Hamar spilaði sinn annann leik í Lengjubikarnum Miðvikudaginn 25. Mars. Spilað var gegn KH. KH er í 4. deildinni líkt og Hamar. KH hafa fengið góðann liðstyrk síðustu vikur og eru þeir með mjög sterkt lið.

Hamar byrjuðu leikinn mjög ílla. Þeim gekk ílla að halda boltanum innann liðsins og voru leikmenn að reyna erfiðar sendingar sem stoppuðu oftast hjá varnarmönnum KH. Á 8. mínútu skoruðu KH fyrsta markið. Fljótlega náðu KH að skora annað mark og var staðan orðinn 2-0 eftir 10 mínútna leik. Hamarsmenn fengu svo mjög gott færi til þess að minnka muninn sem þeim tókst ekki að nýta. Á 23. mínútu var klaufagangur í vörn Hamars sem KH nýttu sér og komust í 3-0. Undir lok fyrri hálfleiks fengu KH svo vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Staðan var því orðinn 4-0 fyrir KH í hálfleik og var þetta greinilega ekki besti dagur Hamarsmanna. Nokkrar breytingar voru gerðar á liði Hamars í seinni hálfleik auk þess sem var breytt um áherslur og leikkerfi. Hamar pressuðu KH hátt uppi á vellinum og bar það árangur á annarri mínútu seinni hálfleiks. Friðrik Örn Emilsson komst einn innfyrir vörn KH og skoraði gott mark. Seinni hálfleikur var mun betur spilaður af hálfu Hamarsmanna og voru margir flottir spilkaflar sem litu dagsins ljós, auk þess að Hamar voru mun þéttarri í vörninni og gáfu fá færi á sér. Á 68. mínútu skoraði svo Logi Geir Þorláksson annað mark Hamars í leiknum. Staðan var orðinn 4-2 og voru Hamar mun betri aðilinn í leiknum í seinni hálfleik. Hamar fengu fullt af góðum færum í seinni hálfleik til að bæta við mörkum. En á 72. mínútu skoruðu KH svo glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Eftir þetta var jafnræði á milli liðana og náðu KH svo að bæta við einu marki í viðbót á 82. mínútu. Lokastaða var 6-2 fyrir KH.

Heillt yfir var þetta ekki nógu góður leikur hjá Hamri. Fyrri hálfleikur mjög slakur en sá seinni var mun betri. Leikmenn eru enþá að stilla saman sína strengi og vonandi munu strákarnir læra af þessum leik.

Byrjunarlið:

Markvörður: Sigurður Kjartan Pálsson

Varnarmenn: Friðbjörn Ómarsson, Hákon Þór Harðarsson, Indriði Hrannar Blöndal, Jón Ingi Jónsson.

Miðjumenn: Ágúst Örlaugur Magnússon, Tómas Aron Tómasson, Logi Geir Þorláksson.

Kantmenn: Friðrik Örn Emilsson og Kristinn Hólm Runólfsson

Framherji: Arnar Þór Hafsteinsson.

Skiptingar:

46. Mín Kristinn Hólm Runólfsson (ÚT) – Þorlákur Máni Dagbjartsson (INN)

46. Mín Friðbjörn Ómarsson (ÚT) – Björn Ásgeir Björgvinsson (INN)

46. Mín Jón Ingi Jónsson (ÚT) – Hafþór Vilberg Björnsson (INN)

61. Mín Tómas Aron Tómasson (ÚT) – Ingimar Guðmundsson (INN)

61. Mín Friðrik Örn Emilsson (ÚT) – Jóhannes Snorrason (INN)

71. Mín Ágúst Örlaugur Magnússon (ÚT) – Brynjar Elí Björnsson (INN)

81. Mín Arnar Þór Hafsteinsson (ÚT) – Kristmar Geir Björnsson (INN)

Næsti skráði leikur Hamars í Lengjubikarnum er gegn KFS Laugardaginn 11. Apríl kl 14:00. Fresta þurfti Hamar – Örninn sem átti að vera á sunnudaginn s.l vegna slæmrar vallaraðstæðna á Selfossi. Verið er að vinna í því að fá nýja tímasetningu á þann leik.

 

Fyrsti leikur Hamars í Lengjubikarnum var s.l Laugardag á JÁVERK vellinum á Selfossi. Hamar mættu þar Stokkseyri. Þetta var í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í opinberum leik á vegum KSÍ. Stokkseyri mun leika í sama riðli og Hamar í 4.deildinni í sumar svo þessi lið munu mætast á íslandsmótinu.

Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað. Hamar pressuðu Stokkseyri hátt á vellinum og áttu Stokkseyri í vandræðum með að halda boltanum innann síns liðs í byrjun leiks. Hamarsmenn voru ákveðnir í sínum aðgerðum og voru mun betri aðillinn í fyrri hálfleik. Hamar náðu að koma sér í nokkur ágætis færi sem hefði verið að hægt að nýta betur. Staðan í hálfleik var 0 – 0. Seinni hálfleikur byrjaði af krafti af hálfu Hamarsmanna. Á 47. mínútu fékk Arnar Þór boltann og brunaði með hann upp vinstri kantinn og kom svo boltanum inní vítateig, þar var Friðrik Örn mættur og setti boltann stöngin inn. Staðan var orðinn 1-0. Hamar héldu áfram að spila boltanum vel á milli sín og sóttu að marki Stokkseyrar. Á 71. mínútu fékk skoraði svo Kristinn Hólm glæsilegt mark langt fyrir utan teig. Kristinn sá að markvörður Stokkseyrar var ekki á réttum stað og var fljótur að setja boltann upp í vinkilinn með glæsilegu skoti. Staðan var verðskuldað 2-0. Eftir þetta héldu Hamarsmenn áfram að spila góðann leik og fengu nokkur færi. Stokkseyri komust líka í ágætis færi til að minnka muninn en Stefán Þór var örrugur í markinu og varði vel. Lokastaðan var 2-0 fyrir Hamri.

Byrjunarlið Hamars í leiknum:

Markvörður : Stefán Þór Hannesson

Varnarmenn: Tómas Aron Tómasson, Björn Ásgeir Björgvinsson, Hákon Þór Harðarsson og Indriði Hrannar Blöndal.

Miðjumenn: Ágúst Örlaugur Magnússon, Hafþór Vilberg Björnsson og Þorlákur Máni Dagbjartsson

Kantmenn: Brynjar Elí Björnsson og Friðrik Örn Emilsson

Framherji: Arnar Þór Hafsteinsson

Skiptingar:

57. Mín Brynjar Elí Björnsson (Út) – Kristinn Hólm Runólfsson (Inn)

67. Mín Ágúst Örlaugur Magnússon (ÚT) – Friðbjörn Ómarsson (Inn)

67. Mín Björn Ásgeir Björgvinsson (ÚT) – Bjarnþór Breki Sævarsson (Inn)

75. Mín Friðrik Örn Emilsson (ÚT) – Jóhannes Snorrason (Inn)

Ónotaðir varamenn:

Jón Ingi Jónsson

Kristmar Geir Björnsson

Ómar Andri Ómarsson

Næsti leikur Hamars er á Miðvikudaginn á Hlíðarenda kl 19:00. Þá mæta þeir KH.

Áfram Hamar!!

Aðalfundur badmintondeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 7. apríl nk. kl. 19:00 í fundarherbergi Hamars (gengið inn hjá Crossfit Hengli og strax til hægri).


Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Breytingar verða á stjórn svo þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu eru hvattir til að mæta og aðrir sem aðeins vilja kynna sér starfið eða koma með hugmyndir og tillögur eru velkomnir.

Í byrjun janúar lauk Guðmundur Þór Guðjónsson störfum fyrir Aðalstjórn Hamars. Að beiðni stjórnar Hamars tók Guðmundur að sér, í upphafi árs 2013, að leiða endurskipulagningu á fjármálum meistaraflokks í knattspyrnu. Þetta verkefni vann Guðmundur ásamt stjórn Knattspyrnudeildar. Öll megin markmið verkefnisins tókust og gott betur.

Aðalstjórn Hamars færði á dögunum Guðmundi þakkir og viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Laugardaginn 21. mars 2015 fór fram fyrsta HSK mót vetrarins í Míkróbolta. Þetta er fyrir þá sem ekki vita, körfuknattleiksmót fyrir krakka í 1.-4. bekk og eru ekki talin stig heldur er megin keppikeflið að allir hafi gaman að því að spila. Mótið var vel sótt og komu rétt um hundrað keppendur frá fjórum félögum, Hrunamönnum, Þór, Fsu og Hamri. Körfuknattleiksdeild Hamars hafði nýlega fjárfest í tveimur auka körfum þannig að hægt var að spila á þremur völlum í einu og tók því mótið ekki lengri tíma en fjórar klukkustundir og náðu flestir keppendurnir að klára sitt mót á þremum klukkustundum sem er fínn tími fyrir þennan aldurshóp. Líkt og áður sagði eru ekki talin stig og fá allir keppendur verðlaunapening í lok móts þannig að allir fóru sáttir heim og sannfærðir um eigin sigur og ágæti eða alveg eins og það á að vera J

 

 

 

 

 

 

Hamar mun mæta liði Stokkseyrar í sannkölluðum suðurlandsslag í fyrsta leik í Lengjubikarnum á JÁVERK vellinum á morgun kl 16:00.

Lið Hamars eru hafa undirbúið sig vel í vetur. Liðið er mjög breytt frá tímabilinu í fyrra. Í ár munu Hvergerðingar fá stór hlutverk í liðinu og verður gaman að sjá þá blómstra í komandi leikjum. Einnig hefur Hamar fengið til sín tvo unga stráka úr Breiðablik sem munu aðstoða Hvergerðingana við að spila skemmtilegan fótbolta.  Gaman er að geta þess að Jói Snorra mun leika sinn fyrsta mótsleik í tæp tuttugu ár fyrir Hamar! Ásgeir Björgvins er í sínu besta formi í langan tíma, Diddi hefur verið sjóðheitur í vetur og er klár í slaginn. Svo munu menn eins og Þorlákur Máni, Brynjar Elí, Indriði Blöndal, Bjarnþór Breki og fleiri að þreyta sína fyrstu frumraun með meistaraflokki Hamars. Mikil stemmning er innann hópsins og eru menn spenntir að hefja leik í Lengjubikarnum.

Við hvetjum alla til að kíkja á strákana okkar á JÁVERK vellinum á morgun!!
Auglýsing - Stokkseyri - Hamar - Mynd

 

Á ársþingi Hérðaðssambands Skarphéðins sem haldið var að Flúðum sunnudaginn 15. mars 2015 voru þrír einstaklingar sæmdir Starfsmerki UMFÍ. Starfsmerkið er veitt fyrir framúrskarandi dugnað og starf fyrir íþrótta og ungmennafélög á íslandi, Lárus Ingi Friðfinnsson var sæmdur þessari flottu viðurkenningu og er hann vel að henni kominn. Lárus Ingi hefur verið formaður Körfuknattleiksdeildar Hamars frá stofnun deildarinnar árið 1992 og á þessum tíma verið driffjöður í starfi deildarinnar aukin heldur að hafa þann einstaka hæfileika að fá fólk til að starfa með sér til hagsbóta fyrir körfuboltann í Hveragerði.

Firma og hópakeppni Hamars fór fram í Hamarshöllinni s.l Laugardag. 10 lið mættu til leiks og var þeim skipt í tvo riðla. Hvert lið spilaði fjóra leiki í riðlakeppni og tvö efstu liðin úr riðlunum komust í undanúrslit. Í riðli 1 sigruðu Tippson FC og Kjörís var í öðru sæti. Í riðli 2 vann Eimreiðin og í öðru sæti var Lagnaþjónustan. Í undanúrslitum mættust Tippson FC og Lagnaþjónustan. Tippson FC vann þann leik 1-0. Í hinum undanúrslitaleiknum Vann Eimreiðin lið Kjörís 3-1. Í leik um 3.sætið vann Kjörís lið Lagnaþjónustunar 3-2 í hörkuleik. Í úrslitaleik spiluðu Eimreiðin við Tippson FC og vann Eimreiðin þann leik 3-2. Eimreiðin voru því sigurvegarar Firma og hópakeppni Hamars 2015!!

20150307_161628_resized

Eimreiðin – Sigurliðið fékk eignarbikar, pítsuveislu frá Hoflandsetrinu og öl.

20150307_161528_resized

Tippson FC – 2. sæti

 

 

20150307_161438_resized

Kjörís – 3. sæti.

 

Mótið heppnaðist ótrúlega vel og voru sýndir flottir taktar á vellinum. Keppendur voru sínum liðum til sóma og var það ljóst að menn voru mættir til að hafa gaman að því að spila skemmtilegan fótbolta. Að móti loknu fóru keppendur á Hoflandsetrið og gæddu sér á dýrindis pítsum.

 

 

Hamarsmenn spiluðu æfingaleik við Skallagrím s.l fimmtudag. Um var að ræða síðasta æfingaleik liðsins fyrir Lengjubikarinn. Leikurinn var spilaður í Úlfarsárdal í Grafarholti. Skallagrímur spilar í 4.deild líkit og Hamar. Hamarsmenn voru fyrir þennann leik búnir að vinna 3 leiki í röð.

Skallagrímur byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu mark eftir 8 mínútur. Þorlákur Máni jafnaði svo leikinn 10 mín síðar og var staðan 1-1 eftir 20 mín. Hamarsmenn áttu í erfileikum með að halda boltanum innann liðisins í fyrri hálfleik og rötuðu sendingar of oft á andstæðingana. Áður en flautað var til leikhlés fengu Skallagrímur vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Staðan var 1-2 fyrir Skallagrím í hálfleik. Í seinni hálfleik var leikur Hamarsmanna mun betri, leikmenn héldur boltanum betur innann liðsins og áttu þeir nokkur góð færi en náðu ekki að nýta þau. Skallagrímur bættu við þriðja markinu um miðjan hálfleikinn. Undir lok leiksins fékk Hamar vítaspyrnu sem Friðrik Örn Emilsson skoraði örruglega úr. Lokatölur voru 2-3 tap.

Nú er undirbúningi fyrir Lengjubikarinn lokið og alvaran tekur við þegar Hamar mætir KH í fyrsta leik Lengjubikarsins n.k Laugardag á gervigrasvellinum á Hlíðarenda. Gaman verður að fylgjast með strákunum í því móti. Leikmannahópur Hamars er stór og hefur á að skipa marga unga og efnilega leikmenn í bland við reynslubolta úr Hveragerði.

Hilmar Sigurjónsson þjálfari blakliða Hamars gerði sér lítið fyrir og varð bikarmeistari í blaki með KA, sunnudaginn, 8. mars. Hilmar gekk til liðs við KA menn eftir áramótin og hefur reynst þeim mikill liðsstyrkur. Hilmar lék með KA í nokkur ár en varð Íslandsmeistari með HK 2014. Hann reyndist sínu gamla félagi erfiður en HK var einmitt mótherji KA í úrslitaleiknum í gær. Blakdeild Hamars óskar Hilmari til hamingju með titilinn.