Blakið er komið á fullt eftir sumarfrí og fóru fram tveir leikir í 1.deild kvenna og karla þann 2. október. Kvennalíðið sem vann sig upp um deild tók á móti liði Aftureldingar B. Þrátt fyrir góða spretti inná milli þá tapaðist leikurinn 3-0 (18-25 20-25 9-25).
Karlalið Hamars sem endaði í 2. sæti 1.deildar síðasta vetur tók á móti Fylki eftir kvennaleikinn. Þrátt fyrir að hafa misst hinn unga og efnilega Sigþór til KA fyrir veturinn byrjuðu okkar menn á 3-0 sigri í fyrsta leik gegn Fylki 25-18, 25-20 og 25-19. Næsti leikur karlaliðs Hamars er næsta sunnudag gegn nýliðum BF frá Fjallabyggð kl. 13. á heimavelli en stelpurna eiga heimaleik næst gegn Ými fimmtudaginn 12. október kl. 21.