Posts

Flottur Hamars sigur á nýju ári.

Stelpurnar okkar með góðan og verðskuldaðan sigur í dag á Grindavík sem spiluðu án kana núna og Embla farin í Keflavík en okkar stelpur ekki með Þórunni og Bjarney sem vanalega drippla. Það kom ekki að sök og allar lögðu sitt að mörkum til sigurs. Systraveldið úr Laugarskarði skilaði sínu og Helga Sóley skilaði góðum leik en annars var liðsheldin mjög flott í dag.

Grindavík spiluðu aðeins á uppöldum stelpum líkt og Hamar í dag. Mikið um tapaða bolta en drengilega tekist á í vörn. Skotnýtingin var lélég framan að og afar slöpp í 3. leikhluta sem fór 9-9. Grindavík var í forustu fyrir síðasta leikhluta 38-39. Það var hinsvegar frábær leikur Álfhildar í síðasta leikhluta sem setti tóninn og Hamar vann hann með 26 stigum gegn 18 stigum gestanna og munaði þar mikið um villuvandræði Grindavíkur sem og að hittnin hrökk í gang hja okkar stelpum og lokatölur 64-57. Sigri vel fagnað í leikslok. 

Tölfræðin eitthvað skrítin en það vantaðu töluvert upp á skráð fráköst á bæði lið. Álfhildur var aðeins skráð með 8 fráköst í öllum leiknum en augljóst var að þau voru mun fleiri og allt liðið mjög öflugt í fráköstum í dag.

Álfhildur með 23 stig og Helga Sóley með 15 stig hjá okkar stelpum en aðrar minna. Hjá Grindavík var Halla í ham (23 stig) en hún var með frábæra innkomu af bekk og skotnýtingu upp á 100% utan af velli en 76% frá vítalínunni, þar á eftir kom Natalía Jenný með 14 stig.

Tölfræði úr leiknum

 

Fjölnir betri í Frystikistunni i dag þegar þær gulklæddu komu í heimsókn. Leikurinn var jafn framan af þar sem Fjölnir bjóst kannski við léttum leik en heimastúlkur héldu í við þær gulklæddu nánast fram í tepásuna. Helga Sóley var á 4 villum eftir pásu og munaði um það fyrir heimakonur meðan Fjölnir fann smjörþefinn af sigrinum rétt fyrir hlé og kláruðu í raun leikinn í 3. leikhlutanum. Kjarninn var góður hjá Fjölni og breyddin góð.

Þáttaskilin komu klárlega í lok 2. Leikhluta og þeim 3. þar sem Fjölnir pressaði út um allan völl og vann 3. leikhlutann með 18 stigum (7-25) þar sem ekkert gekk hjá heimastúlkum.

Tölfræðin lýgur ekki en stig eftir tapaða bolta (“turnover”) voru 23 hjá gestunum meðan Hamar var með 2 stig úr stolnum. Eins komu 32 stig af bekknum hjá Fjölni meðan breiddin var ekki eins góð hjá Hamri. Jafnt var 27-27 þegar 7 mínútur voru búnar af 2.leikhluta en í hálfleik var 29-38 fyrir Fjölni og í raun “gameover” í 3ja leikhluta.

Leikhlutarnir fóru; 15- 17, 14 – 21, 7 – 25, 19 – 9 og lokatölur því 55-72.

Okkar stelpur eru að sýna framfarir frá fyrsta leik í haust og klárlega bæting á mörgum sviðum sem og klárt að þær geta bætt sig enn frekar. Leikgleðin og baráttan er ekkert að dvína, það er líka klárt þannig að þetta getur ekki annað en verið klárt í næsta leik. Stigahæstar hjá okkar konum voru þær Gígja Marín 12 stig, Bjarney 11 stig og Álfhildur 10 en aðrar mina. 

Tölfræði leiksins 

Mynd frá Karfan.is / Bára Dröfn

KR stúlkur voru góðar í kvöld þegar þær unnu okkar stúlkur 44-82 en allt í reynslubankann hja okkar konum.

Þáttaskil

Þáttaskilin komu í 2. og 3. leikhluta þegar KR kláraði leikinn og í raun var staðan í hálfleik það afgerandi að lítil spenna var í leiknum og báðir þjálfarar rúlluðu á öllum sínum mannskap.  

Tölfræðin lýgur ekki

23-42 í hálfleik og bara helgin framundan hjá báðum liðum. Tölfærðin var öll gestunum í vil og engin einn leikmaður sem skaraði fram út í stigaskori eða frákastagleðinni. Dómararnir voru í aðalhlutverki með fjöldan allan af villudómum(55) í annars ekki svo grófum leik. Lokatölur 44-82 en samt vann Hamar síðasta leikhlutann 17-12 sem smá sárabætur.

Kjarninn

Hamars konur voru ragar að sækja á körfuna og sýndu ekki sama leik og td. í Grindavík fyrir 2 vikum þar sem trúin var klárlega meiri en gegn KR í kvöld. KR er með meiri breidd og kjarnan ungar stelpur með reynsluboltum inn á milli og stefnir allt í að þær fari upp um deild, annað er stórslys. Það var í raun miklu betra flæði á leik KR eftir að Desiree Ramos fór á bekkin í 1.leikhluta með 3 villur.

Góður dagur hjá liðsheild KR og Hamars konur komst ekki skrefinu lengra en KR vörnin leyfði þeim.

Slæmur dagur… mikið sem Hamarskonur þurfa að æfa vítaskotin og enn einn slæmur dagur á vítalínunni. Allt Hamarsliðið getur miklu betur en samt enginn að tapa gleðinni í blómabænum.

 

Tölfræði

http://www.fibalivestats.com/u/KKI/646638/bs.html

 

 

Hamars stúlkur hrukku í gang of seint fyrir þegar ÍR kom í heimsókn í 1. deildar körfunnar þetta þriðjudagskvöldið. Eftir skelfilega skotnýtingu og mikið af mistökum framan af leik var staðan 23-38 fyrir síðasta hlutann og ekki mikil skorað. Það varð samt  skyndilega úr spennuleikur í Hveragerði þegar okkar stelpur rifu sig í gang og skoruðu 18 stig í síðasta leikhluta á móti 5 stigum ÍR. Það var einkum 2 stórir þristar frá Helgu Sóley undir lokin sem “kveikti” í áhorfendum og liðinu. Þetta reyndist samt of seint þar sem síðasta skot leiksins geigaði hjá Þórunni þegar leiktíminn var að renna út, lokatölur 41-43 fyrir ÍR. Ef og hefði og allt það en ÍR fagnaði vel sínum fyrstu stigum í vetur. Hamarsstúlkur fundu ekki fjölina sína í skotum framan af leik en ÍR konur voru klókar og miklu áræðnari í byrjun leiks þar sem  þær lögðu grunn að sigrinum .

16-26 í hálfleik segir sitt um skotnýtingu beggja liða. Í lokin var ÍR með 30% FG nýtingu meðan Hamar var með 10% í hálfleik en náði nýtingunni upp í 18% í heildina með óttrúlegum lokakafla. Hamar vann aðeins einn leikhluta, þann síðasta.

Kjarninn.   ÍR konur miklu sterkari í fyrri hálfleik og Hamarsstúlkur algerlega heillum horfnar með skotnýtingu einhverstaðar í kjallara Frystikistunnar. Skotnýting Hamarskvenna var þeim helst að falli en ÍR hélt haus og áttu heilt yfir sigurinn skilið.

Góður dagur hjá Hönnu Þrastardóttur hjá ÍR sem setti 14 stig og 18 framlagsstig meðan Þórunn Bjarnadóttir stýrði leik Hamars og skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og með 4 stoðsendingar. Helga Sóley kom næst með 7 stig en var frekar óheppin í sínum skotum þar til hún kom með tvo “flugelda” í lokin.

Tölfræði úr leiknum

Það er körfuknattleiksdeild Hamars mikil ánægja að segja frá því að nú í vetur verður aftur starfræktur meistaraflokkur kvenna. Fyrsti leikur hjá Hamarsstelpum verður sunnudaginn 8. Október gegn KR í vesturbæjnum og hvetjum við sem flesta til að gera sér ferð til Reykjavíkur og styðja stelpurnar. Liðið hefur verið að æfa síðan um miðjan júlí og samanstendur æfingahópurinn af um 20 stúlkum á mismunandi aldri, allt frá því að vera enþá á grunnskólaaldri og alvega að nálgast fjórða tugin. Þetta teljum við mikið styrkleikamerki fyrir kvennakörfuna því þótt eldri leikmenn hafi allajafna ekki jafn mikin tíma aflögu til að sinna íþróttinni hafa þær þó svo ótrúlega mikla reynslu sem þær geta deild með yngri stúlkunum. Einnig sýnir þetta að körfubolti er fyrir alla og gamla mítan um að stelpur hætti þegar búið er að stofna fjölskyldu þarf ekki að vera eitthvað lögmál.

Körfuknattleikssamband Íslands hefur valið 35 manna æfingahópur í U16 landslið drengja. Verkefni þessa landsliðs verða tvö sumarið 2018 þar sem bæði verður sent lið til keppni á Evrópumót og Norðurlandamót. Einn Hamarsdrengur er í þessum hópi sem ætti að vera öðrum yngri flokka iðkenndum hjá körfuknattleiksdeild hvatning til að leggja hart að sér og setja markið hátt í körfuboltanum. 

Nú í sumar fóru tvær af okkar efnilegustu körfuknattleiksstúlkum í keppnisferð til Kaupmannahafnar með U15 ára landsliði Íslands. Þetta eru þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir, að sjálfsögðu voru þær bæði sjálfum sér og ekki síður sínu íþróttafélagi til sóma og stóðu sig frábærlega að sögn landsliðsþjálfarans. Árangur stúlknanna er gott dæmi um hvaða árangri er hægt að ná með viljan og dugnaðinn að vopni. 

Í dag spilaði 5. flokkur Hamars og samstarfsfélaga sinn fyrsta leik á íslandsmóti sumarið 2017. A og B lið voru að spila við Reynir í Sandgerði og auðvitað stóðu strákarnir sig afskaplega vel, A liðið okkar vann sinn leik 7-1 og B liðið gerði 1-1 jafntefli í leik sem hefði getað endað 5-1 fyrir okkar mönnum en markvörður Reynis var í banastuði og varði frábærlega mörg dauðafæri okkar manna, framtíðinn er björt og áfram Hamar alltaf allstaðar 🙂

 

 

 Körfuknattleiksnámskeið í íþróttahúsinu v/Skólamörk 
Námskeiðshaldari: Körfuknattleiksdeild Hamars.
Aldur: Börn f. 2005 – 2008, stelpur og strákar.
Áhersla á grunnæfingar í körfuknattleik, tækni og leikskipulag. Lögð verður jöfn áhersla á varnar og sóknarleik. Námskeiðið er mánudaga – fimmtudaga, frá kl 15.30-16.30.
Tímabil: 
Námskeið 1: 29. maí – 22. júní.
Námskeið 2: 26. júní – 20. Júlí.
fjórar æfingar í viku á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl 15.30 – 16.30. 
Verð: kr. 5.000, 20% systkinaafsláttur.
Skráning og upplýsingar: Þórarinn Friðriksson í síma 861 7569, totifrikk@gmail.com