Posts

Árlega veitir íþrótta og æskulýðsnefnd í Hveragerði þeim einstaklingum sem búsettir eru í Hveragerði og hafa náð góðum árangri í sínum íþróttagreinum viðurkenningu. Val þetta er jafnan kunngert á milli jóla og nýárs og að þessu sinni voru tveir einstaklingar sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í körfuknatteik. Dagný Lísa Davíðsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur með yngri landsliðum íslands árið 2015. Einnig fékk Ragnar Nathanelsson viðukenningu fyrir góðan árangur með A landsliði íslands á Evrópumótinu nú í haust, í lokinn var svo tilkynnt hver hefði hlotið viðukenningu sem íþróttamaður Hveragerði árið 2015 og körfuknattleiksfólki til mikillar gleði var Ragnar valinn íþróttamaður Hveragerðis að þessu sinni. Körfuknattleiksdeild Hamars óskar þessu glæsilega íþróttafólki til hamingju með þessar viðurkenningar.

Benedikt Guðmundsson þjálfari 16. Ára landsliðs körfuknattleikssambands íslands hefur valið 24 manna landsliðsúrtak. Þau ánægjulegu tíðindi komu þar að einn af okkar efnilegri strákum var valin til æfinga og auðvitað vonum við að honum gangi sem best þar og komist alla leið í gegnum niðurskurðinn. Sannarlega glæsilegt hjá þessum unga og bráðefnilega strák, ekki nokkur vafi á að hann á eftir að veita okkur Hvergerðingum margar ánægjustundir í Frystikistunni.

Landsliðshópur U16

Alex Rafn Guðlaugsson · KR
Alfonso Söruson Gomez · KR
Arnar Geir Líndal · Fjölnir
Arnar Smári Bjarnason · Skallagrímur
Arnór Sveinsson · Keflavík
Aron Ingi Hinriksson · Snæfell
Benjamín Þorri Benjamínsson · Þór Þorlákshöfn
Björn Ásgeir Ásgeirsson · Hamar
Brynjar Atli Bragason · Njarðvík
Daníel Bjarki Stefánsson · Fjölnir
Danil Kirjanovski · KR
Einar Gísli Gíslason · ÍR
Elvar Snær Guðjónsson · Keflavík
Guðlaugur Hrafn Kristjánsson · Breiðablik
Hafsteinn Guðnason · Breiðablik
Hermann Gestsson · Haukar
Hilmar Pétursson · Haukar
Hilmar Smári Henningsson · Haukar
Ingvar Hrafn Þorsteinsson · ÍR
Leó Steinn Larsen · Breiðablik
Magnús Þór Guðmundsson · Fjölnir
Sigvaldi Eggertsson · ÍR
Smári Sigurz · Fjölnir
Þorsteinn Breki Eiríksson · Breiðablik

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari: Sævaldur Bjarnason

Nú um helgina, 28.-29. Nóvember munu strákarnir og stelpurnar í áttunda flokki spila aðra umferð á íslandsmótinu. Stelpurnar spila í Keflavík í A riðli, fimm bestu lið á landinu, á meðan strákarnir spila í B riðli, sæti 6-10 yfir landið, sem verður spilað í Hveragerði. Bæði lið eru að spila tvo leiki hvorn dag og um að gera að gera sér ferð í íþróttahúsið og hvetja stjörnun framtíðarinnar áfram.

Leikir hjá krökkunum eru:

Laugardagur

Kl 12.00  Hamar – Grindavík  Stelpur/ í Keflavík

Kl 13:00  Hamar – Keflavík  Strákar/ í Hveragerði

Kl 14:00  Hamar – Keflavík  Stelpur/ í Keflavík

Kl 15:00  Hamar – Stjarnan Strákar/ í Hveragerði

Sunnudagur

Kl 10:00  Hamar – Njarðvík b Stelpur/ í Keflavík

Kl 10:00  Hamar – ÍR  Strákar/ í Hveragerði

Kl 13:00  Hamar – Njarðvík  Stelpur/ í Keflavík

Kl 13:00  Hamar – Breiðablik  Strákar/ í Hveragerði

Hér er að finna stundatöflur íþróttamannvirkja Hveragerðisbæjar fyrir haustönn 2015 sem taka gildi 1. september 2015. http://www.hamarsport.is/hamar/stundatoflur-ithrottamannvirkja/

Landferðir sjá um akstur á milli Skólamarkar og Hamarshallar fyrir yngstu krakkana eftir skipulagi.

Stundatafla íþróttahús við Skólamörk(Smellið á mynd til að stækka)
skolamork2015
Stundatafla Hamarshöll(Smellið á mynd til að stækka)
Hamarsholl2015
Stundatafla gervigrasvöllur í Hamarshöll(Smellið á mynd til að stækka)
Gervigras2015

Birt með fyrirvara um breytingar vegna móta, leikja og/eða vegna veðurs o.fl.

Strákar og stelpur úr 9. og 10. flokk Hamars tóku sér á hendur langþráð ferðalag þann 4.júlí sl. og heimsóttu Spán. Tilgangurinn var tvíþættur, að taka þátt í körfuboltamóti sem haldið var í smábænum Llore de Mar rétt norðan við Barcelona og svo að njóta sólar og skemmtunar í kaupbæti.
Viljum við þakka sérstaklega öllum þeim sem styrktu okkur til ferðarinnar gegnum safnanir síðustu 3ja ára.
Ferðin gekk í flesta staði vel og vel hægt að segja að 3ja ára söfnun og undirbúningur hafi þjappast saman í innihaldsríka ferð með fullt af skemmtilegum og eftirminnilegum atvikum sem sum hver reyndu á andlegan og líkamlega styrk þeirra sem fóru. Krakkarnir voru félaginu til sóma og uppskáru á endanum ekki bara verðlaunabikara heldur einnig nýja félaga, þekktu hvort annað aðeins betur og þekktu einnig áhrif sólar og hita mjög vel eftir þessa viku á Spáni.

Ferðalagið hófst formlega við íþróttahúsið í Hveragerði laugardaginn 4.júlí og ferðin sóttist vel út. Smá bras var á hótelinu fyrstu nóttina en komum við um kl. 2 á hótelið og næturvörðurinn kunni ekki alveg að innrita og virkja lykla á herbergi, en allt endaði þetta í kærkominni hvíld.

5.júlí var mætt í morgunmat fyrir kl. 10 og dagskráin að laga herbergismál og nærast, skoða ströndina og höllina sem átti að keppa í, en í henni voru 2 vellir og allir leikir spilaðir seinnipart og fram að miðnætti. Eitthvað skildum við þetta ekki í fyrstu en sáum fljótlega að í 33-40°C er ekki vit að spila yfir miðjan daginn og þó svo að leikirnir hafi ekki verið spilaðir í einhverjum kulda þá var þó skárra að hafa BARA 27-30°C á leiktíma. Strákarnir unnu sinn fyrsta leik um kvöldið en stelpurnar töpuðu og allir komnir með smjörþefinn af að spila í svona miklum hita.

6.júlí var ekki beðið með hlutina heldur haldið til Barcelona í verslunarferð kl 9:00. Eitthvað var lengra til Barcelona en fararstjórarnir höfðu gert sér í hugarlund fyrir ferðina en rútuferð og lestarferð í metró skilaði hópnum í stóra verslunarmiðstöð þar sem allir fengu frían tíma til innkaupa (5 tíma) áður en haldið var heim aftur og komum loks upp á hótel um 19:30 . Strákarnir áttu leik hálf ellefu en stelpurnar frí. Strákarnir töpuðu naumlega (4 stigum) fyrri heimamönnum í æsispennandi leik.
afmælisbarn 17.júlí, Gunnar Karl átti afmæli tók við gjöfum og hamingjuóskum fram eftir degi. Leikir beggja liða voru á sama tíma (17:20), hlið við hlið og fylgdarliðið átti í mesta basli með að fylgjast með báðum leikjunum. Bæði lið töpuðu en það var ekki málið heldur krafturinn og dugnaðurinn í okkar krökkum sem flest voru eitthvað löskuð og þreytt en gáfust aldrei upp. Endirinn var þó meiri plástur, bindi, kælisprey og hitakrem. Alexander meiddist á hné, fór með fararstjóra á sjúkrahús í myndatöku en betur fór en á horfðist. Alex með tognuð liðbönd en húmorinn ennþá á sínum stað hjá drengnum þrátt fyrir allt.

 

8.júlí var rólegur dagur framan af degi en átti eftir að verða viðburðarríkur á margan hátt. Mótstjórn reddaði okkur hjólastól alex í stólnumfyrir Alex, sólar-exem og smá sólbruni leit dagsins ljós, búningar fóru í þvott fyrir átök dagsins, göngutúr, billiard, sundlaugarsprell og fl. en allir duglegir að nærast. Frekar heltist úr lestinni í leikmannahópnum en Andri og Katrín voru bæði meidd og spiluðu ekki þennan dag, auk Alexanders. Strákarnir spiluðu um kl. 17 og rétt töpuðu í spennandi leik þar sem skotin voru ekki að detta. Leikurinn hjá stelpunum var öllu sögulegri þar sem tæknivillur flugu á bæði lið og ein útilokun hjá  andstæðingnum leit dagsins ljós. Okkar stelpur miklu betri en gestgjafarnir framan af og unnu að lokum eftir spennu og drama 40-47 þar sem andstæðingarnir enduðu 4 inn á. Leikurinn var spilaður undir miðnætti og í þvílíkri stemmningu þökk sé strákunum okkar, foreldrum og ítölskum strákum sem voru á okkar bandi.

11751764_10205750710740052_4963133691941804008_n9. júlí. Dagurinn tekinn snemma og allir klárir frá hótelinu klukkan 10 og rennibrautar garðurinn heimsóttur. Sólbruni hjá nokkrum eftir daginn og sólarexem. Þar sem var spáð skýjuðu á einhverjum vefmiðlum sem reyndist klár blekking og hitinn rétt undir 40°C allan daginn. Eftir heimkomu gerðu stelpurnar sig klárar fyrir síðasta leikinn og strákarnir áttu frí en komu að horfa. Stelpurnar áttu ekki góðan leik og hittu illa en unnu samt 21-20 eftir vítaskot á síðustu sekúndum leiksins. Þessi sigur skilaði þeim í úrslitaleikinn sem verður að teljast frábært miðað við öll meiðsli, exem og bruna.
Strákarnir fengu leik um 3-4. sætið sem var verðskuldað eftir jafna og spennandi leiki hjá þeim.

10.júlí var vel mætt í morgunmat og allir búnir að taka fæðið á hótelinu í sátt enda fjölbreytt og gott úrval. Einhverjir smökkuðu 11703050_10153415760288490_5087780772923326273_nkanínukjöt sem dæmi og fannst bara gott. Dagurinn fór í frjálsan tíma sem flestir nýttu við sundlaugina á hótelinu og eins niður í bæ og við ströndina. Úrslitaleikirnir voru svo klukkan 17:20 hjá stelpunum og rúmlega 21 hjá strákunum. Allt var gefið í leikina hjá báðum liðum og allir með (utan Alex). Stelpurnar stóðu sig frábærlega en töpuðu fyrir klárlega besta liðinu í mótinu. Strákaleikurinn var öllu sögulegri en þeir kepptu aftur við Lloret de Mar strákana og mikill hiti í Spánverjunum sem endaði með smá riskingum og naumu tapi 35-32 þar sem keppt var við klárlega eldri stráka og stæðilega. Okkar strákar spiluðu flottan bolta en hittu frekar illa. Allir sáttir í lokin og mikið rætt um leikina. Kvöldið tekið í að pakka í töskur og gera herbergin klár fyrir brottför daginn eftir.

11702761_10207328069029061_6891257894391146516_n11.júlí var vaknað í morgunmat fyrir klukkan 10 og svo átti að vera búið að tékka út af hótelinu um kl. 10. Fengum að geyma töskur á hótelinu. Afmælisbarn dagsins, Silja var heiðruð með tertu og söng við sundlaugarbakkann. Krakkarnir létu daginn líða við sundlaugarbakkann eða í sundlauginni og fóru í síðustu skoðunarferðir (kaupa) um bæinn. Eitt vegabréf týndist og varð úr smá stress kvöldið áður. Það reddaðist þó og varð að flýta ferð til Barcelona til 17:00 þannig fararstóri komst til ræðismanns í Barcelona sem útbjó nýtt vegabréf með snatri og allir komust í flug um kvöldið  Lending í Keflavík um um klukkan tvö um nóttina. Það voru þreyttir og sáttir krakkar sem komu heim um miðja nótt reynslunni ríkari.
Ber að þakka krökkunum fyrir frábæra ferð og við fararstjórarnir eigum margar góðar minningar úr ferðinni sem var í senn eftirminnileg og strembin, sérstaklega út af hitanum. Einnig var ómetanlegt að hafa svona marga foreldra með til að hjálpa okkur með allt saman og eiga þeir þakkir fyrir.

Nokkrar myndir úr ferðinni HÉR

Fyrir hönd ferðahópsins alls; Anton Tómasson, Kolbrún Vilhjálmsdóttir og Anna María Friðriksdóttir.

 

 

 

Herrakvöld Hamars verður haldið laugardaginn 2.maí 2015 á Hótel Örk. Húsið opnar klukkan 19:00 og verður glæsilegt hlaðborð að hætti Hótels Arkar í boði.

MIÐAVERÐ 6.800 KR. ATH GILDIR LÍKA SEM HAPPDRÆTTISMIÐI

Uppboðið verður einnig á sínum stað!

FORSALA
Miðasala í Shell í Hveragerði og Hamarshöllinni

EINNIG HÆGT AÐ PANTA MIÐA HJÁ

Steina 899-8898
Lárusi 660-1618
Matta 865-8712
Hjalta 896-4757

Í byrjun janúar lauk Guðmundur Þór Guðjónsson störfum fyrir Aðalstjórn Hamars. Að beiðni stjórnar Hamars tók Guðmundur að sér, í upphafi árs 2013, að leiða endurskipulagningu á fjármálum meistaraflokks í knattspyrnu. Þetta verkefni vann Guðmundur ásamt stjórn Knattspyrnudeildar. Öll megin markmið verkefnisins tókust og gott betur.

Aðalstjórn Hamars færði á dögunum Guðmundi þakkir og viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Stjórn Hamars 2014-2015

Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði sunnudaginn 22. febrúar 2015 kl. 14.00

 
Fundarefni:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningsskil.
4. Venjuleg aðalfundarstörf.
5. Önnur mál.
6. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars.

Í lokin verða kaffiveitingar í boði Hamars.

Verið velkomin

Stjórn Hamars

Hreyfivikan (Move Week) hófst í dag og stendur til 5. október. Mikil og góð þátttaka er um allt land og dagskrá víðs vegar glæsileg og metnaðarfull í alla staði. Markmið Hreyfivikunnar er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu sér til heilsubótar. Allar nánari upplýsingar um Hreyfiviku (Move Week) er að finna á http://www.iceland.moveweek.eu/

Íþróttafélagið Hamar ásamt Hveragerðisbæ tekur þátt í Hreyfivikunni, í enda vikunnar, föstudag, verður svo fjölskylduhátíð í Hamarshöll frá klukkan 16:30 til 18:30. Ingó Veðurguð kemur í heimsókn og skemmtir og boðið verður uppá allskyns íþróttir og stuði!

Dagskrá Hreyfivikunnar í Hveragerði er að finna hér að neðan :

Dagskrá í Hveragerði:

Mánudagur 29/9 – Hjóladagur

 • Hjólum í skólann og vinnuna, munum að hafa hjálm
 • Ratleikur um bæinn, opinn alla vikuna, upplýsingar í Sundlauginni Laugaskarði og í grunnskólanum.
 • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.

Þriðjudagur 30/9 – Göngudagur

 • Göngum í skólann og vinnuna
 • Eldri borgara ganga frá Þorlákssetri kl. 10:00.
 • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
 • Gönguhópur kl. 16:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.
 • Skokkhópur kl. 17:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.

Miðvikudagur 1/10 – Sund- og leikjadagur

 • Frítt í sund fyrir alla sem synda 200 m +, vatnsleikfimi kl. 17:30
 • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
 • Útileikir í skrúðgarðinum í umsjón félagsmiðstöðvar kl. 16:30 og kl. 19:30. Foreldrar sérstaklega velkomnir með krökkunum.
 • Brennó í Hamarshöll kl. 19 – 21.

Fimmtudagur 2/10 – Hreyfidagur

 • Stöndum upp úr stólunum í vinnunni/skólanum í dag og gerum léttar æfingar einu sinni á hverri klukkustund, sjá * æfingasafn á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is .
 • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.

Föstudagur 3/10 – Fjölskylduhátíð með Ingó

 • Golf, boccia o.fl. fyrir eldri borgara í Hamarshöll kl. 10.
 • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
 • Fjölskylduhátíð í Hamarshöll kl. 16:30 – 18:30 í umsjón íþróttafélagsins Hamars. Ingó kemur í heimsókn og skemmtir.

Laugardagur 4/10, Fjölskyldan saman

 • Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
 • Hamarshöll opin frá kl. 13 – 15 fyrir fjölskylduna
 • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.

Sunnudagur 5/10, Fjölskyldan saman

 • Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
 • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.
 • Fjölskyldubadminton í Hamarshöll frá kl. 11 – 13.

Grunnskólinn verður með árgangagöngur þessa viku og leikskólarnir munu auka hreyfingu þessar viku. Heilsustofnun NLFÍ verður með opna tíma sem verða kynntir hér á heimasíðunni síðar.

Nú er hægt að skrá börn í íþrótta- og ævintýranámskeið Hamars og Hveragerðisbæjar!

Námskeiðshaldari: Íþróttafélagið Hamar og Hveragerðisbær.
Aldur: 6 – 12 ára (f. 2008-2000).
Tímabil: Haldin verða þrjú námskeið í hálfan mánuð í senn.
Námskeið 1: 6.-20. júní,
Námskeið 2: 23. júní-4. júlí,
Námskeið 3: 7.-18. júlí.

Fjölbreytt útivera og hreyfing. Fjallgöngur, ratleikir, sund, göngu- og hjólaferðir o.fl.

Verð: 10.000 kr. (frá kl. 8-17), ½ daginn, 6.500 kr. (frá kl. 9-12 eða 13-16).

Boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og 16-17. Nemendur þurfa að hafa nesti.

Skráning fer fram á hamar.felog.is 

 

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Rúnar, íþróttakennaranemi, bjarni16@gmail.com s. 820 3164.