Í vetur ætlum við að setjast niður með leikmönnum og þjálfara Hamars og spyrja þá spurninga yfir einum kaffi bolla. Nú er röðin komin að Hlyni Snæ Wiium Stefánssyni. Hlynur er uppalinn hjá Hamri og er á sínu öðru ári í meistaraflokki.
Staða: Skotbakvörður
Happatala: 13
Versti fatastílinn: Woods fær þann titill
Erfiðasti andstæðingurinn: Það mun vera Björn Ásgeir
Ef þú mætir velja einn til þess að blokka fara í hraðaupphlaup og troða í andlitið á, hver væri það? Sá maður væri Oddur Ólafsson
Vandræðalegasta augnablik: Þegar Chris Woods blokkaði mig á æfingu um daginn
Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég elska að taka til
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik eða æfingu:
Ruðningurinn sem Bjarki tók á móti Ármanni fyrr í vetur.
Hverjir verða íslandsmeistarar í körfuknattleik? Tindastóll tekur þetta í ár
Fyrrum Kaffibollar
Skólastrákarnir í FSu mættu í Frystikistunna í Hveragerði síðastliðinn fimmtudag í grannaslag. Fyrir leikinn voru FSu menn sæti ofar en Hamar en liðin sátu í 5 og 6 sæti deildarinnar. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir FSu en stíf vörn Hamarsmanna gerði Selfyssingum erfitt fyrir í sókninni. Hamarsmenn stálu boltanum ítrekað og settu auðveld sniðskot á hinum enda vallarins. Það má því segja að Hamarsmenn hafi hreinlega fryst FSu drengi. Staðan 43-28 í hálfleik. Leikurinn var má segja ráðinn, og ógnuðu FSu menn aldrei Hamarsmönnum neitt að ráði og voru lokatölurnar 85 – 75 heldur litlar miðað við yfirburði Hamars í leiknum. Mest leiddu Hamarsmenn með 21 stigi. Chris Woods var með 24 stig og 15 fráköst, á meðan Motley í liði FSu var með rúm 50% stiga sinna manna eða 41 stig og 15 fráköst. Hamarsmenn eru því komnir uppí 5 sæti deildarinar á kostnað FSu. Næsti leikur er svo gegn ÍA á föstudaginn 25.nóv kl 19:15
Í vetur ætlum við að setjast niður með leikmönnum og þjálfara Hamars og spyrja þá spurninga yfir einum kaffi bolla. Nú er röðin komin að Ísaki Sigurðarsyni, 16 ára dreng sem er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.
Staða: Framherji/Miðherji
Happatala: 11
Versti fatastílinn: Allir í liðinu nema ég
Erfiðasti andstæðingurinn: Örn
Ef þú mætir velja einn til þess að blokka fara í hraðaupphlaup og troða í andlitið á, hver væri það? Diddi eða Rúnar
Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég mætti í kosýfötum í afmæli
Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég er 110 kg eftir góða máltíð
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik eða æfingu:
Í preseason-inu spiluðum við tvo æfingaleiki við fsu. Í fyrsta leiknum erum við að tapa með einu og lítið er eftir af leiknum. Þá kemur Diddi aka Mr. Clutch og hendir í einn mid range jumper sem var ekkert annað en bara net og gefur okkur eins stigs forskot þegar innan við 5 sek eru eftir = sigur. Dagarnir líða þangað til það er komið að næsta leik. Í þeim leik var mikil hiti. Orðið bangsímon fèkk að renna af tungum Hamarsmanna og var leikurinn stál í stál fram að seinustu sekúndu (Enda fsu fullsvekktir að hafa fengið þennan jumper frá Didda í grillið á sèr í seinasta leik). En það er ekki frá sögu færandi nema hvað, við erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrri leiknum. Við erum undir með einu, lítið er eftir og við erum í sókn. Á einhvern æðislegan hátt endar Diddi á nákvæmlega sama stað og síðast, með boltann, tekur skot, klukkan syngur og svo SPLASH. Diddi var búinn að vinna leikinn með flautu körfu og það hefði mátt halda að hann hafi gert þetta áður
Hverjir verða íslandsmeistarar í körfuknattleik? KR karlameginn og Skallagrímur kvennamegin
Þegar fyrstu umferð Íslandsmóts kvenna í 2. og 5. deild er lokið er 2. deildar lið Hamars í 2. sæti deildarinnar, 3 stigum á eftir HK H sem er í fyrsta sætinu. Bæði liðin eru með fullt hús en HK hefur spilað einum leik meira. Annarar deildar liðið stefnir hraðbyr aftur í 1. deild, þaðan sem liðið féll í vor.
Í 5. deild getur enn brugðið til beggja vona. Liðið er sem stendur í 5. – 6. sæti af 8 og ekki langt í botninn. Þó er enn möguleiki að slíta sig frá botnbaráttunni en ljóst er að töluverðar breytingar þurfa að verða hjá toppliðunum ef miklar sviptingar eiga að vera þar, en Krækjur og Haukar trjóna nokkuð þægilega á toppnum.
Næst umferð fer fram um miðjan janúar.
Svolítið er síðan að við færðum ykkur fréttir af Hamarsliðinu en liðið hefur leikið þrjá leik á síðustu vikum. Eftir sigur á Ármanni þann 24 okt 104-77, hélt liðið á Hlíðarenda að mæta Valsmönnum. Hamarsmenn voru lengi vel inní leiknum en Valsliðið náði góðu áhlaupi í byrjun 4 leikhluta sem Hamarsmenn réðu ekki við og loka tölur 101-86. Síðastliðinn Föstudag var svo komið að Lárusi Jónssyni fyrrum Hamarsmanni, að koma með lið sitt Breiðablik í Frystikistunna. Blikar leiddu eftir hálfleikinn með 17 stigum 33-50. Hamarsmenn neituðu þó að gefast upp og náðu að minnka muninn niður í 59-65 fyrir lokaleikhlutann. En því miður þá dugði þetta áhlaup skammt, þar sem Blikarnir stungu aftur af í byrjun fjórða, og eftir leikurinn auðveldur 70-85.
En nú þýðir ekkert að leggja árar í bát því strax aftur á morgun Mánudag er leikur gegn heitasta liði 1.deildar Hetti í Maltbikarnum, en hann hefst kl 19:15 í Frystikistunni.
Gengið hefur verið frá ráðningu Liam Killa sem þjálfari meistaraflokks Hamars næstu tvö árin. Liam kom til liðsins sem leikmaður fyrir ári síðan. Liam er búsettur í Hveragerði ásamt unnustu og barni.
Liam er að taka sín fyrstu skref í þjálfun en hefur verið að sækja þjálfaranámskeið hjá KSÍ og mun halda því áfram. Liam er reynslumikill leikmaður. Hann ólst upp í Swansea og kom upp úr akademíu þeirra. Liam hefur spilað sem atvinnumaður í Eistlandi og Færeyjum við góðan orðstír. Á Íslandi hefur Liam leikið með Haukum, Magna og Ægir áður en hann gekk til liðs við Hamar. Liam Killa er mikill leiðtogi innann vallar sem utan og er fyrirmynd fyrir aðra leikmenn.
Stjórn knattspyrnudeildar Hamars eru gríðarlega ánægðir að fá Liam í starfið og eru miklar vonir bundnar við þennann unga og efnilega þjálfara. Æfingar hefjast í næstu viku og verður leikmannahópurinn skoðaður í kjölfar þess. Mikill metnaður er hjá félaginu að halda áfram þeirri uppbyggingu sem hefur verið að undanförnu.