Karlalið Hamars og Blakfélags Fjallabyggðar áttust við í 2. umferð 1. deildar karla í Hamarshöllinni í dag.

Greinilegur haustbragur var á liðunum og mikið um klaufamistök en þau voru á báða bóga og leikurinn því jafn og spennandi.

Fyrsta hrinan tapaðist 18-25 en Hamarsstrákar komu til baka í annari hrinu og unnu hana 25-23. Þriðja hrinan var erfið og tapaðist hún 25-15. Það var því að duga eða drepast fyrir Hamar í 4. hrinu sem var gríðarlega jöfn og spennandi og lauk með 25-22 sigri Hamars. Það þurfti því oddahrinu til að skera út um sigurvegara. Þar virtust bæði lið vera orðin þreytt og réðust úrslitin frekar á mistökum andstæðingsins en góðri spilamennsku. Fór að lokum svo að Hamar vann oddinn 15 – 12 og leikinn þar með 3-2 og eru strákarnir því taplausir í deildinni eftir 2 leiki.

Næsti blakleikur hjá Hamri er svo á fimmtudag þegar 1. deildar lið kvenna mætir ÍK kl. 21:00 í íþróttahúsinu við Skólamörk.