Mikil vakning hefur verið í blaki undanfarin ár og hefur fjöldi iðkenda vaxið gríðarlega hratt.

Þessi aukning hefur þó aðallega átt sér stað í fullorðinsflokki en Hamar í Hveragerði hefur undanfarin ár einnig boðið upp á krakkablak og eru efnilegir blakarar að líta dagsins ljós í félaginu.
Tvær þeirra, þær Marey Birgisdóttir og Ása Jóhannsdóttir Wolfram tóku ásamt öðrum efnilegum ungum blökurum frá fjölda félaga, tóku á dögunum þátt í afreksbúðum í Mosfellsbæ með frábærum árangri.
Blakdeild Hamars bíður alla unga blakara velkomna. Æfingar eru fyrir 12 ára og eldri á mánudögum frá kl. 19-20:00 í íþróttahúsinu við Skólamörk og á fimmtudögum í Hamarshöll kl. 18:30-19:30 og æfingagjöld eru 0 krónur.