Ný aðalstjórn Hamars sem kjörin var í febrúar 2017 hefur fundað nokkrum sinnum frá kjöri. Það hefur þó hist þannig að alltaf hefur einhver úr stjórn ekki geta mætt á fundina og því hittist stjórnin ekki öll fyrr en nú á nýliðnum stjórnarfundi sem haldinn var miðvikudaginn 24. maí s.l. Af því tilefni var þessi mynd ― af allri stjórninni ― tekin.

Aðalstjórn Hamars er um þessar mundir að vinna að ýmsum málum og má sem dæmi nefna þessi:

  • Auka gagnsæi og yfirsýn varðandi rekstur einstakra deilda
  • Endurbæta ásýnd félagsins, bæði á vefnum og á stöðum sem tengjast félaginu t.d. í Íþróttahúsinu og í Hamarshöllinni.
  • Styrkja samskiptamál.
  • Skoða nýja möguleika á fjáröflun fyrir félagið í heild.
  • Samskipti við aðildarfélög UMFÍ, mest við HSK og taka þar þátt í sameiginlegum verkefnum.
  • Fjalla um umsóknir deilda og félagsmanna um hin ýmsu erindi, m.a. styrki (afreksstyrki, styrki úr meistaraflokkssjóði o.fl.).
  • Fylgjast með þáttöku barna og unglinga í íþróttastarfi í bænum og ræða leiðir til að fjölga iðkendum, bæði þeim sem eru áhugasamir og hafa stundað íþróttir en einnig skoða leiðir til að fá krakka af stað í íþróttir sem hafa lítið eða ekkert stundað þær áður. 
  • Vera í nánu sambandi við Hveragerðisbæ varðandi öll mál sem tengjast félaginu og bænum, vítt og breitt, enda er Hveragerðisbær helsti bakjarl félagsins.
  • O.fl.

Um þessar mundir (vor 2017) er stærsta málið að vinna að Landsmóti 50+ sem haldið verður í Hveragerði síðustu helgina í júní.

Í dag spilaði 5. flokkur Hamars og samstarfsfélaga sinn fyrsta leik á íslandsmóti sumarið 2017. A og B lið voru að spila við Reynir í Sandgerði og auðvitað stóðu strákarnir sig afskaplega vel, A liðið okkar vann sinn leik 7-1 og B liðið gerði 1-1 jafntefli í leik sem hefði getað endað 5-1 fyrir okkar mönnum en markvörður Reynis var í banastuði og varði frábærlega mörg dauðafæri okkar manna, framtíðinn er björt og áfram Hamar alltaf allstaðar 🙂

 

 

 Körfuknattleiksnámskeið í íþróttahúsinu v/Skólamörk 
Námskeiðshaldari: Körfuknattleiksdeild Hamars.
Aldur: Börn f. 2005 – 2008, stelpur og strákar.
Áhersla á grunnæfingar í körfuknattleik, tækni og leikskipulag. Lögð verður jöfn áhersla á varnar og sóknarleik. Námskeiðið er mánudaga – fimmtudaga, frá kl 15.30-16.30.
Tímabil: 
Námskeið 1: 29. maí – 22. júní.
Námskeið 2: 26. júní – 20. Júlí.
fjórar æfingar í viku á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl 15.30 – 16.30. 
Verð: kr. 5.000, 20% systkinaafsláttur.
Skráning og upplýsingar: Þórarinn Friðriksson í síma 861 7569, totifrikk@gmail.com

Tvær stúlkur úr hinum efnilega 9.flokk kvenna hjá Hamri hafa verið valdar í lokahóp 15. ára landsliðs íslands. Stúlkurnar eru Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir og eru báðar uppaldar í Hamri og mikil efni þar á ferð, það er von kkd Hamars að aðrir yngri flokka iðkenndur í Hveragerði taki sér þær til fyrirmyndar og sjái hvað er hægt með eljusem og miklum áhuga. Stelpurnar munu fara með 15 ára landsliði íslands til keppni í Kaupmannahöfn dagana 16.-18. júní.

Stelpurnar okkar í 9. flokki stóðu sig frábærlega í vetur, þær spiluðu í sameiginlegu liði Hamar/Hrunamenn og voru allan veturinn í A riðli. Þær komust í 4 liða úrslit þar sem þær mættu sterku liði Keflavíkur og töpuðu þeim leik. Þrátt fyrir að þær hafi dottið út á þessum tímapunkti er ekki hægt annað en vera stoltur af þessum flottu stelpum og þeim frábæra árangri sem þær náðu. Til hamingju stelpur og vonandi haldið þið áfram að bæta ykkur því framtíðinn er ykkar

Hamar hefur í vetur telft fram sameiginlegu liði í 7. flokk kvenna með Hrunamönnum og Þór, þessar stúlkur hafa staðið sig frábærlega og spiluðu lungað úr vetrinum í A riðli en í lokinn enduðu þær þó í B riðli. Þetta er frábær árangur hjá þessum stelpum og sannarlega góður efniviður þarna á ferð.

Hamar sendi í vetur lið til keppni í minni bolta, 5.- 6. bekkur, karla og kvenna. Nú hafa þessir flokkar lokið keppni og stóðu sig með prýði í vetur, eitt lið var í kvennaflokki og tvö lið í karlaflokki. Þjálfari liðana í vetur var Þórarinn Friðriksson og hefur hann staðið sig afskaplega vel þar sem lögð var áhersla á grunnatrið körfuknattleiks en einnig að krakkarnir lærðu gildi þess að  tilheyra liði og hefðu skildur gagnvart sínum liðsfélögum sem og félagi sínu. Vetrinum var svo slúttað með pylsupartí og extra langri æfingu, nú tekur við sumarfrí en að sjálfsögðu verður boðið upp á körfuknattleiks námskeið í sumar og verður það auglýst síðar. 

Hefðbundnu íþróttastarfi er að ljúka um þessar mundir og er óhætt að segja að Íþróttafélagið Hamar hafi verið kraftmikið og sýnilegt í hinum ýmsu íþróttakeppnum nú í vetur. Í öllum deildum náðist góður árangur á íþróttamótum og voru áhorfendapallarnir oft þétt setnir í íþróttahúsinu og oft mannmargt í Hamarshöllinni. Myndin hér að ofan er frá úrslitakeppninni í körfuboltanum en þar átti lið Hamars marga góða leiki og gladdi hjörtu áhorfenda í troðfullu húsi. Stutt er þar til sumardagskrá tekur við þar sem knattspyrnan, skokkhópur og fleiri deildir munu starfa á fullu og hlökkum við til að fylgjast með framgangi okkar fólks í sumar.

Íslandsmót öldunga, stærsta öldungumóti sem haldið hefur verið er nú lokið.

Mótið var haldið í Mosfellsbæ undir styrkri stjórn Aftureldingar.

Hamar sendi 4 lið til keppni, 2 í kvennaflokki og 2 í karlaflokki.

Kvennaliðin spiluðu í 3. deild og 7. deild en karlaliðin í 3. og 4. deild.

Árangurinn var ágætur en öll liðin héldu sætum sínum í deild. Þriðju deildar lið kvenna gerði gott betur og hafnaði í 2. sæti og mun því spila í 2. og næstefstu deild að ári líkt og á Íslandsmótinu.

Öldungamótið á næsta ári verður svo í höndum KA fólks á Akureyri að ári.