Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn sunnudaginn 18. febrúar nk. kl. 13:00 í fundarherbergi aðalstjórnar v/Skólamörk (fyrir ofan Crossfit)

Venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar í boði.

Kveðja,

Stjórn Badmintondeildar.

Aðalfundi Badmintondeildar Hamars lauk í kvöld og hefur ný stjórn tekið við. Eftirtalin voru kosin í stjórn: Þórhallur Einisson formaður, Halldóra G. Steindórsdóttir gjaldkeri og meðstjórnendur voru kosin Helga Björt Guðmundsdóttir, Hákon Fannar Briem og Þórður K. Karlsson.  Ólafur Dór Steindórsson og Bjarndís Helga Blöndal gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og er þeim þakkað kærlega fyrir þeirra framlag á yfirstandandi ári. Þau hafa þó blessunarlega gefið kost á sér í ýmsa vinnu með stjórninni sem ber einnig að þakka sérstaklega. 

1. fundur nýrrar stjórnar var haldinn í kjölfarið og var meðal annars ákveðið að:

  • Næsta dósasöfnun deildarinnar verður haldin miðvikudaginn 7. júní nk. kl. 17:00 og eru iðkendur og foreldrar þeirra beðnir um að taka þennan tíma frá.
  • Laugardaginn 10. júní nk. mun deildin halda uppskeruhátíð / óvissuferð og eru iðkendur og foreldrar þeirra beðnir um að taka daginn frá, meira um þetta síðar.
  • Badmintonbolir munu verða innifaldir í námskeiðsgjaldi fyrir þá sem hefja iðkun hjá deildinni næsta haust. Einnig mun deildin útvega skó/stuttubuxur/spaða og annan varning á kostnaðarverði frá heildsöluaðila fyrir iðkendur deildarinnar.

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar nk. kl. 20:00 í fundarherbergi aðalstjórnar fyrir ofan crossfitstöðina Hengil. Við hvetjum alla sem vilja kynna sér badmintonstarfið að mæta og taka þátt í uppgjöri síðasta árs.

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 23. janúar nk. kl. 20:00 í fundarherbergi aðalstjórnar fyrir ofan crossfitstöðina Hengil. Við hvetjum alla sem vilja kynna sér badmintonstarfið að mæta og kynna sér það.

Hjónin og tvenndarleiksparið, Hrund Guðmundsdóttir & Þórhallur Einisson, náðu frábærum árangri á Meistaramóti BH sem fram fór helgina 13.-15. nóvember sl. Þau keppa í A-flokki og sópuðu til sín verðlaunum að þessu sinni. Þau unnið gullið í tvenndarleik í hörkuspennandi úrslitaviðureign 21-18 ; 18-21 og 21-18. Þá nældi Þórhallur sér í gullið í tvíliðaleik karla ásamt félaga sínum Agli Sigurðssyni og Hrund hreppti silfrið í tvíliðaleik kvenna ásamt vinkonu sinni Andreu Nilsdóttur. Badmintondeild Hamars óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Aðalfundur badmintondeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 7. apríl nk. kl. 19:00 í fundarherbergi Hamars (gengið inn hjá Crossfit Hengli og strax til hægri).


Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Breytingar verða á stjórn svo þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu eru hvattir til að mæta og aðrir sem aðeins vilja kynna sér starfið eða koma með hugmyndir og tillögur eru velkomnir.

Firmakeppni badmintondeildar Hamars fór fram í Hamarshöllinni, laugardaginn 29. mars sl. Það voru 37 fyrirtæki sem tóku þátt í keppninni að þessu sinni og var keppnin liður í fjáröflun badmintondeildarinnar. Fjölmennt lið frá Aftureldingu í Mosfellsbæ heimsótti okkur og var með í keppninni, en Aftureldingarmenn voru í æfingabúðum hér í Hveragerði þessa helgi.
Sigurvegarar í keppninni urðu Bjarndís Helga Blöndal og Maria Thors, sem kepptu fyrir Varmá Restaurant / Frost og Funi guesthouse. Þær sigruðu Guðjón Helga Auðunsson og Aron Óttarsson, sem kepptu fyrir Blómaborg í æsispennandi úrslitaleik sem fór í oddalotu, 21-18 , 17-21 og 21-19.
Eftir mótið var slegið upp pizzuveislu frá Hoflandsetrinu.

Badmintondeild Hamars vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem þátt tóku í mótinu, fyrirtækjunum sem styrktu þá og síðast en ekki síst Mosfellingum í Aftureldingu.

Meira hér

Sunnudagsbadmintonið byrjaði í dag og mættu hátt í 30 manns til að iðka íþróttina. Sá yngsti var 5 ára og sá elsti yfir sjötugt. Spilað var á 7 völlum í einliðaleik, tvíliðaleik og frjálsu spili 🙂

Við minnum á það að öllum er heimil þátttaka í þessum tímum. Fyrsti tíminn er frír en eftir það er borgað 500 kr. á mann og 1.000 kr. á fjölskyldu óháð stærð. Frítt er fyrir þá sem hafa keypt önnur námskeið á vegum badmintondeildar.

Sjá nánar á facebook síðu Badmintondeildar.

Unglingamót HSK í badminton var haldið í Hveragerði laugardaginn 14. desember síðastliðinn. Keppendur voru 29 talsins frá þremur félögum; Garpi, Hamri og Umf. Þór.
Mótið gekk mjög vel fyrir sig og fóru allir ánægðir heim. Á mótinu var stigakeppni milli félaganna, þar sem keppt var um HSK-meistara titilinn. Hamar fór með sigur úr býtum með 63 stig, UMF Þór var í öðru sæti með 28 stig og Garpur í því þriðja með 7 stig. Úrslitin á mótinu má sjá hér að neðan.

U11 – snótir
Ekki var keppt um sæti í þessum flokkum heldur fengu allir verðlaun.

U13 – hnokkar
1.sæti – Daníel Sigmar Kristjánsson, Hamar
2.sæti – Einar Ísberg, Hamar
3.sæti – Jakob Unnar Sigurðarson, Þór
4.sæti – Sigurður Ísak Ævarsson, Hamar

U13 – tátur
1.sæti – Birta Marín Davíðsdóttir, Hamar
2.sæti – Aníta Sif Brynjarsdóttir, Hamar
3.sæti – Sigurlín Franziska Arnarsdóttir, Garpur
4.sæti – Guðný Karen Olíversdóttir, Garpur

U15 – sveinar
1.sæti – Daníel Ísberg, Hamar
2.sæti – Jakob Unnar Sigurðarson, Þór
3.sæti – Daníel Njarðarson, Hamar

U15 – meyjar
1.sæti – Silja Þorsteinsdóttir, Hamar
2.sæti – Berglind Dan Róbertsdóttir, Þór
3.sæti – Þórey Katla Brynjarsdóttir, Þór
4.sæti – Íris Róbertsdóttir, Þór

U17 – drengir
1.sæti – Axel Örn Sæmundsson, Þór
2.sæti – Árni Veigar Thorarensen, Hamar

U17 – telpur
1.sæti – Hrefna Ósk Jónsdóttir, Hamar
2.sæti – Elín Hrönn Jónsdóttir, Hamar
3.sæti – Berglind Dan Róbertsdóttir, Þór
4.sæti – Elva Karen Júlíusdóttir, Þór

U19 – piltar
1.sæti – Axel Örn Sæmundsson, Þór

U19 – stúlkur
1.sæti – María Ólafsdóttir, Hamar
2.sæti – Elva Karen Júlíusdóttir, Þór

 

Hér eru nokkrar myndir frá mótinu

Guðjón Helgi Auðunsson er útnefndur Badmintonmaður Hamars 2012, á aðalfundi félagsins þann 3.mars sl. Read more