Fyrsti leikur Hamars í Lengjubikarnum var s.l Laugardag á JÁVERK vellinum á Selfossi. Hamar mættu þar Stokkseyri. Þetta var í fyrsta skipti sem þessi lið mætast í opinberum leik á vegum KSÍ. Stokkseyri mun leika í sama riðli og Hamar í 4.deildinni í sumar svo þessi lið munu mætast á íslandsmótinu.

Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað. Hamar pressuðu Stokkseyri hátt á vellinum og áttu Stokkseyri í vandræðum með að halda boltanum innann síns liðs í byrjun leiks. Hamarsmenn voru ákveðnir í sínum aðgerðum og voru mun betri aðillinn í fyrri hálfleik. Hamar náðu að koma sér í nokkur ágætis færi sem hefði verið að hægt að nýta betur. Staðan í hálfleik var 0 – 0. Seinni hálfleikur byrjaði af krafti af hálfu Hamarsmanna. Á 47. mínútu fékk Arnar Þór boltann og brunaði með hann upp vinstri kantinn og kom svo boltanum inní vítateig, þar var Friðrik Örn mættur og setti boltann stöngin inn. Staðan var orðinn 1-0. Hamar héldu áfram að spila boltanum vel á milli sín og sóttu að marki Stokkseyrar. Á 71. mínútu fékk skoraði svo Kristinn Hólm glæsilegt mark langt fyrir utan teig. Kristinn sá að markvörður Stokkseyrar var ekki á réttum stað og var fljótur að setja boltann upp í vinkilinn með glæsilegu skoti. Staðan var verðskuldað 2-0. Eftir þetta héldu Hamarsmenn áfram að spila góðann leik og fengu nokkur færi. Stokkseyri komust líka í ágætis færi til að minnka muninn en Stefán Þór var örrugur í markinu og varði vel. Lokastaðan var 2-0 fyrir Hamri.

Byrjunarlið Hamars í leiknum:

Markvörður : Stefán Þór Hannesson

Varnarmenn: Tómas Aron Tómasson, Björn Ásgeir Björgvinsson, Hákon Þór Harðarsson og Indriði Hrannar Blöndal.

Miðjumenn: Ágúst Örlaugur Magnússon, Hafþór Vilberg Björnsson og Þorlákur Máni Dagbjartsson

Kantmenn: Brynjar Elí Björnsson og Friðrik Örn Emilsson

Framherji: Arnar Þór Hafsteinsson

Skiptingar:

57. Mín Brynjar Elí Björnsson (Út) – Kristinn Hólm Runólfsson (Inn)

67. Mín Ágúst Örlaugur Magnússon (ÚT) – Friðbjörn Ómarsson (Inn)

67. Mín Björn Ásgeir Björgvinsson (ÚT) – Bjarnþór Breki Sævarsson (Inn)

75. Mín Friðrik Örn Emilsson (ÚT) – Jóhannes Snorrason (Inn)

Ónotaðir varamenn:

Jón Ingi Jónsson

Kristmar Geir Björnsson

Ómar Andri Ómarsson

Næsti leikur Hamars er á Miðvikudaginn á Hlíðarenda kl 19:00. Þá mæta þeir KH.

Áfram Hamar!!