Posts

Grindavík í heimsókn í Hveragerði á laugadaginn og allir kátir. Lárus Ingi formaður Hamars meira að segja með nammipoka í hálfleik enda nammidagur.
Stelpurnar frá Grindavík voru ekki í neinni skemmtiferð, heldur komnar til að vinna og náðu strax að setja Hamar út af laginu með góðri pressu. Þetta skilaði nokkrum töpuðum boltum að hálfu heimakvenna sem sáu 33 stig gestanna í 1.leikhluta gegn 18. Aðeins þéttist varnarleikur hjá Hamri í 2. leikhluta meðan Grindavík gat leyft sér að rúlla vel á sínum mannskap. Hamar vann leikhlutann 21-18 og 39-51 í hálfleik. Fremstar í stigaskori fóru Sydnei Moss hjá Hamri með 14 stig en hjá Grindavík, Rachel með 17.
Hér var komið nóg að hálfu Sverris, þjálfari Grindavíkur sem var grimmur út í allt í kringum sig og smitaði það í Grindavíkurliðið sem náðu með áræðni þægilegri forystu aftur sem hélst þetta 9-18 stig það sem eftir lifði leiks. Hamar hélt sig að mestu í 3-2 svæðisvörn sem var ekki að virka nógu vel. Þriðja leikhluti vann Grindavík 19-25.
Þegar um 3 mínútur lifðu leiks var staðan 71-82 og Hamar var aðeins að ná að þétta vörnina en í tvígang geigaði 3ja stiga skot heimakvenna á næstu mínútunni og úr varð að gestirnir silgdu þessu nokkuð öruggt heim 74-88. Öflug byrjun Grindavíkurkvenna dróg bitið úr heimsatúlkum sem misstu aðeins trúna á verkefninu á tímabili. Hamar vann þó 2 leikhluta í dag og þurfa að hafa aðeins meiri trúa á sér því batamerki eru klárlega á liðinu.
Gestunum er óskað gleðilegrar bikarkeppni áfram og þeirra bestu konur í dag voru Rachel Tecca með 27 stig/11 fráköst og María Ben með 14 stig. Í Hamri bar mest á Sydnei Moss með 30 stig og Salbjörg með 11 stig/13 fráköst.
Næsti leikur hjá Hamars stúlkum er við KR í Vesturbænum á miðvikudaginn 10.desember kl. 19:15 og hvetjum fólk að kíkja við í DHL höllinni þá og hvetja okkar stelpur.
Tölfræði úr leiknum á laugardaginn.

Síðastliðinn laugardag fóru stúlkurnar okkar í Kópavoginn og spiluðu við Breiðablik, þetta var annar leikurinn með nýjan erlendann leikmann og smá spenna í hópnum fyrir leiknum þar sem Breiðablik hafði unnið fyrri leik þessara liða í Hveragerði.  Það er óhætt að segja að aðeins hafi verið farið að fara um stuðningsmenn Hamars eftir fyrsta leikhluta því Breiðablik hafði tekið öll völd á vellinum síðustu tvær og hálfa mínúttuna og skorað síðustu tíu stig leikhlutans (20-12).  Allt annað Hamarslið mætti hinsvegar til leiks í öðrum leikhluta og tóks stelpunum okkar að halda Breiðablik í sex stigum allan annan leikhluta á meðan okkar lið skoraði sextán stig. Það var því mun léttara yfr áhorfendum og stelpunum í hálfleik en verið hafði tíu mínúttum áður og leiddu Hamarsstúlkur í 26-28.  Í þriðja leikhluta var nokkuð jafnræði með liðunum þótt Hamar hafi unnið leikhlutan með fjórum stigum (44-50). Það var síðan í fjórða leikhluta sem leiðir skildu og þægilegum sextán stiga sigri landað (50-66) og vonandi verður þetta neistinn sem þarf til að kveikja í liðinu fyrir jólatörninna. Ekki er hægt að ljúka þessari umfjöllun án þess að minnast á flottan leik Kristrúnar Rutar sem skoraði 9 stig, klikkaði ekki á tveggja stiga skoti, gaf 5 stoðsendingar og reif til sín 4 fráköst, sannarlega flottur leikur hjá henni. Í lokinn er svo rétt að minna á næsta heimaleik hjá stelpunum sem er gegn Haukum á miðvikudag 3.des kl 19.15

 

Sydnei Moss  25 stig og 12 fráköst

Þórunn Bjarnad  11 stig og 3 fráköst

Kristrún Rut  9 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar

Sallbjörg (Dalla)  8 stig og 9 fráköst

Sóley  5 stig og 10 fráköst

Heiða  6 stig og 6 fráköst

Helga Vala 2 stig

Helgin 8.-9. Nóvember

  • Minni bolti stúlkur (5-6 bekkur), spilar í Grindavík.
    • Laugardag við Njarðvík kl 13.30 og við Grindavík kl 15.30
    • Sunnudag við KR kl 09.30 og Keflavík kl 12.30
  • 7. Flokkur strákar (7. Bekkur), spilar í Ásgarði í Garðabæ, allir leikir á Laugardag
    • Kl 11.00 við Grindavík, kl 12.00 við Fjölnir og kl 15.00 við Stjörnuna
  • 9. Flokkur kvenna (9 bekkur) í Stykkishólmi.
    • Laugardagur við Skallgrím kl 15.30 og Hauka kl 18.00
    • Sunnudagur við Tindastól/Kormák kl 11.15 og Snæfell kl 13.45
  • 10. Flokkur karla (10 bekkur)
    • Laugardagur við Tindstóll/Kormákur kl 15.15 og Þór Ak kl 16.30
    • Sunnudagur við Tindastóll/Kormákur kl 09.00 og Þór Ak kl 11.30

Helgin 15.-16. Nóvember

  • Minni bolti strákar (5-6 bekkur), ekki komin staðsettning
  • 7. Flokkur stúlkur (7 bekkur), Suðurnesin
  • 9. Flokkur strákar, Seljaskóli í Breiðholti
  • 10. Flokkur stúlkur, Hafnarfjörður eða Hveragerði

Helgin 22.-23. Nóvember

  • 8. Flokkur stúlkur, ekki komin staðsetning
  • 8. Flokkur strákar, ekki komin staðsetning

 

 

Yngri flokkar Hamars 25.-26. okt. 2014

Krakkarnir í áttunda flokki karla og kvenna voru að keppa helgina 25.-26. Október á íslandsmótinu, stelpurnar spiluðu í Garðabæ og strákarnir í Hveragerði. Báðir þessir flokkar eru í samstarfi Hrunamanna og Hamars og báðum þessum flokkum gekk mjög vel á sínum mótum. Stelpurnar spiluð í B-riðli og voru spilaðir tveir leikir á laugardegi og tveir leikir á sunnudegi, strákarnir spiluð hinsvegar bara tvo leiki þar sem Afturelding boðaði forföll og spiluðu þeir sína leiki á laugardeginum í Dalnum. Líkt og áður sagði þá spiluðu bæði liðinn flottan körfubolta og var sérstaklega gaman að Myndbær Hvergerðis kom í heimsókn og náði nokkrum frábærum myndum af strákunum.

Stúlkur

Hamar/Hrunamenn – Stjarnan  39-15

Hamar/Hrunamenn – Ármann  35-37

Hamar/Hrunamenn – Haukar  28-29

Hamar/Hrunamenn – Breiðablik  34-23

Strákar

Hamar/Hrunamenn – ÍR  32-30

Hamar/Hrunamenn – ÍR b  71-7

 

Myndir af strákunum má sjá á Facebook síðu Hveragerði Mynda-bær eða í myndasafni körfuboltans hér á síðunni

10. flokkur kvenna

Helgin var viðburðarík hjá yngri flokkum Hamars og var farið um víða vegu í keppnisferðir Stelpurnar í 10. Flokki voru að spila á Hvammstanga þar sem þær öttu kappi við Snæfell og sameiginlegt lið Kormáks og Tindastóls. Það er óhætt að segja að stelpurnar hafi verið afskaplega heppnar með keppnishelgi þar sem Hvalfrjarðargönginn voru lokuð og farið var nokkur ár aftur í tíman og Hvalfjörðurinn keyrður. Það er þó með þetta eins og önnur keppnisferðalög að ef góða skapið er með í för það verður allt miklu léttara og það var rauninn að þessu sinni.  Því miður vanns ekki sigur í þessari ferð en allri komu þó sáttir heim J

-Hamar – Snæfell  29-53

-Hamar – Kormákur/Tindastóll  34-53

IMG_0346

 

9. flokkur karla

Strákarnir í 9. Flokk Hamars þurftu að fara aðeins styttra en stelpurnar í 10. Flokk og var þeirra mót haldið í íþróttahúsi kennaraháskólans í Reykjavík. Strákarnir þurftu að byrja í D-riðli þar sem Hamar dróg lið sitt úr keppni síðastliðinn vetur og til að gera langa sögu stutta þá unnu strákarnir alla sína leiki örugglega og spila því í C-riðli næst, frábært hjá strákunum og vonandi gengur jafnvel á næsta móti.

-Hamar – Ármann  62-53

-Hamar – KFÍ  68-28

-Hamar – Njarðvík b  63-44

 

7. flokkur kvenna

Stelpurnar í 7. Flokki spila í sameiginlegu lið með Hrunamönnum og voru þær að spila í A-riðli, mótið var haldið að Flúðum og voru spilaðir tveir leikir á laugardag og tveir leikir á sunnudag. Á laugardeginum spiluðu stelpurnar fyrst við KR þar sem öruggur sigur vannst og eftir það spiluðu þær við ríkjandi Íslandsmeistara úr Grindavík þar sem um hörkuleik var að ræða, stelpurnar töpuðu leiknum með þremur stigum en geta verið virkilega stoltar og sýndu svo sannarlega að þarna eru fullt af efnilegum stúlkum á ferðinni.  Sunnudagurinn hófst svo á leik við Keflavík þar sem okkar stelpur virtust ekki alveg vera komnar á fætur og tapaðist hann því miður en gengur bara betur næst. Síðast leikurinn á mótinu var síðan gegn Njarðvík og þar var sigur okkar stúlkna aldrei í hættu og góður endir á góðri helgi sem fer svo sannarlega í reynslubankann hjá stelpunum.

-Hrunnamenn/Hamar – KR  77-12

-Hrunamenn/Hamar – Grindavík  39-42

-Hrunamenn/Hamar – Keflavík  21-34

-Hrunamenn/Hamar – Njarðvík  44-38

 

Minni bolti karla

Hamar-Hrunamenn og Þór senda sameiginlegt lið til keppni í þessum aldurshópi og voru strákarnir að keppa í Stykkishólmi, spilaðir voru tveir leikir á laugardag og tveir leikir á sunnudag.  Strákarnir voru að spila í B-riðli og annsi mörg stór félög sem keppt var við, á laugardeginum var byrjað á að spila við Fjölni þar sem öruggur sigur okkar manna var staðreynd og allt í blóma. Seinni leikurinn á laugardeginum var síðan gegn Njarðvík og okkar menn enn í gírnum og öruggur sigur staðreynd og frábær laugardagur að kveldi kominn. Á sunnudeginum var síðan fyrri leikurinn við  Grindavík og fyrirfram ljóst að erfit verk væri fyrir höndum, strákarnir stóðu sig hinsvegar frábærlega og lönduðu fjögura stiga sigri og allt í blóma líkt og Blómstrandi dögum í Hveragerði J.  Síðasti leikurinn hjá strákunum var síðan við Snæfell og fyrir hann orðið ljóst að okkar strákar væru búnir að tryggja sér sæti í A-riðli og auðvitað kláruðu strákarnir verkið með sóma þar sem öruggur sigur á Snæfell var staðreynd. Frábærri helgi lokið og allir gátu haldið sáttir heim J

-Hrunamenn/Þór/Hamar  – Fjölnir  53-28

-Hrunamenn/Þór/Hamar – Njarðvík  75-29

-Hrunamenn/Þór/Hamar – Grindavík  35-31

-Hrunamenn/Þór/Hamar – Snæfell  59-36

Helgina 11.-12. Október var nóg um að vera hjá yngri flokkum Hamars í körfuknattleik. Í vetur eru flestir yngri flokkar hjá kkd Hamars í samstarfi við Hrunamenn og er það samstarf að virka virkilega vel þar sem það virðist vera að flestir flokkar hjá okkur passa mjög vel saman þannig að allir eru að fá verkefni við hæfi. Helgina 11.-12. október voru fjórir yngri flokkar að keppa á íslandsmóti og er óhætt að segja að farið hafi verið víða, Minni bolta stelpurnar fóru að Flúðum að keppa í A-riðli þar sem spila fimm sterkustu lið landsins í þeim aldurshópi og náðu þeim frábæra árangri að halda sér í A-riðli þrátt fyrir að vera flestar á yngra ári í þessum hópi.  Strákarnir í 7. Flokk fóru í aðeins lengra ferðalag þar sem þeir keyrðu í Stykkishólm og spiluðu í B-riðli og enduðu í öðru sæti sem er líka mjög góður árangur. Stelpurnar í 9. Flokk fóru síðan í Borgarnes og spiluðu þar í C-riðli sem þær unnu og eru því komnar í B-riðil næst, frábært hjá þeim.  Að lokum voru svo strákarnir í 10. Flokk að spila í C-riðli í Hveragerði þar sem þeir enduðu í öðru sæti og ná vonandi að komast upp í B-riðil næst. Eins og sést af þessari upptalningu þá er nóg um að vera hjá kkd Hamars og nóg framundan þar sem Hamar sendir tíu flokka til keppni á íslandsmóti körfuknattleikssambands íslands og þá eru ótalin þeir krakkar sem keppa á opnum mótum í 10 ára og yngri.

Minni bolti stúlkur          A – riðill

Hrunamenn/Hamar       13 – 64                  Njarðvík

Hrunamenn/Hamar       12 – 42                  Keflavík

Hrunamenn/Hamar       14 – 57                  Grindavík

Hrunamenn/Hamar       40 – 28                  Grindavík b

 

7. flokkur strákar B – riðill

Hamar/Hrunamenn       17 – 50                  Grindavík

Hamar/Hrunamenn       37 – 30                  Snæfell

Hamar/Hrunamenn       25 – 45                  Njarðvík

 

9. flokkur stúlkur C – riðill

Hrunamenn/Hamar       35 – 25                  ÍR

Hrunamenn/Hamar       39 – 20                 Skallagrímur

 

10. flokkur strákar

Hamar/Hrunamenn       32 – 45                   Skallagrímur/Reykdælir

Hamar/Hrunamenn       58 – 47                  Afturelding

Hamarsmenn kíktu í Vodafone-höllina á fimmtudagskvöldið og léku við heima menn í Val.
Það er óhætt að segja að leikurinn hafi verið sveiflukenndur þar sem liðin skiptust á að gera áhlaup hvort á annað.

Leikurinn fór jafnt af stað og leiddu Hamarsmenn 4-5 þegar tvær mínútur voru liðnar af leiknum. Valsmenn hættu þó að setja skotinn sín og gegnu Hamarsmenn á lagið og tóku 8-0 sprett 4-13. Í þeirri stöðu fékk Danero sótta villu á Snorra en í leiðinni tæknivillu á sjálfan sig og tók því Ágúst þjálfari Vals leikhlé. Hamarsmenn létu kné fylgja kviði og kláruðu leikhlutann sterkt með lokaskoti frá Halldóri sem setti þrist niður á sama tíma og flautan gall, staðn 10-24 og litu Hamarsmenn vel út. Halldór var ekki búinn að segja sitt síðasta með þessu skoti því hann setti tvo þrista í byrjun annars leikhluta og leiddu Hamarsmenn með 20 stigum 12-32. En þá tók við skelfilegur kafli, Sömu menn og virtust ætla að ganga frá Valsmönnum breytust í litla stráka sem gerðu mistök líkt og byrjendur var að ræða, vörnin hrundi líkt og spilablokk og enginn trú var í skotunum. Valsmenn minnkuðu muninn niður í 4 stig 28-32 og útlitið ansi svart. Þeir náðu þó aðeins að berjast undir lok hálfleiksins og staðan 34-39 Hamri í vil.

Síðari hálfleikur fór vel af stað og aftur voru Hamarsmenn mættir til leiks með Julian Nelson í broddi fylkingar. Örn Sigurðsson setti síðan niður 3 stiga körfu og Julian einnig og staðan kominn aftur uppí 19 stig, 40-59. Valsmenn löguðu þó stöðunna örlítið fyrir lokaleikhlutann og staðan 50-64. Hamarsmenn virtust ætla að sigla þægilegum sigri í höfn en þeir héldu 15 stiga forskoti þegar 7 mínútur voru til leiksloka 60-75. En þá gerðist aftur eitthvað sem engum gat dottið í hug að gæti skeð. Menn fóru að kasta boltanum frá sér hægri vinstri og skrefa og alls konar tapaðir boltar fengu að lita dagsins ljós. Það var svo þegar að ein og hálf mínúta var til leiksloka að maður var farinn að sjá tapið. Bjartmar fékk þá dæmd á sig skref aðra sóknina í röð og lét óánægju sína bitna á greyið boltanum sem ekkert hafði gert, við það uppskar hann tæknivillu og þar með sína fimmtu villu, afar vandræðalegt hjá Bjartmari. Danero setti vítið niður og staðan skyndilega orðin 71-77, Valsmenn reyndu þrist en skotið hjá Benedikt leikmanni Vals geigaði, sem kom þó engum í opna skjöldu þar sem hann hafði einungis hitt einu skoti utan af velli í 12 tilraunum, og Hamarsmenn áttu innkast. Nú gat maður andað léttar, eða það hélt maður að minnsta kosti, en Nei, Þorsteinn kastaði í gegnum klofið á Erni og útaf og því áttu skyndilega Valsmenn innkast og aftur komnir inní leikinn. Valsmönnum tókst þó ekki að nýta sóknina og sluppu Hamarsmenn með skrekkinn í þetta skiptið. Endaði leikurinn með 12 stiga sigri 71-83. Margir hlutir þurfa að lagast ef ekki á illa að fara æi næsta leik, vörnin var ekki til staðar og megum við þakka fyrir hræðilega skotnýtingu hjá Valsmönnum sem hittu einungis úr 3 skotum í 33 tilraunum utan af velli. Þó má ekki gleymast að líta á jákvæðu hliðarnar í leik Hamars en þeir spiluðu fínan sóknarleik á köflum og ekki er hægt að saka alla um lélegan varnarleik.

Bestur í liði Hamars var Þorsteinn með 12 stig og 23 fráköst, næstur var Julian Nelson með 29 stig og 5 fráköst, en hann þarf þó aðeins að bæta leik sinn, Halldór skilaði fínum mínútum í sóknarleiknum og skoraði 15 stig, Gaman var að sjá Örn koma til baka en hann átti fína kafla í leiknum og endaði með 11 stig og 6 fráköst, Snorri spilaði fína vörn og ekkert hægt að setja út á hann, en hann meiddist undir lok leiks og óskum við honum skjóts bata. Bjartmar átti ekki sinn besta dag og var hann að tapa boltanum of mikið, þó gerði hann vel í að finna samherja sína á köflum og skilaði hann 6 stoðsendingum, aðrir sem komu af bekknum voru fínir, þó þarf meiri grimmd og ákefð í menn fyrir næsta leik sem er á föstudaginn næsta gegn Blikum úti.

Stelpurnar okkar voru virkilega flottar á Cheeriosmótinu og stóður sig með stakri príði jafn utan vallar sem innan, sannarlega framtíðarstúlkur þarna á ferði 🙂

Nokkrar myndir hér að neðan frá mótinu, bæði hjá strákunum og stelpunum okkar.

[nggallery id=28]

Fimm og hálfur Hamarsmaður á þessari mynd af strákunum í öðrum bekk og Darra Hilmars KR-ing og fyrrum Hamarsmanni.

 

Nokkrar myndir hér að neðan frá mótinu, bæði hjá strákunum og stelpunum okkar.

[nggallery id=28]

Strákarnir úr þriðja og fjórða bekk með tveimur af íslandsmeisturum karla úr KR eftir vel heppnað Cheeriosmót í KR-heimilinu

 

Nokkrar myndir hér að neðan frá mótinu, bæði hjá strákunum og stelpunum okkar.

[nggallery id=28]