Karfa njarðvíkNjarðvík B – Hamar B

92       –       56

Fannar 18 stig
Eyþór Heimisson 12 stig
Baldur Freyr 10 stig
Hlynur Snær 9 Stig
Villi 7 stig

Flottur leikur þar sem lið Njarðvíkur prýddi gömlum stjörnum og yngsti keppandi okkar og afmælisbarn dagsins raðaði niður þristunum og endaði stigahæstur liðsins.

Byrjunarlið Njarðvíkur var:
Friðrik Stefánsson
Gunnar Örlygsson
Páll Kristinsson
Brenton Birmingham
Teitur Örlygsson

Göngum sáttir frá borði og hlökkum til næsta leiks sem er heimaleikur á móti Keflavík B þann 8. febrúar í íþróttahúsinu.

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hamars verður haldin sunnudaginn 8.febrúar kl 12:00 á skrifstofu Hamars í íþróttahúsinu við skólamörk (crossfit inngangur).

Dagskrá:

– Venjuleg aðalfundarstörf.

– Önnur mál.

Stjórn knattspyrnudeildar.

Haukakonur mættu í gærkvöldi með Hardy í leikbanni og Hamarskonur sáu aukið tækifæri á sigri og gefa Hadda þjálfara góða afmælisgjöf.
Byrjunin var höktandi og lengi vel 2-2 þar til Haukakonur tóku frumkvæðið og leiddu 8-13 eftir fyrsta. Hittnin hjá okkar stúlkum léleg en þær sóttu meira inn í teig í öðrum leikhluta og komust yfir 25-24 en tveir þristar Haukamegin kveikti aftur í þeim rauðklæddu. Staðan í hálfleik 29-35.
Lítið breyttist staðan í þriðja leikhluta sem Hamars stúlkur unnu þó 22-21 og hittnin aðeins að skána. Haddi og Oddur voru að rúlla á 7 -8 stelpum.
Fjórði leikhluti byrjaði með fyrstu 3 stigunum gestanna áður en þjálfarateymið tók leikhlé okkar megin,  49-57 og rétt um 7 mínútur eftir. Ræða afmælisdrengsins var ekkert falleg “afmæliskveðja” og Hamars stúlkur svöruðu kallinu með næstu 7 stigum frá Þórunni og vörnin að smella hjá Hamri. Sydnei skoraði svo  næstu 5 stigin eftir góða pressuvörn okkar og 62-57 og tvær og hálf eftir. 13 stig í röð hjá Hamri en Haukakonur héldu sér í leiknum með næstu 4 stigunum og 62-61 þegar um 1 mínúta var eftir. Hamar hélt góðri vörn það sem eftir lifði leiks og Sóley setti 3 víti á lokakaflanum við mikinn fögnuð í Frystikistunni, 65-61 sigur.
Gaman að sjá foreldra og fjölskyldumeðlimi þeirra Döllu og Heiðu mæta og rífa stemminguna í gang hjá okkur en þessi sigur var kærkomin sem stelpurnar áttu sannarlega skilið. Mikil breyting á vörn og spilamennsku almennt eftir áramót þar sem Dalla hefur sérstaklega farið hamförum eftir jólasteikina og freiri farnar að koma inn með gott framlag og góða liðheild. Að sjálfsögðu tóku stelpurnar svo afmælissönginn í lokin fyrir Hadda.
Til gamans smá tölfræði hjá Döllu það sem af er ári (meðaltal);  16,8 stig/12,8 fráköst/5,5 blokkuð skot/26,0 framlagsstig pr. leik.
Stig Hamar: Sydnei Moss 19/8 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 16, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 14/12 fráköst/8 varin skot, Heiða B. Valdimarsdóttir 7/8 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 5/9 fráköst, Hafdís Ellertsdóttir 2/3 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 2, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Vilborg Óttarsdóttir 0, Erika Mjöll Jónsdóttir 0.

Fyrsti leikur vetrarins hjá meistaraflokki undir stjórn nýs þjálfara Ólafs Hlyns fór fram í gær á Selfossvelli. Um var að ræða fyrsta leik í sunnlenska.is æfingamótinu gegn Árborg. Hamar telfdi fram nýju liði frá s.l tímabili og gaman er að segja frá því að af þeim 17 leikmönnum í leikmannahóp Hamars voru 16 leikmenn úr Hveragerði. Markmið Hamars er að gefa Hvergerðingum tækifæri á að spila fótbolta og búa til gott lið og leikmenn. Margir af leikmönnunum voru að spila sinn fyrsta leik eftir hvíld frá fótbolta og nokkrir sem hafa verið í kringum liðið undanfarin ár.

Leikurinn í gær fór ágætlega af stað fyrir Hamarsmenn. Leikmenn voru í smástund að finna taktinn og ná stressinu úr sér. Fljótlega komu margir góðir spilkaflar og fengu Hamar góð færi í fyrri hálfleik til að komast yfir í leiknum, en þeir náðu ekki að koma tuðrunini inn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og stóðu leikar 0-0 í hálfleik, flottur fyrri hálfleikur! Seinni hálfleikur hófst rólega og voru menn farnir að þreytast og miklar breytingar á leikstöðum manna. Fljótlega í seinni hálfleik náðu Árborgarmenn að setja inn eitt mark eftir mikla baráttu við vítateiginn. Eftir þetta var Árborg betri aðillinn í leiknum og settu eitt mark til viðbótar framhjá Hlyni Kárasyni markverði Hamars. Lokatölur voru 2-0 fyrir árborg.

Heillt yfir var þetta flottur leikur hjá nýju liði Hamarsmanna. Fyrri var hálfleikur mjög góður, en í seinni hálfleik voru menn orðnir þreyttir. Gaman var að sjá að liðið spilaði vel saman og voru þéttir fyrir á vellinum. Það verður spennandi að fylgjast með liðinni í framhaldinu og hvetjum við alla til að kíkja á næsta leik í mótinu sem verður 1. Febrúar kl 20:00 á selfossvelli. Gaman væri að sjá fólk mæta á völlinn og styðja Hvergerðingana!

ÁFRAM HAMAR!

Aðalfundur blakdeildar verdur haldinn, fimmtudaginn 29. Jan, kl 21 í aðstöðuhúsinu við Hamarshöllina.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum Hamars.

Tilbod20150110-distort

Toppslagur var í frystikistunni í Hveragerði, þegar Höttur frá Egilsstöðum kom í heimsókn. Liðin í fyrsta og þriðja sæti að mætast og mikið undir.

Heimamenn í Hamri byrjuðu mun betur og leiddu 15-5 eftir 3 mínútur, og síðan 21-14, þá skelltu Hattarmenn í svæðisvörn sem Hamri gekk illa að leysa. Austann menn fóru að setja skotinn og komust fljótt inní leikinn staðan 30-29. Í öðrum leikhluta voru liðin afar jöfn þar til á síðustu mínútunum að gestirnir náðu sér í smá forskot, 47-54 í hálfleik. Hamar skartaði nýju þjálfara teymi í leiknum en Hallgrímur Brynjólfsson tók við liðinu um áramót með Odd Benediktsson sér til aðstoðar, þeir félagar áttu erfiðan síðari hálfleik fyrir höndum. Gestirnir náðu fljótt tíu stiga forskoti 50-60 og reyndu Hamarsmenn allt hvað þeir gátu til að brúa bilið. Oftar en ekki náðu þeir að minnka muninn svo sem eins og 59-62 og 63-66, en alltaf svöruðu gestirnir og leiddu þeir fyrir lokafjórðunginn 74-80, mikið skorað í toppslagnum, og bæði lið enn inní leikinum. Vel þjálfað Hattar lið lét þó ekki deigan síga, og náðu þeir 12 stiga forskoti strax í upphafi 4 leikhluta 76-88. Hamarsmenn reyndu mikið að koma sér inní leikinn og í stöðunni 85-91 var vonar glæta fyrir Hamar. Á þeim tímapunkti fóru þó margar sóknir forgörðum á báðum endum vallarins, en Ragnar setti þá þrjú víti ásamt því að Carberry setti sniðskot, og leiknum svo gott sem lokið 85-96 með 1:30 eftir, Þó kom lítið áhlaup frá heimamönnum, sem var þó of seint, og enduðu Hattarmenn ofan á í þetta skiptið 95-102 lokatölur. Julian Nelson var stigahæstur hjá okkar mönnum með 24 stig, Þorsteinn skilaði tvennu sem fyrr 18 stig og 13 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson kom með fínan leik, en hann hefur lítið sést á vellinum það sem af er vetri og skoraði hann 14 stig, Örn Sigurðarson 13, Snorri Þorvaldsson 10, Halldór Gunnar Jónsson 8, Bjartmar Halldórsson 6 og Kristinn Ólafsson 2.

Það er klárt mál að strákarnir þurfa að spila betur, ætli þeir sér í deild þeirra bestu

Hveragerðisbær heiðraði milli jóla og nýárs íþróttamenn úr bæjarfélaginu sem staðið hafa sig vel á árinu 2014. Ragnar Nathanealson og Kristrún Rut Antonsdóttir fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur á körfuboltavellinum sl. ár.

Kristrún Rut hefur verið fastamaður í Hamarsliðinu í Dominosdeildinni  2014 og hlaut viðurkenningu fyrir það og fyrir knattspyrnuiðkun sína þar sem Kristrún Rut, ásamst liði Selfoss, náði í bikarúrslitin 2014. Kristrún var fastamaður í liði Selfoss í Pepsídeild  líkt og í Dominosdeildinni með Hamri.

Ragnar hefur verið áberandi á vellinum allt síðasta ár. Hann hefur verið það öflugar með Þór Þorlákshöfn í Dominosdeildinni að atvinnumennskan var handan við hornið og spilar Ragnar í dag með Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Ragnar var fastamaður í A-landsliðinu okkar sem vann sér rétt til þátttöku í úrslitum evrópukeppninnar, sem frægt er orðið. Systir Ragnars tók við viðurkenningu fh. bróður síns og er á myndinni ásamt Kristrúnu.