Ritnefnd 20 ára afmælisrits Hamars leitar eftir myndum (gömlum sem nýjum) frá starfi og eða viðburðum tengdum íþróttafélaginu Hamri og deildum þess. 

Ef þið eigið myndir eða þekkið einhvern sem gæti átt myndir, þá myndi ritnefndin gjarnan vilja fá þær til skoðunar og hugsanlega nota í 20 ára afmælisritið. 

Þeir sem geta lagt okkur lið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Álfhildi í síma: 847-0945 eða með tölvupósti: alfhildurthorsteins@gmail.com.

Við munum að sjálfsögðu fara vel með allar myndir og munum skila þeim til baka eins og við fáum þær til okkar.