Entries by

Taplausir eftir 2 leiki

Karlalið Hamars og Blakfélags Fjallabyggðar áttust við í 2. umferð 1. deildar karla í Hamarshöllinni í dag. Greinilegur haustbragur var á liðunum og mikið um klaufamistök en þau voru á báða bóga og leikurinn því jafn og spennandi. Fyrsta hrinan tapaðist 18-25 en Hamarsstrákar komu til baka í annari hrinu og unnu hana 25-23. Þriðja […]

Sigur og tap í fyrsta leik

Blakið er komið á fullt eftir sumarfrí og fóru fram tveir leikir í 1.deild kvenna og karla þann 2. október. Kvennalíðið sem vann sig upp um deild tók á móti liði Aftureldingar B. Þrátt fyrir góða spretti inná milli þá tapaðist leikurinn 3-0 (18-25 20-25 9-25). Karlalið Hamars sem endaði í 2. sæti 1.deildar síðasta […]

Glæsilegu öldungamóti lokið

Íslandsmót öldunga, stærsta öldungumóti sem haldið hefur verið er nú lokið. Mótið var haldið í Mosfellsbæ undir styrkri stjórn Aftureldingar. Hamar sendi 4 lið til keppni, 2 í kvennaflokki og 2 í karlaflokki. Kvennaliðin spiluðu í 3. deild og 7. deild en karlaliðin í 3. og 4. deild. Árangurinn var ágætur en öll liðin héldu […]

Báðir HSK titlarnir til Hamars

Karlalið Hamars í blaki tók kvennaliðið sér til fyrirmyndar og varð HSK meistari í vikunni. 6 lið tóku þátt í mótinu og þar af 2 frá Hamri, einu félaga. Leikin var einföld umferð, allir við alla. Hamar 1 varð hlutskarpast með 14 stig, 3 stigum meira en Laugdælir sem höfnuðu í 2 sæti. Hamar A […]

HSK titillinn áfram í Hveragerði

Seinni hluti HSK móts kvenna í blaki fór fram á Laugarvatni í gær. Sjö lið voru skráð til leiks og var leikin einföld umferð í tveimur hlutum. Hamar 1 og Dímon/Hekla 1 voru bæði taplaus eftir fyrri hlutann og allar líkur á að lokaleikur mótsins, á milli þessara tveggja liða, yrði úrslitaleikur. Það var raunin […]

Enduðu tímabilið með stæl

Karlalið Hamars lék síðustu leiki sína á Íslandsmótinu í 1. deild um liðna helgi. Vestri frá Ísafirði kom í heimsókn en Vestri hafði tryggt sér 1. sæti deildarinnar áður en að leikjunum kom og Hamar var öruggt um 2. sætið. Það var því aðallega spilað upp á heiðurinn og grobbréttinn. Leikar fóru svo að Hamar […]

Íslandsmeistarar í 2. deild

Kvennalið Hamars1 varð Íslandsmeistari í 2. deild um helgina og vann sér þar með sæti í 1. og næstefstu deild næsta vetur. Liðið steig varla feilspor í vetur og tapaði aðeins einum leik á öllu Íslandsmótinu. Liðið sem féll úr 1. deild síðasta vor, stoppaði því stutt í 2. deild en ljóst er að það […]

5.deildar liðið hélt sæti sínu

5. deild Íslandsmóts kvenna í blaki kláraðist einnig um helgina. Sæti Hamars2 í deildinni var ekki öruggt og mátti ekki mikið fara úrskeiðis ef halda átti sætinu í deildinni. Einn unnin leikur og hagstæð úrslit var það sem til þurfti og varð lokastaðan sú að sætið hélst nokkuð örugglega með 6 stig á næsta lið […]

Hetjuleg barátta Hamarsmanna

Þrátt fyrir hetjulega baráttu Hamarsmanna í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins, náði liðið ekki að tryggja sér sæti í undanúrslitum í kvöld. Útlendingahersveit Aftureldingar var einfaldlega of sterk og fór svo að þeir unnu leikinn 3-0. Hamarsmenn létu Mosfellinga þó hafa fyrir hlutunum á meðan orka var á tönkunum og skoruðu heimamenn 17 stig í fyrstu hrinu og […]

Hamarsdrengir fengu Aftureldingu

Í gær var dregið í 8 – liða úrslitum Kjörísbikarsins og var karlalið Hamars í pottinum. Svo fór að Hamar, sem er í toppbaráttunni í 1. og næstefstu deild, dróst á móti Aftureldingu sem er um miðja úrvalsdeild. Það má því búast við hörku viðureign og aldrei að vita nema Hamar endi sem eitt af 4 […]