Á árlegum blaðamannafundi Blaksambands Íslands, sem fram fór í hádeginu í dag, var úrvalslið fyrri hluta tímabilsins opinberað. Kosið var rafrænt og voru það þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem kusu úrvalsliðið þegar deildarkeppnin er rétt um hálfnuð.

Valdir voru 7 leikmenn og þjálfari fyrri umferðar og voru 5 leikmenn Hamars í liðinu, einn frá Vestra og einn frá HK auk þjálfara.

Liðið var svona skipað; Hafsteinn Valdimarsson, Kristján Valdimarsson, Ragnar Ingi Axelsson, Wiktor Mielczarek og Damian Sapor, allir úr Hamri. Hristiyan Dimitrov úr HK og Carlos Eduardo Rangel Escobar úr Vestra og þjálfari liðsins er Massimo Pistoia þjálfari HK.