikarnum

Hamarsmenn tóku á móti Fylki í 8 liða úrslitum í Kjörísbikarnum í kvöld. Bikarmeistarar Hamars sátu hjá í fyrri umferðum og var þetta því fyrsti leikur liðsins í bikarkeppninni í ár. Fylkismenn mættu sprekir til leiks og þurftu Hamarsmenn að hafa töluvert fyrir hlutunum í fyrstu hrinu. Eftir hetjulega baráttu Fylkismanna fór þó svo að […]

Öruggur sigur á botnliðinu

Karlalið Hamars í blaki byrjar nýja árið eins og þeir luku því síðasta, á sigurbraut. Hamar tók á móti botnliði deildarinnar, Þrótti Vogum, þann 12. janúar. Hamarsmenn mættu vel stemmdir til leiks þrátt fyrir að einn besti leikmaður liðsins, Wiktor Mielczarek hafi samið við KPS Siedlce í pólsku deildarkeppninni í desember. Liðið var fljótt að […]

Hamarsmenn með yfirburði í liði fyrri umferðar Mizunodeildar

Á árlegum blaðamannafundi Blaksambands Íslands, sem fram fór í hádeginu í dag, var úrvalslið fyrri hluta tímabilsins opinberað. Kosið var rafrænt og voru það þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem kusu úrvalsliðið þegar deildarkeppnin er rétt um hálfnuð. Valdir voru 7 leikmenn og þjálfari fyrri umferðar og voru 5 leikmenn Hamars í liðinu, einn frá Vestra og […]

,

Enn ein rósin í hnappagat Hamarsmanna

Blaksamband Íslands tilkynnti um val á blakmanni og blakkonu ársins 2021 í hádeginu í dag á árlegum blaðamannafundi sambandsins í höfuðstöðvum ÍSÍ. Ragnar Ingi Axelsson, leikmaður Hamars var valinn Blakmaður ársins 2021. Hamar óskar Ragnari innilega til hamingju með nafnbótina enda er hann vel að henni kominn. Hér fyrir neðan má sjá umsögn Blaksambandsins um Ragnar. […]