Í vetur ætlum við að setjast niður með leikmönnum og þjálfara Hamars og spyrja þá spurninga yfir einum kaffi bolla. Fyrstur til að ríða á vaðið er þjálfari liðsins Andri Þór Kristinsson.

Hver er með versta fatastílinn? Oddur fyrirliði þegar hann mætir í bankadressinu á æfingar.

Erfiðasti andstæðingurinn: Lárus Jónsson var duglegur að ýta manni á æfingum í gamla daga

Hvert er vandræðalegasta augnablikið þitt? Í síðasta leik gegn ÍA öskraði ég NEI!! á Rúnar Inga fyrir að henda alley oop á Woods. Endaði með rosa troðslu. Minnir mann á það sem þjálfari að treysta leikmönnum til að spila leikinn.

Ein staðreynd um sjálfan þig? Mig dreymir um að sigla á seglskútu um heiminn

Skemmtilegt atvik úr leik eða frá æfingu? Rúnar Pálmason átti það til í að ganga of langt í að hrekkja liðsfélaganna. Pirraður á því hversu margir sníktu sopa úr brúsanum hjá honum, ákvað hann að blanda uppþvottalög í brúsann hjá sér og mæta með á æfingu. Rúnar varð vandræðalegur þegar Svavar Pálsson mætti fyrstur og bað um sopa. Rúnar ætlaði að beila á þessu hræddur um að vera lamin af miðherjanum en komst ekki upp með það enda Svavar dauðþyrstur eftir nokkra refsispretti. Þetta var ógeðslegt en það komu sápukúlur út úr Svavari er hann öskraði blótsyrðum og hljóp á eftir Rúnar sem sér held ég ennþá eftir þessu

Hverjir verða Íslandsmeistarar? Karlamegin get ég ekki veðjað gegn Hlyn Bæringssyni og Stjörnumönnum, enda Hlynur roslegur leiðtogi og Jaxl. Hjá stúlkunm verða það svo Skallagrímur með öflugan hóð leikmanna og góðan þjálfara.

Þá er síðasti dropinn búinn úr þessum bolla og þökkum við kærlega fyrir spjallið.

Að lokum minnum við á næsta leik sem er á Föstudaginn kemur gegn Hetti kl 19:15