Hamar spilaði sinn annann leik í Lengjubikarnum Miðvikudaginn 25. Mars. Spilað var gegn KH. KH er í 4. deildinni líkt og Hamar. KH hafa fengið góðann liðstyrk síðustu vikur og eru þeir með mjög sterkt lið.

Hamar byrjuðu leikinn mjög ílla. Þeim gekk ílla að halda boltanum innann liðsins og voru leikmenn að reyna erfiðar sendingar sem stoppuðu oftast hjá varnarmönnum KH. Á 8. mínútu skoruðu KH fyrsta markið. Fljótlega náðu KH að skora annað mark og var staðan orðinn 2-0 eftir 10 mínútna leik. Hamarsmenn fengu svo mjög gott færi til þess að minnka muninn sem þeim tókst ekki að nýta. Á 23. mínútu var klaufagangur í vörn Hamars sem KH nýttu sér og komust í 3-0. Undir lok fyrri hálfleiks fengu KH svo vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Staðan var því orðinn 4-0 fyrir KH í hálfleik og var þetta greinilega ekki besti dagur Hamarsmanna. Nokkrar breytingar voru gerðar á liði Hamars í seinni hálfleik auk þess sem var breytt um áherslur og leikkerfi. Hamar pressuðu KH hátt uppi á vellinum og bar það árangur á annarri mínútu seinni hálfleiks. Friðrik Örn Emilsson komst einn innfyrir vörn KH og skoraði gott mark. Seinni hálfleikur var mun betur spilaður af hálfu Hamarsmanna og voru margir flottir spilkaflar sem litu dagsins ljós, auk þess að Hamar voru mun þéttarri í vörninni og gáfu fá færi á sér. Á 68. mínútu skoraði svo Logi Geir Þorláksson annað mark Hamars í leiknum. Staðan var orðinn 4-2 og voru Hamar mun betri aðilinn í leiknum í seinni hálfleik. Hamar fengu fullt af góðum færum í seinni hálfleik til að bæta við mörkum. En á 72. mínútu skoruðu KH svo glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Eftir þetta var jafnræði á milli liðana og náðu KH svo að bæta við einu marki í viðbót á 82. mínútu. Lokastaða var 6-2 fyrir KH.

Heillt yfir var þetta ekki nógu góður leikur hjá Hamri. Fyrri hálfleikur mjög slakur en sá seinni var mun betri. Leikmenn eru enþá að stilla saman sína strengi og vonandi munu strákarnir læra af þessum leik.

Byrjunarlið:

Markvörður: Sigurður Kjartan Pálsson

Varnarmenn: Friðbjörn Ómarsson, Hákon Þór Harðarsson, Indriði Hrannar Blöndal, Jón Ingi Jónsson.

Miðjumenn: Ágúst Örlaugur Magnússon, Tómas Aron Tómasson, Logi Geir Þorláksson.

Kantmenn: Friðrik Örn Emilsson og Kristinn Hólm Runólfsson

Framherji: Arnar Þór Hafsteinsson.

Skiptingar:

46. Mín Kristinn Hólm Runólfsson (ÚT) – Þorlákur Máni Dagbjartsson (INN)

46. Mín Friðbjörn Ómarsson (ÚT) – Björn Ásgeir Björgvinsson (INN)

46. Mín Jón Ingi Jónsson (ÚT) – Hafþór Vilberg Björnsson (INN)

61. Mín Tómas Aron Tómasson (ÚT) – Ingimar Guðmundsson (INN)

61. Mín Friðrik Örn Emilsson (ÚT) – Jóhannes Snorrason (INN)

71. Mín Ágúst Örlaugur Magnússon (ÚT) – Brynjar Elí Björnsson (INN)

81. Mín Arnar Þór Hafsteinsson (ÚT) – Kristmar Geir Björnsson (INN)

Næsti skráði leikur Hamars í Lengjubikarnum er gegn KFS Laugardaginn 11. Apríl kl 14:00. Fresta þurfti Hamar – Örninn sem átti að vera á sunnudaginn s.l vegna slæmrar vallaraðstæðna á Selfossi. Verið er að vinna í því að fá nýja tímasetningu á þann leik.