Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannesson landsliðsþjálfarar hafa valið Margréti Guangbing Hu frá Hamri í unglingalandslið Íslands í badminton. Þau tilkynntu í september þá 26 keppendur frá fimm félögum í U3 – U17 landsliðið sem reglulega mun taka þátt í æfingabúðum í Reykjavík auk þess sem keppendur verða valdir í mót erlendis.
Hamar átti að þessu sinni þrjá keppendur í U15 – U17 flokki á fyrsta A móti unglinga í badminton sem fram fór í TBR húsunum 22.september sl.
Keppt var í riðlum í einliðaleik og var hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleikjum.
Öll fengu þau jafna og erfiða leiki enda er þetta A-flokks mót og keppni því mjög hörð. Margrét Guangbing Hu komst í úrslit í einliðaleik og endað með silfur í sínum flokki.
Nánari úrslit má sjá hér:
https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=3CD44A8C-8B5D-4C0D-A8CA-D161A906A1AE
Blaktímabilið hófst formlega um helgina þegar haustmót Blaksambands Íslands fór fram í Mosfellsbæ.
Mikil vakning hefur verið í blaki undanfarin ár og hefur fjöldi iðkenda vaxið gríðarlega hratt.
Hamar hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir bæði blaklið karla og kvenna næsta vetur.
Leikmenn Hamars í meistaraflokki kvenna skrifuðu á dögunum undir leikmannasamninga fyrir komandi tímabil. Leikmannahópurinn er að mestu leyti óbreyttur frá því í fyrra og Kristinn mun þjálfa liðið áfram. Þórunn Bjarnadóttir þarf frá að hverfa sem leikmaður en hún á von á barni í desember. Hún hefur þó ekki sagt skilið við liðið heldur skrifaði undir samning um að sinna starfi aðstoðarþjálfara í vetur, ómetanlegt fyrir liðið að njóta krafta hennar áfram.
Dagrún Inga Jónsdóttir hefur bæst við hópinn en hún kemur úr Þorlákshöfn. Dagrún Inga hefur spilað með U-16 landsliði Íslands og er mikill fengur fyrir liðið að fá hana í hópinn. Hrunastúlkurnar Perla María Karlsdóttir og Margrét Lilja Thorsteinson hafa einnig bæst við meistaraflokkinn en þær hafa hingað til spilað með sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna í stúlknaflokki.
Kvennalið Hamars er því skemmtileg blanda af sunnlenskum ungum, efnilegum stúlkum og eldri, reynslumeiri mæðrum!
Fyrsti leikur liðsins í vetur er heimaleikur föstudagskvöldið 5. október. Leikurinn verður nánar auglýstur þegar nær dregur. Við hvetjum fólk til að mæta á leiki og hvetja stelpurnar áfram.
Badmintondeild Hamars hefur hafið starfsemi og er opið fyrir skráningu iðkenda á Nóra . Þjálfarar deildarinnar eru þrír í ár og bjóðum við nýjasta þjálfarann hjartanlega velkomin en það er Erla Kristín Hansen sem mun sjá um yngstu iðkendurnar ásamt öðrum verkefnum fyrir deildina. Er hún góð viðbót við frábært þjálfarateymi okkar þau Hrund Guðmundsdóttur og Sigurð Blöndal sem munu sinna eldri iðkendum að mestu ásamt öðrum verkefnum deildarinnar.
Æfingar eru hafnar og er öllum frjálst að koma endurgjaldslaust á æfingar til 16. september nk. en þá þurfa allir að hafa skráð sig í Nóra til að æfa með okkur.
Börnum í 3. bekk í grunnskóla er boðið að æfa með okkur endurgjaldslaust allt árið auk þess sem deildin mun halda áfram að bjóða upp á ókeypis sunnudagstíma kl. 11.00-13.00 alla sunnudaga í Hamarshöll sem allir eru velkomnir í.
Æfingagjöld fyrir árið eru:
1.-2. bekkur | 26.000 kr |
3. bekkur | Frítt |
4.-10 bekkur | 36.000 kr |
Yngri en 19 ára | 36.000 kr |
Fullorðnir | Stakur tími (1.000 kr) 10 tíma klippi kort (9.000 kr) Allt árið (45.000 kr) |
Æfingatímar haust 2018
Æfingatímar haust 2018
Mánudagar: 17.30 – 19.00 4. – 6. bekkur (Hamarshöll)
Mánudagar: 18.30 – 20.00 – 21.30 7. – 10. bekkur (Hamarshöll)
Mánudagar: 20.00 – 21.30 – 21.30 Karlatímar (Hamarshöll)
Þriðjudagar: 13.10 – 13.55 1. bekkur (Skólamörk)
Þriðjudagar: 14.00 – 14.45 2.- 3. bekkur (Skólamörk)
Þriðjudagar: 17.15 – 18.45 4. – 6. bekkur (Hamarshöll)
Þriðjudagur: 18.15 – 19.45 7. – 10.bekkur (Hamarshöll)
Þriðjudagar: 20.00 – 21.30 Kvennatími (Hamarshöll)
Miðvikud. 19.30 – 21.00 Trimmtími – Karlar & konur (Hamarshöll)
Fimmtudagar: 17.15 – 18.30 7. – 10. bekkur (Hamarshöll)
Föstudagar: 14.00 – 14.45 1. bekkur (Skólamörk)
Föstudagar: 14.45 – 15.30 2.- 3. bekkur (Skólamörk)
Föstudagar: 15.30 – 17.00 4. – 6. bekkur (Skólamörk)
Sunnudagar: 11.00 – 13.00 Fjölskyldutími (Hamarshöll)
Bankaupplýsingar Badmintondeildar:
kt. 470298-2199 og rkn 0314-26-000356
Sunddeild Hamars er farin af stað með vetrarstarfið. Öll börn sem vilja koma og prufa eru velkomin á æfingar í þessari viku og næstu, fram til 21. september. Opið er fyrir skráningar inn á hamar.felog.is, endilega skráið ykkar barn þar sem fyrst. Þeir sem skrá sitt barn fyrir 1. október fá vegleg sundgleraugu frá sunddeildinni.
Æfingatímar hjá sunddeildinni haustið 2018:
Yngri hópur (1.- 5. bekkur) æfir á þriðjudögum kl. 16:15-17:00, fimmtudögum kl. 16:15-17:00 og föstudögum kl. 14:15 – 15:15.
Eldri hópur (6. bekkur og eldri) æfir á þriðjudögum kl. 17:00-18:30, fimmtudögum kl. 17:00-18:30 og á föstudögum kl. 14:15 – 15:15.
Við minnum einnig á skriðsundsnámskeiðið fyrir fullorðna sem nú er að byrja. Skráning og upplýsingar hjá Magnúsi 898-3067 eða maggitryggva@gmail.com
Sund er skemmtileg alhliða þjálfun sem byggir á góðri tækni, mýkt, liðleika, styrk og úthaldi. Öll þjálfun í deildinni er einstaklingsmiðuð.
Hægt er að fylgjast með starfi sunddeildarinnar m.a. á fésbókarsíðunni Sunddeild Hamars, Hveragerði.
Körfuknattleiksdeild veturinn 2018-2019
Nú er hafið starf hjá öllu flokkum á vegum kkd Hamars fyrir veturinn 2018-2019. Starfræktir verða flokkar fyrir öll börn á grunnskólaaldri auk þess sem Hamar verður með lið í mfl kvenna og karla. Einnig munu félöginn af suðurlandi, Hamar-Þór-Hrunamenn-Fsu, senda sameiginleg lið til keppni í drengjaflokki og stúlknaflokki. Samhliða því að Hamar byrji sitt starf er um leið mikilvægt að foreldrar skrá sín börn inn í viðkomandi flokka og er það gert á heimsíðu Hamars ( hamarsport.is ). Sú nýbreytni verður höfð á hjá kkd í vetur að nú er í boði að skrá barn fyrir allan veturinn eða bara fyrir hvora önn fyrir sig. Um leið verður sú breyting að þeir sem skrá/greiða fyrir allan veturinn fyrir 15.okt 2018 fá hettupeysu sem nafni félags, barni og logo Hamars um miðjan Nóvember. Ekki er verðmunur á þvi hvort skráð er fyrir eina önn eða allan veturinn en ekki fylgir þessi gjöf nema til þeirra sem skrá allan veturinn. Inná heimasíðu hamarsport.is eru síðan upplýsingar um æfingagjöld og æfingatíma í einstökum flokkum.
Kv Daði Steinn gsm: 6901706