Posts

Hin unga og efnilega fimleikakona, Hekla Björt Birkisdóttir, var kjörin íþróttamaður ársins í hófi menningar, íþrótta og frístundanefnar Hveragerðisbæjar. Hekla Björt var Íslands- og deildarmeistari í fullorðinsflokki í hópfimleikum, með blönduðu liði Selfoss. Hún var valin í landslið U18 ára blandað lið Íslands í hópfimleikum sem tók þátt í mjög sterku Evrópumóti í Slóveníu og lenti liðið í 3. sæti. Hún var lykilmaður í liði Íslands og keppti á öllum áhöldum. Hekla Björt hefur stundað fimleika hjá fimleikadeild Selfoss í nokkur ár, en áður var hún í fimleikadeild Hamars. Hekla Björt hefur tekið miklum framförum í greininni síðustu ár og er orðin ein af fremstu fimleikakonum landsins.

Hafsteinn Valdimarsson, blakmaður ársins 2016

Hafsteinn er 27 ára leikmaður með Waldviertel Raffaissen í Austurríki en á síðasta keppnistímabili lék hann með Marienlyst í Odense í Danmörku. Waldviertel Raffaissen er í toppbaráttunni í austurrísku deildinni auk þess að vera í Evrópukeppni. Þessi vistaskipti eru því klárlega skref upp á við fyrir Hafstein.

Afrek Hafsteins 2016

o Danskur bikarmeistari með Marienlyst.

o 2. sæti í dönsku úrvalsdeildinni

o Spilaði með liði sínu í úrslitum Norður-Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið endaði í 2. sæti.

o Valinn í lið ársins í Danmörku á síðasta tímabili.

o Stigahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í hávörn.

o Einn af burðarásum karlalandsliðs Íslands sem tryggði sér sæti í annari umferð í forkeppni HM í fyrsta skipti í sögu liðsins.

o Íslandsmeistari í strandblaki með Kristjáni Valdimarssyni.

Hafsteinn Valdimarsson er fyrirmyndar blakmaður og æfir af kappi með liði sínu Waldviertel Raffaissen. Hann lék sinn 50. karlalandsleik á árinu og frammistaða hans með landsliðum Íslands er til fyrirmyndar.

Greinin er unnin upp úr grein á heimasíðu Blaksambands Íslands 28.12.2016

Fimmtudaginn 1. September var haldin íþróttadagur Hamars, hátiðinn var haldinn í íþróttahúsinu í Dalnum og þar voru allar deildir Hamars með kynningu á starfi sínu ásamt því að boðið var uppá skemmtiatriði auk andlitsmálnigar og íspinna frá Kjörís. Dagurinn heppnaðis í alla staði vel og er án vafa langfjölmennasti kynningardagur sem Íþróttafélagið Hamar hefur staðið fyrir.

 

Árlega veitir íþrótta og æskulýðsnefnd í Hveragerði þeim einstaklingum sem búsettir eru í Hveragerði og hafa náð góðum árangri í sínum íþróttagreinum viðurkenningu. Val þetta er jafnan kunngert á milli jóla og nýárs og að þessu sinni voru tveir einstaklingar sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í körfuknatteik. Dagný Lísa Davíðsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur með yngri landsliðum íslands árið 2015. Einnig fékk Ragnar Nathanelsson viðukenningu fyrir góðan árangur með A landsliði íslands á Evrópumótinu nú í haust, í lokinn var svo tilkynnt hver hefði hlotið viðukenningu sem íþróttamaður Hveragerði árið 2015 og körfuknattleiksfólki til mikillar gleði var Ragnar valinn íþróttamaður Hveragerðis að þessu sinni. Körfuknattleiksdeild Hamars óskar þessu glæsilega íþróttafólki til hamingju með þessar viðurkenningar.

Í byrjun janúar lauk Guðmundur Þór Guðjónsson störfum fyrir Aðalstjórn Hamars. Að beiðni stjórnar Hamars tók Guðmundur að sér, í upphafi árs 2013, að leiða endurskipulagningu á fjármálum meistaraflokks í knattspyrnu. Þetta verkefni vann Guðmundur ásamt stjórn Knattspyrnudeildar. Öll megin markmið verkefnisins tókust og gott betur.

Aðalstjórn Hamars færði á dögunum Guðmundi þakkir og viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Nú þegar árið er senn á enda er ekki úr vegi að líta yfir sviðið. Í heildina hefur starf deilda Hamars gengið vel á árinu. Heildarfjöldi iðkenda heldur áfram að vaxa og er svo komið að aldrei í sögu félagsins hafa fleiri iðkendur stundað íþróttir hjá deildum Hamars.

Aðstaðan hefur verið bætt jafnt og þétt, þó að alltaf megi gera betur einhvers staðar.

Á haustmánuðum kom upp sú umræða, á fundi fræðslunefndar, (að frumkvæði Sævars Þór Helgasonar aðstoðarskólastjóra) að koma fyrir dúk í miðju lofti á salnum í íþróttahúsinu.  Dúknum væri hægt að slaka niður eftir þörfum og gæfi þetta möguleika á því að skipta salnum upp.   Með þessari lausn myndi aðbúnaður til íþróttakennslu bætast til mikilla muna, ásamt því að fjölga tímum í íþróttahúsinu.

Stjórn Hamars tók undir þessa góðu ábendingu  og fylgdi hugmyndinni eftir á árlegum fundi með bæjayfirvöldum.  Það var því mikið ánægjuefni að þetta skyldi rata inn í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2015.

Undir merkjum Hamars eru reknar sex deildir og þar að auki rekur Hamar Laugasport heilsurækt.

Að hafa þetta fjölbreytt úrval í ekki stærra bæjarfélagi er nánast einsdæmi á landsvísu. Það væri lífsins ómögulegt að halda svo fjölbreyttu starfi úti ef ekki væri fyrir ötult starf margra fórnfúsra sjálboðaliða. Mig langar að vitna í afbragðsgóðan leiðara um sjálboðaliðastarf sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skemmstu.

„Starf sjálfboðaliða er ekki aðeins að finna í íþróttahreyfingunni.  Sjálfboðaliðar starfa fyrir Rauða krossinn og björgunarsveitirnar, leggja hönd á plóg í kirkjustarfi, telja fugla og svo mætti halda lengi áfram. Sjálfboðaliðar halda í raun mörgum þáttum samfélagsins gangandi og verður starf þeirra seint ofmetið.  Aðalhagfræðingur Englandsbanka, Andy Haldane, leiddi í fyrirlestri í haust getum að því að sjálboðaliðar á Bretlandi væru um 15 milljónir og ynnu 4,4 milljarða klukkustunda á ári. Það væri um það bil einn tíundi launaðra vinnustunda í landinu á ári. Þarna miðaði hann eingöngu við formlegt sjálfboðaliðastarf, en umfangið væri sennilega mun meira.

Hagfræðingurinn taldi að virði þeirrar vöru og þjónustu, sem sjálboðaliðar framleiddu, gæti verið um 40 milljarðar punda (7.800 milljarðar króna) á ári. Félagslegi ábatinn af sjálfboðaliðastarfi væri gríðarlegur, tvisvar til tíu sinnum meiri en efnahagslegi ábatinn. Sagði hann að líta mætti á sjálboðaliðastarf sem „einn af mikilvægustu geirum samfélagsins“ .“

Þessi samantekt er ágætis áminning um það gríðalega mikla sjálboðaliðstarf sem fer fram í íþróttahreyfingunni og víðar á hverjum degi og mikilvægi þess fyrir samfélagið.

Fyrir hönd stjórnar Hamars vil ég þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og senda okkar bestu óskir um gleðileg jól, farsæld og hamingju á nýju ári

 

Áfram Hamar!

Hjalti Helgason, formaður Hamars

 Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði sunnudaginn 23. febrúar 2014 kl. 14.00

Fundarefni:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningsskil.
4. Venjuleg aðalfundarstörf.
5. Önnur mál.
6. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars.
7. Kaffiveitingar í boði Hamars.

Verið velkomin

Stjórnin

Það hefur lengi verið ósk viðskiptavina Laugasports að stækka tækjasalinn og nú er búið að uppfylla þessa ósk. Salurinn sem áður fyrr var hópsalur hefur nú verið innréttaður sem tækjasalur og hefur Laugasport þ.a.l. rúmlega tvöfaldað plássið sitt. Þótt bætt hafi verið við tækjum og áhöldum er nú mun rýmra á milli tækja.

Til að fagna áfanganum munum við bjóða þér þriggja mánaða kort í tækjasal og sund fyrir 11.900. Eins og venjulega er aðgangur í sundlaugina innifalinn og hvað er betra en að skríða ofan í pottinn eftir erfiða æfingu!!

Til stendur að gera endurbætur á húsakynnum Laugasports næstu dagana. Þetta mun hafa í för með sér að tækjasalurinn verður meira og minna lokaður fram yfir áramót. Við munum bæta við tækjum ásamt því að flytja tæki yfir í gamla hópsalinn. Þar með stækkar tækjasalurinn um 100%. Markmiðið er að sjálfsögðu að geta veitt enn betri þjónustu.

ATH: Viðskiptavinir með samning á meðan á framkvæmdum stendur fá að sjálfsögðu 14 dögum bætt við samningstímann.