Alls tóku 16 keppendur frá Hamri þátt á Íslandsmóti í Stökkfimi sem fram fór síðustu helgi í Dalhúsum, Grafarvogi í umsjá Fjölnis. Keppendur frá Hamri voru á aldrinum 9-16 ára. Tvær stúlkur í 9 ára B, sex stúlkur í 10 ára B, tvær stúlkur í 11 ára B, ein stúlka í 12 ára B, tvær stúlkur í 11-12 ára A, ein stúlka í 14 ára B, ein stúlka í 15-16 ára A og einn strákur í 9-12 ára B. Allir keppendur stóðu vel og voru 5 keppendur sem komust í verðlaunasæti. 

Bestum árangri náði Dröfn Einarsdóttir í flokki 14 ára B, sem hafnaði í 2.sæti á bæði trampólíni og dýnu og sigraði síðan í samanlögðum stigum. Birta Marín Davíðsdóttir hafnaði í 3.sæti á trampólíni og í 4.sæti í samanlögðum stigum í flokki 11-12 ára A. Einnig hafnaði Eyjólfur Örn Höskuldsson í 3.sæti á trampólíni í flokki 9-12 ára B. Sigrún Tinna Björnsdóttir og Kolbrún Rósa Gunnarsdóttir lentu saman í 8.sæti í samanlögðu í flokki 10 ára B en þegar keppendur voru yfir 30 í flokk voru gefin verðlaun fyrir 10 efstu sætin í samanlögðum stigum.

Frábær árángur hjá duglegum fimleikakrökkum !

Óskum öllum til hamingju með gott mót  

http://www.facebook.com/fimleikar.hamar

Það var öruggur sigur okkar stúlkna í Dominos deildinni í kvöld, en ekki þó fyrirhafnar laus. Loka staðan 57-73 og Hamar komið í 4. sæti deildarinnar en með sama stigafjölda og Valur og  Grindavík eða 10 stig.

Það var góð byrjun í kvöld hjá Hamri sem komust í 0-9 en Grindavíkur stúlkur gáfu ekki svo létt eftir. Staðan 20-24 eftir fyrsta leikhluta og 36-38 í hálfleik. Erfiðlega gékk að eiga við Lauren Oosdyke hjá þeim gulu sem var með 20 stig og 13 fráköst í fyrri hálfleik einum.

Okkar stúlkur sýndu yfirvegum í síðari hálfleik og eftir 5 mínútur í 3ja leikhluta, í stöðunni 47-48, gaf Grindavíkur stúlkur eftir og skoruðu aðeins 10 stig á síðustu 15 mínútum leiksins gegn 25 stigum Hamars. Betur gékk að stöðva Oosdyke sem skoraði aðeins 5 stig í síðar hálfleik.

Marín Laufey var öflug, sérstaklega í síðari hálfleik, með 20 stig og tók 18 fráköst, Di’Amber setti 20 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Fanney Lind skoraði 17/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 11/8 stolnir boltar og Jenný Harðardóttir 5 stig.  Öll tölfræði úr leiknum hér. 

Dagný Lísa var ekki með í kvöld vegna meiðsla en verður að öllu óbreyttu með gegn Val í næsta leik.

Þess má að lokum geta að Lárus Ingi formaður er veikur heima eftir dóm aganefndar sem byrtur var í dag. Þar er Hamri gert að greiða  15 þúsund í sekt fyrir framkomu hans í garð dómara í lok leiks Hamars og Keflavíkur á sunnudaginn. Spurning hvort formaðurinn hafi lagst undir feld út af sektarkennd? 

 Mynd: Guðmundur Erlingsson

Hamarsmenn halda áfram að bæta leikmönnum í hópinn sinn.  Logi Geir Þorláksson hefur skrifað undir félagaskipti frá Árborg. Logi Geir er fæddur árið 1994 og spilar sem framherji. Logi Geir lékk 9 leiki fyrir Árborg á síðasta tímabili. 

2013-11-25 19.34.34

 

Ingólfur og Logi Geir.

Við bjóðum Loga Geir velkominn í Hamar.

Hamar vs. Keflavík á sunnudagskvöldi og blíðviðri utan dyra en innan veggja í litlu Frystikistunni var engin lognmolla. Fjörugur leikur sem bauð upp á skotsýningu af bestu gerð, jafnan leik, fjölda þrista , mikið skor, virka áhorfendur, dómara- og leikmannamistök og drama eins og gengur. Svo fór að lokum að Keflavíkur-stúlkur hirtu sigurinn á síðustu mínútunum 86-91 eftir að hafa elt Hamarsstúlkur drjúgan hluta leiks.

Leikurinn byrjaði jafnt og skiptust á að setja stigin. Keflavík gerði gangsskör í stigaskorinu á 2ja mínútna kafla um miðjan fyrsta leikhlutann og brettu stöðunni úr 10-9 í 13-23 sem hendi væri veifað. Hamarsstúlkur réttu þó aðeins sinn hlut fyrir fyrsta hlé og 20-24 staðan að loknum fyrstu 10 mínútunum.

Annar leikhluti var sóknarleikurinn áfram allsráðnadi og Hamar fljótlega búnar að jafna og komust svo yfir 36-33.  Hér skal nefna að á fyrstu 4 mínúturnar í 2.leikhluta ringdi 6 þristum í röð (4 frá Hamri og 2 frá Keflavík) og spurning hvort ekki væri hægt að klikka á skoti í þessum leikhluta. Eftir leikhlé Kefvíkinga (í stöðunni 36-33) var staðan áfram jöfn allt fram í tepásu þar sem Hamar leiddi með 1 stigi þökk sé flautu-þrist hjá DiAmber, rétt innan miðjulínu og skemmtun fyrir allan peninginn.

Þriðji leikhluti var í sama dúr og áfram héldu liðin að leiða til skiptis en jafnt var á tölum 47-47, 49-49, 51-51, 53-53 56-56 og 61-61. Hamar náði þarna aðeins að skilja sig frá og vann að lokum leikhlutann 25-20 og leiddi fyrir lokaátökin 69-63.

Lokakaflinn var drama og heitt í áhorfendum sem létu vel í sér heira og voru í því að segja dómunum til eins og gengur en einnig að kvetja sitt lið. Hamar byrjaði leiklhutann með stigum frá DiAmber en Sara Hinriks svaraði jafnharðan í hinn endann.  Skorið dalaði aðeins um miðbik leikhlutans enda meira um átök og baráttu um alla lausa bolta. Staðan 73-73 þegar um 6 mínútur eru eftir en Hamar nær aftur örlitlu frumkvæði en Keflavík nær loks forustu þegar um 3 mínútur eru eftir, 76-78 með þrist. Gestirnir setja næstu  5 stigin í kjölfarið og sigurtilfinningin þeirra. Hamar minnkar muninn í 82-87 þegar rúm minuta er eftir en allt kom fyrir ekki og Keflavíkursigur tryggður á vítalínunni meðan heimastúlkur nýttu ekki skotin sín nema af vítalínunni.  86-91 sigur Keflavíkur.

Stöðva þurfti leikinn í þó nokkurn tíma þegar 15 sekúndur voru eftir þar sem Dagný Lísa Davíðsdóttir úr liði Hamars datt illa eftir frákastabaráttu og var flutt í sjúkrabíl til skoðunar. Nokkur hiti hljóp í menn og konur úr sveitum suðurlands þar sem dómaraparið sá sig ekki knúinn til að stöðva leikinn fyrr en einni sóknarlotu seinna þrátt fyrir að strax var ljóst að um alvarleg meisðsli gat verið að ræða og leikmaður var í andnauð.  Dagný Lísa slapp þó með skrekkinn og betur fór en á horfðist og ber að þakka aðkomu sjúkraþjálfara Keflavíkurliðsins sérstaklega sem tók á málum af fagmennsku. Ljóst að Dagný verður einhverja daga frá parketinu og líklegt að leikur við Grindavík núna á miðvikudag komi of snemma fyrir hana.

Þær sem báru af í Keflavík í þessum leik voru þær stöllur Sara Rún og Bryndís sem áttu frábæran leik inn í teig og settu samtals 57 stig og Bryndís með 39 framlagsstig. Porsche Landry var einnig drjúg og setti 20 stig/8 stoðsendingar og þar af einn drjúgan þrist í lokinn.

Hjá okkar stúlkum var Fanney á eldi, sérstaklega framan af leik og klikkaði varla á þrist í fyrri hálfleik. Setti Fanney 34 stig en næstar komu DiAmber með 20 stig/6 stoðsendingar og Marín 14 stig.

Aðrir molar;

  • Þjálfari Keflavíkur var fleiri mínútur inná vellinumen margur leikmaðurinn í þessu leik – fékk þó tiltal frá dómara en ekki fyrr en í 4.leikhluta og ekki er til tölfræði yfir spilaðar mínútur.
  • Hamar setti 12 þrista á móti 4 hjá Keflavík. Nýtingin 38% hjá Hamri en 31% hjá Keflavík.
  • Stig í teig voru 58 hjá Keflavík á móti 34 hjá heimastúlkum. Í fyrsta leikhluta tók Keflavík öll sín skot utan 1, inn í teig.
  • Hamar fékk 12 víti og hittu 8(67%) meðan Keflavík fékk 20 en setti 13(65%).
  • Aldrei var dæmt á 3 sekúndur, 1 sinni leið skotklukkan (24 sek) og aldrei var dæmt á 8 sek.
  • Tapaðir boltar voru 11 Hamars-megin en 14 hjá Keflavík.
  • Bryndís og Sara Rún voru með 64 framlagsstig af 104 hjá Keflavík eða 61%.
  • Fanney og DiAmber voru með 49 framlagsstig af 87 hjá Hamri eða 56%
  • 8 leikmenn spiluðu úr hvoru liði.
  • 14 sinnum var skipst á um forustu og 10 sinnum var jafnt.

 Öll tölfræði  á www.kki.is

 

Kvennalið Hamars tók þátt í fyrri turneringu á Íslandsmóti 3. deildar í Mosfellsbæ um liðna helgi. Lék liðið 5 leiki og vannst sigur í 4 og 1 tapaðist. Fjögur af þeim átta liðum sem þátt tóku eru mjög jöfn í efstu sætum og verður spennandi að fylgjast með stúlkunum í seinni hlutanum í febrúar. Nánri úrslit má sjá hér

Karlaliðið lék við Aftureldingu b í 1. deild, mánudaginn 11. nóv. og mátti þola tap 2-3 eftir hörkuspennandi viðureign. Hrinurnar fóru, 27-25, 19-25, 25-22, 13-25, 12-15.  Einnig fór fram fyrri hluti HSK móts karla í Hamarshöllinni, fimmtudaginn 14. nóv.,  þar sem Hamar tapaði tveim leikjum og vann einn. 

Myndir tók: Guðmundur Erlingsson,  sjá Hveragerði myndabær á Facebook.

  

Hamarsmenn halda áfram að bæta leikmönnum í hópinn sinn. Lúðvíg Árni Þórðarson hefur skrifað undir félagaskipti frá Stokkseyri. Lúðvíg er fæddur árið 1992 og getur leyst flestar stöður á vellinum. Lúðvíg lékk 11 leiki fyrir Stokkseyri á síðasta tímabili. 

2013-11-20 17.26.31

Ingólfur þjálfari og Lúðvíg Árni.

Við bjóðum Lúðvíg Árna velkominn til okkar í Hveragerði.

Hér koma viðtöl við nokkra efnilega krakka í yngri flokkum Hamars.

 

2013-11-18 20.44.39

Vadim Senkov

 

  Vadim er í 4.flokki.

 Hvað er uppáhalds liðið þitt?  Liverpool og Barcelona

 Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Neymar

 Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? 4 ár.

 Afhverju ertu að æfa fótbolta? Það er svo rosalega skemmtilegt.

 Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Skotæfingar, tækniæfingar, sendingaæfingar og spila.

 

 

 

 

2013-11-18 20.45.31

Óliver Þorkelsson

 

 

                                                                                                          Óliver er í 6.flokki.

Hvað er uppáhalds liðið þitt?  Manchester United og Real Madrid.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Cristiano Ronaldo.

Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? Ég byrjaði 4 eða 5 ára.

Afhverju ertu að æfa fótbolta? Það er svo gaman.

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingum? Spila og gera tækniæfingar.

 

 

 

 

2013-11-18 20.42.36

Janus Breki Kristinsson

 

 

 Janus Breki er í 7.flokki.

Hvað er uppáhalds liðið þitt? Hamar, Portúgal, Man Utd og Ítalía

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Ronaldo, Nani, Robin Van Persie og Wayne Rooney.

Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? Ég veit það ekki, mjög lengi.

Afhverju ertu að æfa fótbolta? Til að verða betri í fótbolta.

Hvað er skemmtilegast að gera á fótboltaæfingum? Spila á risastóru mörkin.

 

 

 

2013-11-18 20.41.43

Heikir Þór Kristinsson

 

                                                                                                     Heikir Þór er í 8.flokki.

Hvað er uppáhalds liðið þitt? Manchester United og Hamar.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Ég sjálfur og Janus bróðir minn.

Hvað er skemmtilegast að gera á fótboltaæfingum? Skora mörk.

Hvað ætlar þú að vera þegar þú ert stór? Fótboltamaður.

 

 

 

 

 

 

2013-11-18 20.43.42

Viðar Örn Svavarsson

 

Viðar Örn er í 5.flokki.

Hvað er uppáhalds liðið þitt? Barcelona og Liverpool.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn? Neymar, Messi og Daniel Sturridge.

Hvað ertu búinn að æfa fótbolta lengi? 5 ár.

Afhverju ertu að æfa fótbolta? Það er bara svo skemmtilegt.

Hvað er skemmtilegast að gera á fótboltaæfingum? Spila og gera tækniæfingar.

Síðastliðinn laugardag tók 7.flokkur þátt í fótboltamóti í Keflavík. Hamar og Ægir tefldu saman þrem liðum á mótinu. Margir voru að taka þátt í sínu fyrsta fótboltamóti. Krakkarnir sýndu lipra takta á mótinu og greinilegt að framtíðin er björt hjá þessum ungu fótboltasnillingum. Allir fengu svo verðlaunapening og pítsu í mótslok.

2013-11-18 19.57.17

Thoralf, Arnór, Ingimar, Hafrún Birna, Hallgrímur, Kamilla og Benedikt.
Þau kepptu í Þýsku deildinni.

 

2013-11-18 19.56.06

Halldór, Ronja Guðrún, Linda María, Elmar, Eric Máni, Þórður, Olga og Stefán Rúnar. Á myndina vantar Magnús Gunnar. Þau kepptu í Spænsku deildinni

 

2013-11-18 19.59.18

Axel, Emil, Lúkas, Janus, Arnór, Kristian, Birkir, Flosi. Þeir kepptu í íslensku deildinni. Erfitt var að ná almennilegri mynd af þeim í öllum fagnaðarlátunum eftir alla sigrana.

Þessir krakkar halda áfram að æfa af fullu krafti fyrir jólamót sem verður haldið í desember í Hamarshöll.

 

 

 

Þá er ljómandi góðu Unglingamóti HSK lokið.  Hamar varð í 2. sæti með 50 stig en Dímon á Hvolsvelli sigraði örugglega með 107 stig.
Okkar fólk stóð sig með sóma, margir yngri sundmenn kepptu á sínu fyrsta sundmóti og tókst vel upp. Dagbjartur Kristjánsson sigraði í öllum sínum greinum.
Það verður frí á morgun mánudag 18. nóvember en mætum svo þriðjudaginn 19. nóvermber hress og kát og höldum áfram að æfa vel, læra nýja hluti og bæta allt það sem hægt er að gera betur. Eitt það skemmtilegasta við sundiðkun er að það er endalaust hægt að bæta sig! Sjáumst hress.

Öll úrslitin á mótinu hér..úrslit

Nokkrar myndir frá mótinu ..

O     OO

Tindastólsmenn mættu í Frystikistuna í Hveragerði í kvöld, þeir mættu reyndar seinna en áætlað var, en seint koma sumir en koma þó. Leikurinn hófst því hálftíma seinna en áætlað var en hafði það þó enginn áhrif á leikinn. Tindastólsmenn hafa farið frábærlega af stað í deildinni og fyrir leikinn höfðu þeir unnið alla 4 leiki sína, Hamar hefur aftur á móti verið að spila undir getu og höfðu aðeins einn sigur fyrir leikinn. Leikurinn byrjaði eins og við mátti búast að Skagfirðingar höfðu eilítil undirtök en Hamarsmenn voru þó aldrei langt undan. Staðan eftir 4 mínútur 9-14. Örn Sigurðarson var hins vegar mættur aftur á völlinn í kvöld, en hann er ennþá að glíma við erfið meiðsli en lét hann mikið til sín taka og jafnaði hann leikinn í stöðunni 17-17. Hörkuleikur í gangi en staðan eftir fyrsta leikhluta 21-19 Hamri í vil.

Í öðrum leikhluta sýndu hins vegar Tindastólsmenn klærnar betur og voru komnir með 7 stiga forskot 26-33 þegar annar leikhluti var rétt um hálfnaður. Tindastólsmenn héldu síðan áfram að keyra á Hamarsliðið sem vantaði sjálfstraustið í sóknarleikinn og fóru Sauðkræklingar með 10 stiga forskot í hálfleik 31-41.

Síðari hálfleikur hófst svo líkt og sá fyrri endaði með því að Tindastóll jók forskotið hægt og bítandi. Fyrstu 3 mínútur leikhlutans fóru 12-4 fyrir Tindastól og staðan orðin 53-35. Þarna mátti sjá getu mun liðanna þrátt fyrir að leikur Hamarsmanna hafi lagast mikið frá síðustu leikjum. Tindastóll vann þriðja leikhlutan 29-20 og var staðan því ansi vænleg fyrir loka fjórðungin 51-70.

Síðasti leikhlutinn var þó með meira jafnvægi og virtust Hamarsmenn ekki ætla gefa tommu eftir þrátt fyrir að mikill munur var uppi á töflunni. Leikurinn spilaðist þó mikið á vítalínunni en Tindastóls menn fengu heil 42 vítaskot í leiknum og oft á köflum virtist miklu máli skipta hvort það væri Jón eða Séra Jón sem átti í hlut þegar brotið var. Villu staðan endaði 31-18 sem dæmi má nefna. Engu að síður voru það Tindastólsmenn sem sæktu fyllilega verðskuldað í sinn 5 sigur í röð og verður að segjast að þeir líti gríðarlega vel út, Loka tölur 73-94

Atkvæðamestur hjá Hamarsmönnum var Danero Thomas með 25 stig en næstur honum var Halldór Gunnar með 16 stig. Hjá Tindastól var Antoine Proctor með 21 stig og 9 fráköst og síðan kom Darrel Flake með 20 stig og 11 fráköst og Helgi Margeirsson setti niður 19 stig.