Kvennalið Hamars gerði sér lítið fyrir um helgina og vann sér sæti í 1. deild Íslandsmótsins að ári. Seinasta turnering 2. deildar fór fram í Fagralundi í Kópavogi um liðna helgi og lauk Hamar keppni í 2. sæti deildarinnar á eftir Skellum frá Ísafirði.  Lokastöðu má sjá hér.  Deildarkeppni 1. deildar er leikin heima og heiman og verður spennandi að fylgjast með Hamarskonum í þeirri baráttu næsta vetur. Til hamingju Hamarskonur.

IMG_3143

Bæði kvenna og karlalið Hamars unnu HSK titlana að þessu sinni. Kvennaliðið Hamar 1 háði harða baráttu við Dímon um titilinn og hafði betur að lokum. Karlaliðið var í mikilli keppni við Samhyggð og Hrunamenn um titilinn sem loksins er kominn í Hveragerði eftir fjölda ára dvöl í Hrunamannahreppi. Hamar sendi tvö lið til keppni í báðum flokkum í ár, þannig að gróska er í blaklífinu um þessar mundir.

Hamar kvk HSK 2015-2

 

Hamar spilaði æfingaleik gegn Mídas s.l Laugardag í Fífunni. Mídas spila í 4. deildinni í sumar líkt og Hamar. Hamar byrjuðu leikinn ekki alveg nægilega vel og varði Jóhann Karl Ásgeirsson markvörður Hamars vel nokkrum sinnum í byrjun leiks. Hamarsmenn vöknuðu til lífsins á 20. mínútu þegar Brynjar Elí komst einn innfyrir vörn Mídas og skoraði flott mark. Stuttu seinna skoraði Þorlákur Máni gott skallamark eftir hornspyrnu frá Jóa Snorra. Í hálfleik var staðan 2-0 fyrir Hamar. Hamarsmenn voru mun betri aðillinn í þessum leik og bættu við marki fljótlega í seinni hálfleik þegar spánverjinn Jorge skoraði gott mark. Arnar Þór Hafsteinsson skoraði svo eftir að Brynjar Elí hafði sett boltann í slánna. Arnar Þór var ekki hættur því hann skoraði svo flott mark eftir sendingu frá Jóa Snorra. Loks skoraði Ómar Andri sjötta mark Hamars og var lokastaðan 6-0 fyrir Hamar!! Virkilega flottur sigur hjá strákunum og var þetta þriðji sigurleikurinn í röð hjá Hamri.

Allir leikir Hamars eru teknir upp og er hægt að sjá mörkin úr leiknum hér að neðan.

Áfram Hamar!