Lilja sigurvegari í U15 og Margrét með silfrið

 

Hamar átti að þessu sinni þrjá keppendur í U15 – U17 flokki á fyrsta A móti unglinga í badminton sem fram fór í TBR húsunum 22.september sl.
Keppt var í riðlum í einliðaleik og var hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleikjum. 

Öll fengu þau jafna og erfiða leiki enda er þetta A-flokks mót og keppni því mjög hörð. Margrét Guangbing Hu komst í úrslit  í einliðaleik og endað með silfur í sínum flokki.

Nánari úrslit má sjá hér:

https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=3CD44A8C-8B5D-4C0D-A8CA-D161A906A1AE

Badmintondeild Hamars hefur hafið starfsemi og er opið fyrir skráningu iðkenda á Nóra . Þjálfarar deildarinnar eru þrír í ár og bjóðum við nýjasta þjálfarann hjartanlega velkomin en það er Erla Kristín Hansen sem mun sjá um yngstu iðkendurnar ásamt öðrum verkefnum fyrir deildina. Er hún góð viðbót við frábært þjálfarateymi okkar þau Hrund Guðmundsdóttur og Sigurð Blöndal sem munu sinna eldri iðkendum að mestu ásamt öðrum verkefnum deildarinnar.

Æfingar eru hafnar og er öllum frjálst að koma endurgjaldslaust á æfingar til 16. september nk. en þá þurfa allir að hafa skráð sig í Nóra til að æfa með okkur.

Börnum í 3. bekk í grunnskóla er boðið að æfa með okkur endurgjaldslaust allt árið auk þess sem deildin mun halda áfram að bjóða upp á ókeypis sunnudagstíma kl. 11.00-13.00 alla sunnudaga í Hamarshöll sem allir eru velkomnir í.

Æfingagjöld fyrir árið eru:

1.-2. bekkur 26.000 kr
3. bekkur Frítt
4.-10 bekkur 36.000 kr
Yngri en 19 ára 36.000 kr
Fullorðnir Stakur tími (1.000 kr)
10 tíma klippi kort (9.000 kr)
Allt árið (45.000 kr)

Æfingatímar haust 2018

Æfingatímar haust 2018

Mánudagar: 17.30 – 19.00    4. – 6. bekkur (Hamarshöll)
Mánudagar: 18.30 – 20.00 – 21.30   7. – 10. bekkur (Hamarshöll)
Mánudagar: 20.00 – 21.30 – 21.30   Karlatímar (Hamarshöll)

Þriðjudagar: 13.10 – 13.55   1. bekkur (Skólamörk)
Þriðjudagar: 14.00 – 14.45   2.- 3. bekkur (Skólamörk)
Þriðjudagar: 17.15 – 18.45   4. – 6. bekkur (Hamarshöll)
Þriðjudagur: 18.15 – 19.45 7. – 10.bekkur (Hamarshöll)
Þriðjudagar: 20.00 – 21.30   Kvennatími (Hamarshöll)

Miðvikud. 19.30 – 21.00 Trimmtími – Karlar & konur (Hamarshöll)

Fimmtudagar: 17.15 – 18.30   7. – 10. bekkur (Hamarshöll)

Föstudagar: 14.00 – 14.45  1. bekkur (Skólamörk)
Föstudagar: 14.45 – 15.30  2.- 3. bekkur (Skólamörk)
Föstudagar: 15.30 – 17.00  4. – 6. bekkur (Skólamörk)

Sunnudagar: 11.00 – 13.00 Fjölskyldutími (Hamarshöll)

Bankaupplýsingar Badmintondeildar:
kt. 470298-2199 og rkn 0314-26-000356

 

Meistaramót HSK í badminton var haldið í Þorlákshöfn sunnudaginn 22. apríl síðastliðinn. Keppendur voru 73 talsins frá þremur félögum; Hamar, Dímon, og Umf Þór. Keppt er um hinn fræga HSK bikar með stigakeppni milli félaganna.
Hamar fór með sigur úr býtum með 82 stig, Umf Þór var í öðru sæti með 47 stig og Dímon í þriðja með 17 stig.
Hamar þakkar fyrir frábæra þátttöku, en keppendur komu úr barna- og unglingastarfi Hamars ásamt keppendum úr karla- og kvennatímunum.

Úrslitin á mótinu má sjá hér að neðan.

U11 – snáðar og snótir

Ekki var keppt um sæti í þessum flokkum heldur fengu allir verðlaun.

U13 – hnokkar

1.sæti – Ísar Máni Gíslason, Umf Þór

2.sæti – Elmar Yngvi Matthíasson, Umf Þór

3.sæti – Bjarni Þorvaldsson, Dímon

4.sæti – Úlfur Þórhallsson, Hamar 

U13 – tátur

1.sæti – Þórdís Páley Guðnadóttir, Umf Þór

2.sæti – Harpa Huazi Tómasdóttir, Hamar

3.sæti – Tamara Sól Kúpcsaniazka, Hamar

4.sæti – Guðrún Margrét Sveinsdóttir, Dímon

U15 – sveinar

1.sæti – Valþór Viggó Magnússon, Hamar

2.sæti – Valgarð Ernir Emilsson, Hamar

3.sæti – Óli Guðmar Óskarsson, Dímon

4.sæti – Einar Þór Sigurjónsson, Dímon

U15 – meyjar

1.sæti – Margrét Guangbing Hu, Hamar

2.sæti – Birgitta Björt Rúnarsdóttir, Umf Þór

3.sæti – Þrúður Sóley Guðnadóttir, Umf Þór

4.sæti – Lilja Rós Júlíusdóttir, Umf Þór

U17 – drengir

1.sæti – Valþór Viggó Magnússon, Hamar

2.sæti – Valgarð Ernir Emilsson, Hamar

3.sæti – Jóhannes Torfi Torfason, Hamar

4.sæti – Aron Sigurjónsson, Dímon

U17 – telpur

Engir keppendur voru í þessum flokki 

U19 – piltar

1.sæti – Óskar Ingi Halldórsson, Hamar

U19 – stúlkur

1.sæti – Þórey Katla Brynjarsdóttir, Umf Þór

20-40 – karlar

1.sæti – Tómas Örn Snorrason, Hamar

2.sæti – Hákon Fannar Kristjánsson, Hamar

3.sæti – Ólafur Dór Steindórsson, Hamar

4.sæti – Óskar Logi Sigurðsson, Umf Þór

20-40 – konur

1.sæti – Elín Hrönn Jónsdóttir, Hamar

2.sæti – Hrefna Ósk Jónsdóttir, Hamar

3.sæti – Þórey Katla Brynjarsdóttir, Umf Þór

4.sæti – Ragnheiður Eiríksdóttir, Hamar

40+ – karlar

1.sæti – Tómas Örn Snorrason, Hamar

2.sæti – Sæmundur Steingrímsson, Umf Þór

3.sæti – Þór Emilsson, Umf Þór

4.sæti – Hallgrímur Óskarsson, Hamar

40+ – konur

1.sæti – Ruyi Zhao, Hamar

2.sæti – Sigríður Harpa Wolfram, Hamar

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn sunnudaginn 18. febrúar nk. kl. 13:00 í fundarherbergi aðalstjórnar v/Skólamörk (fyrir ofan Crossfit)

Venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar í boði.

Kveðja,

Stjórn Badmintondeildar.

Aðalfundi Badmintondeildar Hamars lauk í kvöld og hefur ný stjórn tekið við. Eftirtalin voru kosin í stjórn: Þórhallur Einisson formaður, Halldóra G. Steindórsdóttir gjaldkeri og meðstjórnendur voru kosin Helga Björt Guðmundsdóttir, Hákon Fannar Briem og Þórður K. Karlsson.  Ólafur Dór Steindórsson og Bjarndís Helga Blöndal gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og er þeim þakkað kærlega fyrir þeirra framlag á yfirstandandi ári. Þau hafa þó blessunarlega gefið kost á sér í ýmsa vinnu með stjórninni sem ber einnig að þakka sérstaklega. 

1. fundur nýrrar stjórnar var haldinn í kjölfarið og var meðal annars ákveðið að:

  • Næsta dósasöfnun deildarinnar verður haldin miðvikudaginn 7. júní nk. kl. 17:00 og eru iðkendur og foreldrar þeirra beðnir um að taka þennan tíma frá.
  • Laugardaginn 10. júní nk. mun deildin halda uppskeruhátíð / óvissuferð og eru iðkendur og foreldrar þeirra beðnir um að taka daginn frá, meira um þetta síðar.
  • Badmintonbolir munu verða innifaldir í námskeiðsgjaldi fyrir þá sem hefja iðkun hjá deildinni næsta haust. Einnig mun deildin útvega skó/stuttubuxur/spaða og annan varning á kostnaðarverði frá heildsöluaðila fyrir iðkendur deildarinnar.

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar nk. kl. 20:00 í fundarherbergi aðalstjórnar fyrir ofan crossfitstöðina Hengil. Við hvetjum alla sem vilja kynna sér badmintonstarfið að mæta og taka þátt í uppgjöri síðasta árs.

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 23. janúar nk. kl. 20:00 í fundarherbergi aðalstjórnar fyrir ofan crossfitstöðina Hengil. Við hvetjum alla sem vilja kynna sér badmintonstarfið að mæta og kynna sér það.

Hjónin og tvenndarleiksparið, Hrund Guðmundsdóttir & Þórhallur Einisson, náðu frábærum árangri á Meistaramóti BH sem fram fór helgina 13.-15. nóvember sl. Þau keppa í A-flokki og sópuðu til sín verðlaunum að þessu sinni. Þau unnið gullið í tvenndarleik í hörkuspennandi úrslitaviðureign 21-18 ; 18-21 og 21-18. Þá nældi Þórhallur sér í gullið í tvíliðaleik karla ásamt félaga sínum Agli Sigurðssyni og Hrund hreppti silfrið í tvíliðaleik kvenna ásamt vinkonu sinni Andreu Nilsdóttur. Badmintondeild Hamars óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Aðalfundur badmintondeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 7. apríl nk. kl. 19:00 í fundarherbergi Hamars (gengið inn hjá Crossfit Hengli og strax til hægri).


Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Breytingar verða á stjórn svo þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu eru hvattir til að mæta og aðrir sem aðeins vilja kynna sér starfið eða koma með hugmyndir og tillögur eru velkomnir.

Firmakeppni badmintondeildar Hamars fór fram í Hamarshöllinni, laugardaginn 29. mars sl. Það voru 37 fyrirtæki sem tóku þátt í keppninni að þessu sinni og var keppnin liður í fjáröflun badmintondeildarinnar. Fjölmennt lið frá Aftureldingu í Mosfellsbæ heimsótti okkur og var með í keppninni, en Aftureldingarmenn voru í æfingabúðum hér í Hveragerði þessa helgi.
Sigurvegarar í keppninni urðu Bjarndís Helga Blöndal og Maria Thors, sem kepptu fyrir Varmá Restaurant / Frost og Funi guesthouse. Þær sigruðu Guðjón Helga Auðunsson og Aron Óttarsson, sem kepptu fyrir Blómaborg í æsispennandi úrslitaleik sem fór í oddalotu, 21-18 , 17-21 og 21-19.
Eftir mótið var slegið upp pizzuveislu frá Hoflandsetrinu.

Badmintondeild Hamars vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem þátt tóku í mótinu, fyrirtækjunum sem styrktu þá og síðast en ekki síst Mosfellingum í Aftureldingu.

Meira hér