Fimm meðlimir skokkhóps Hamars skelltu sér til Berlínar og tóku þátt í maraþonhlaupi sunnudaginn 30. sept. Hlaupið er eitt það fjölmennasta í heimi en tæplega 40 þúsund þátttakendur eru í hlaupinu. Tímar Hamarmanna voru eftirfarandi: 

Haukur Logi Michelsen 3:34:05 
Sigríður Elísabet Sigmundsdóttir 3:47:30 
Valdimar Hafsteinsson 3:49:50 
Sigrún Kristjánsdóttir 4:04:22 
Pétur Ingi Frantzson 4:13:41

Alls tóku um 120 Íslendingar þátt í hlaupinu.

 

Ritnefnd 20 ára afmælisrits Hamars leitar eftir myndum (gömlum sem nýjum) frá starfi og eða viðburðum tengdum íþróttafélaginu Hamri og deildum þess. 

Ef þið eigið myndir eða þekkið einhvern sem gæti átt myndir, þá myndi ritnefndin gjarnan vilja fá þær til skoðunar og hugsanlega nota í 20 ára afmælisritið. 

Þeir sem geta lagt okkur lið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Álfhildi í síma: 847-0945 eða með tölvupósti: alfhildurthorsteins@gmail.com.

Við munum að sjálfsögðu fara vel með allar myndir og munum skila þeim til baka eins og við fáum þær til okkar.

Markmið námskeiðanna er að kynnast fjölbreyttri útiveru og heyfingu. Farið er í stuttar fjallgöngur, göngu- og hjólaferðir, sund, ýmsa leiki og margt fleira skemmtilegt.

Námskeiðin eru frá kl. 08:00 – 16:30 alla virka daga. Hægt að vera hálfan daginn. Boðið upp á gæslu frá kl 8 – 9 og 12 – 13. 
• Hópur 1: 6. – 19. júní. 
• Hópur 2: 20. jún – 3. júlí. 
• Hópur 3: 4. – 17. júlí. 
• Hópur 4: 18. – 31. júlí.

Verð: Kr. 8000, fyrir ½ dag kr 4500. Systkinaafsláttur 20%.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Anítu Arad. s. 659 1824 og Anítu Tryggvad. s. 865 7652.

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar) 
Dagur 1 
Fyrir hádegi : Skráningar, kynning á námskeiði og leikir 
Eftir hádegi : Gönguferð 
Dagur 2 
Fyrirhádegi : Hjólatúr 
Eftir hádegi : Íþróttir og leikir 
Dagur 3 
Fyrir hádegi : Sund 
Eftir hádegi : Íþróttakeppni 
Dagur 4 
Fyrir hádegi : Bíóstund 
Eftir hádegi : Farið í listigarðinn í leiki og í fossinn að vaða 
Dagur 5 
Fyrir hádegi : Gönguferð – endað í aparólunni á tjaldstæðinu 
Eftir hádegi : Leikir á skólalóð 
Dagur 6 
Dótadagur 
Fyrir hádegi : Föndur, útilist + leikir 
Eftir hádegi : Sund 
Dagur 7 
Fyrir hádegi : Frjálst (á skólalóð) 
Eftir hádegi : Hjólatúr 
Dagur 8 
Fyrir hádegi : Farið í fossinn að vaða 
Eftir hádegi : Stelpu vs. stráka tími 
Dagur 9 
Fyrir hádegi :  Menningarferð í Kjörís 
Eftir hádegi : Sund 
Dagur 10 
FURÐUFATADAGUR – verðlaun fyrir flottasta búninginn ? 
Grillpartý í hádeginu !

Alltaf að koma í fötum eftir veðri, koma með nesti, sundföt + handklæði og aukaföt.

Það eru þrár nestisstundir yfir daginn : kl 10:00, í hádeginu og kl 15:00. Börnin þurfa sjálf að koma með nesti með sér. ATH það er samlokugrill á staðnum.

 

 

sumarkort

Fjölmenni mætti í íþróttahúsið á sumardaginn fyrsta til að fylgjast með skemmtiatriðum í tilefni 20 ára afmælis Hamars. 
Sjá má myndir frá deginum hér.

Íþróttafélagið Hamar fagnaði 20 ára afmæli 31. mars á þessu ári. Í tilefni þess verður efnt til afmælisfagnaðar í íþróttahúsinu í Hveragerði fimmtudaginn 19. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 15-17. Ýmislegt verður til skemmtunar og eftirtaldir munu koma fram.

Setning, Hjalti Helgason formaður Hamars 
Hátíðarávarp, Eyþór Ólafsson, bæjarfulltrúi. 
Fimleikasýning fimleikadeildar. 
Tónlistaratriði, Sædís Másdóttir. 
Leikþáttur úr Línu Langsokk.
Zhumba sýning barna. 
Ingó veðurguð tekur lagið.
Hreysti og þrautabraut fyrir krakka í umsjón Laugasports.

Kaffiveitingar, kaka og ís fyrir krakka.

Kynnir: Sævar Helgason

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Íþróttafélagið Hamar sendi 7 fulltrúa á árlegt HSK-þing sem að þessu sinni var haldið í Brautarholti á Skeiðum. Nokkrir Hamarsmenn fengu viðurkenningu sem íþróttamenn sinnar greinar innnan HSK. Það voru þau: Imesha Chaturunga fyrir badminton, Hugrún Ólafsdóttir fyrir blak og Íris Ásgeirsdóttir fyrir körfuknattleik. Að auki voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi barna- og unglingastarf og hlaut körfuknattleiksdeild Hamars þá viðurkenningu. Daði Steinn Arnarson veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd deildarinnar. Þingið tókst vel og var Guðríður Aadnegard endurkjörinn formaður HSK.

Nánar um viðurkenningu Hamarsfólks:

Foreldrastarfsbikar HSK 2011

Allt frá stofnun körfuknattleiksdeildar Hamars 1992 hefur það verið stefna deildarinnar að bjóða upp á öflugt barna- og unglingastarf enda ljóst að það tekur tíma að ala upp framtíðarleikmenn. Í upphafi þjálfunar er lögð áhresla á að kenna í gegnum leik. Gríðarlega mikilvægt er að efla og viðhalda áhuga barnanna á íþróttinni og það gera foreldrar best með því að sýna iðkun þeirra áhuga, fylgjast með æfingum, mæta á leiki og styðja þau og hvetja eins og kostur er. Frá byrjun hefur foreldrastarf verið með miklum blóma hjá deildinni. Við hvern flokk starfar foreldraráð sem heldur utan um starfið og skipuleggur m.a. fjáraflanir, keyrslu á mót og æfingaferðir.

Síðustu tíu ár hefur sú hefð skapast að annað eða þriðja hvert ár er farið með 9. og 10. flokk pilta og stúlkna í sameiginlega æfingaferð erlendis. Í ár verður haldið til Philadelpia í Bandaríkjunum.

Til þess að gera ferð sem þessa mögulega er að baki langur og strangur undirbúningur sem hefur að mestu mætt á foreldrum. Fyrir hverja ferð er skipað fjáröflunarráð sem hefur yfirumsjón með öllum fjáröflunum er tengjast ferðinni, þar með talinn rekstur sjoppunnar á heimaleikjum. Það er á ábyrgð fjáröflunarráðsins að virkja aðra foreldra og ekki síður krakkana sjálfa og hefur það tekist afskaplega vel.

Að lítið íþróttafélag, eins og Hamar í Hveragerði, skuli eiga tvö lið á meðal þeirra bestu á Íslandi í körfubolta er ekki sjálfgefið. Þar er ekki síst að þakka stórum hópi foreldra sem hefur elst með liðunum og verið óþreytandi að starfa með félaginu. Margir foreldrar hafa unnið kröftugt sjálfboðaliðastarf í þágu barna sinna frá minnibolta upp í meistaraflokka.

Og af hverju leggja foreldrar þetta á sig? Vegna þess að þetta starf er afskaplega gefandi og skemmtilegt og í gegnum íþróttir barnanna kynnast foreldrar betur. Foreldrar eignast vini og félaga rétt eins og börnin án þess að þurfa að leggja eins mikið á sig líkamlega.

 

Badmintonmaður HSK 2011

Imesha Chaturanga, Íþróttafélaginu Hamri, er badmintonmaður HSK árið 2011.

Hann varð þrefaldur HSK meistari á árinu, í karlaflokki, U19 og í sínum flokki U17. Ismesha er prúður leikmaður sem hefur tekið miklum framförum og verið sigursæll að undanförnu og kann að taka ósigri jafnt sem sigri af sannri íþróttamennsku.

 

Blakmaður HSK 2011

Hugrún Ólafsdóttir, Íþróttafélaginu Hamri, er blakmaður ársins hjá HSK 2011.

Hugrún hefur verið einn helsti máttarstólpi blakliðs Hamars og stundar íþrótt sína vel. Hugrún er ákaflega samviskusöm og metnaðargjörn fyrir sjálfa sig og lið sitt og nákvæm í öllum sínum aðgerðum.

 

Körfuknattleiksmaður HSK 2011

Íris Ásgeirsdóttir úr Hamri, er körfuknattleiksmaður HSK 2011.

Hún var fyrirliði meistaraflokks kvenna á síðustu leiktíð þegar liðið varð deildarmeistari Iceland Express deildarinnar 2011 sem er stærsti titill Körfuknattleiksdeildar Hamars fram að þessu. Íris er afar góð fyrirmynd þeirra sem yngri eru. Hún tekur æfingar alvarlega og leggur sig alla fram og spilar ávallt af einbeitingu og yfivegun.

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars, sunnudaginn 4. mars 2012 var Íris Ágeirsdóttir, körfuknattleikskona Hamars, krýnd íþróttamaður Hamars ársins 2011.  Íris var fyrirliði og lykilmaður í meistaraflokki Hamars tímabilið 2010-2011. Það tímabil náði Hamar sínum besta árangri þegar kvennaliðið varð deildarmeistari IcelandExpress deildarinnar. Íris hefur svo staðið í stöngu í vetur þar sem hún fór í hjálparstarf til Tansaníu í mánaðartíma og eftir heimkomu drifið félaga sína áfram í baráttunni í deildinni. Auk Írisar voru útnefnd íþróttamenn hverrar deildar.

Á aðalfundinum var kjörinn nýr formaður Hamars, Hjalti Helgason, sem tók við af Guðríði Aadnegaard sem hefur verið formaður félagsins í 10 ár. Einnig voru kjörir í stjórn Friðrik Sigurbjörnsson og Hallur Hróarsson.  Úr stjórn gengu ásamt Guðríði, Anton Tómasson og Kent Lauridsen sem hefur gengt gjaldkera stöðu félagsins í 10 ár. Eru nýjir menn boðnir velkomnir til starfa og hinum þökkuð ómetanleg störf í þágu íþróttafélagsins á undangengunm árum.

Framkvæmdarstjórn Hamars óskar íþróttamönnunum til hamingju með titlana.

Eftirtaldir fengu viðurkenningar:

Badmintonmaður Hamars Imesha Chaturanga
Fimleikamaður Hamars Arnar Eldon
Blakmaður Hamars Hugrún Ólafsdóttir
Hlaupari Hamars Sigríður Elísabet Sigmundsdóttir
Knattspyrnumaður Hamars Ingþór Björgvinsson
Körfuknattleiksmaður Hamars Íris Ásgeirsdóttir
Sundmaður Hamars Laufey Rún Þorsteinsdóttir

dreifib

Fimm iðkendur hjá Badmintondeild Hamars hafa verið boðaðir til æfinga hjá Unglingalandsliðinu í Badminton. Þetta eru þau Jan Hinrik í u-15 og Bjarndís Helga, Hákon Fannar (vantar á mynd), Imesha og Óli Dór í u-17. Þetta er annar veturinn sem þau njóta leiðsagnar Árna Þórs Hallgrímssonar landsliðsþjálfara og óskum við þeim velgengni