Hamar hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir bæði blaklið karla og kvenna næsta vetur.

Þjálfarinn, Roberto Guarino, hefur leikið í neðri deildum á Ítalíu og í Kosta Ríka en hann hefur spilað blak frá unga aldri.  Roberto kom til Íslands sem ferðamaður fyrir rúmu ári síðan ásamt kærustu sinni og féllu þau algerlega fyrir landi og þjóð og ákváðu því að flytja hingað nú í sumar.
Gríðarleg blakhefð er á Ítalíu og án efa margt sem Roberto getur kennt áhugasömum blökurum, hvort sem þeir eru lengra komnir eða byrjendur.
Blakdeild Hamars bíður upp á æfingar á mánudögum og fimmtudögum í vetur fyrir karla, konur, byrjendur og lengra komna og börn á aldrinum 10-16 ára og eru allir áhugasamir um íþróttina og heilbrigða hreyfingu hvattir til að mæta og prófa.