Aðalfundur blakdeildar Hamars fyrir árið 2018, verður haldinn mánudaginn 18. febrúar n.k. kl. 21:00. Fundarstaður er á 2. hæð í Íþróttahúsinu við Skólamörk (framan við áhorfendapalla).

Efni fundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar

3. Ársreikningur og fjármál

4. Kosning stjórnar

5. Önnur mál

6. Viðurkenningar

Allir velkomnir,

Stjórn blakdeildar Hamars

Aðalfundur Íþróttafélagsins Hamars verður haldinn sunnudaginn 24. febrúar kl 14:00 í Grunnskólanum í Hveragerði

FUNDARBOÐ
Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum
í Hveragerði sunnudaginn 24. febrúar 2019 kl. 14.00

Fundarefni:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Reikningsskil.
  4. Venjuleg aðalfundarstörf.
  5. Önnur mál.
  6. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars.
  7. Kaffiveitingar í boði Hamars.

Verið velkomin
Stjórnin

– – –

Hér er fundarboð sem PDF skjal.

Dregið var í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins í Laugardalnum í dag.
Skemmst er frá því að segja að Hamar dróst á móti Íslands- og bikarmeisturum KA frá Akureyri og því ljóst að þeir eiga ærið verkefni fyrir höndum.

Leiðtími hefur enn ekki verið ákveðinn en liðin tvö eiga eftir að komast að samkomulagi um leiktíma en leikurinn fer fram á heimavelli Hamars.

Allir leikir í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins eiga að fara fram leikvikuna 17. – 24. febrúar.

Karlalið Hamars spilaði 2 leiki í 2.deild Íslandsmótsins í blaki um helgina sem leið.
Leikirnir voru gegn Völsungi á Húsavík annarsvegar og Blakfélagi Fjallabyggðar (BF) hinsvegar.
Fyrir leik helgarinnar voru Hamarsmenn í 2. sæti á undan Fjallabyggð en Völsungar vermdu botnsæti deildarinnar.
Leikjafyrirkomulagið hjálpaði Hamri lítið, en eftir langan akstur norður á Húsavík voru strákarnir lengi í gang og lentu 2 – 0 undir. Þá var díselvélin hinsvegar orðin heit og með bakið upp við vegginn, unnu þeir næstu 2 hrinur og tryggðu sér oddahrinu, sem þeir svo unnu og fengu fyrir vikið 2 stig af 3 mögulegum út úr leiknum.
Fimm hrinu leikur var hinsvegar erfiður undirbúningur fyrir leikinn gegn fersku liði Fjallabyggðar daginn eftir. Eftir sannfærandi tap í fyrstu hrinu sýndu strákarnir þó betri takta og börðust hetjulega þó 3-0 tap hafi verið niðurstaðan.
Blakfélag Fjallabyggðar tefldi fram nokkuð endurnýjuðu liði með ungum og efnilegum leikmönnum. Nokkuð sem Hamarsmenn væru alveg tilbúnir að búa að en endurnýju leikmanna í liðinu hefur gengið erfiðlega undanfarin ár.

Niðurstaða helgarinnar, 2 stig af 6 mögulegum í hús og BF fór uppfyrir liðið á töflunni og Hamar er því í 3ja sæti þegar 4 leikir eru eftir af tímabilinu.

Aðalfundur Sunddeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 5. febrúar kl. 18 – 19 í stofu 5 í Grunnskólanum í Hveragerði (austurinngangur hjá Garðshorni). Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða veittar viðurkenningar til iðkenda. Allir foreldrar hvattir til að mæta.

Jafnframt óskar sunddeildin eftir framboðum til gjaldkera sunddeildarinnar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.
Bestu kveðjur,

stjórn Sunddeildar.

Hamarskonur tóku á móti Grindavík í Frystikistunni í dag. Leikurinn fór jafn af stað, liðin skiptust forystu allan fyrri hálfleikinn og var jafnt í hálfleik 27-27. Hamarskonur voru sprækar og létu ekki óvænt forföll liðskvenna á sig fá en Marín Laufey, Álfhildur og Dagrún Inga voru allar frá vegna meiðsla og veikinda. Gígja Marín fór svo útaf í þriðja leikhluta vegna ökklameiðsla.

Fljótlega í þriðja leikhluta fór Grindavík að síga fram úr, þær stálu mörgum boltum (19 samtals í leiknum) og fengu hraðaupphlaup sem smám saman jók á forskot þeirra. Í þriðja leikhluta var staðan 36-50 fyrir Grindavík og Grindavík jók svo smám saman forskotið og endaði leikurinn 53-73.
Hamarskonur börðust þó allan leikinn og áttu virkilega góðan fyrri hálfleik á móti sterku liði Grindavíkur sem situr á toppi deildarinnar ásamt Fjölni.

Í liði Hamars var Íris Ásgeirsdóttir atkvæðamest með 19 stig og 12 fráköst. Hún lenti snemma í villuvandræðum en náði að spila vel allan leikinn þrátt fyrir það. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir átti jafnframt flottan leik, var með 11 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar. Þórdís var að spila sinn fyrsta leik
með Hamri en hún spilar með Breiðablik í úrvalsdeildinni og er því á venslasamningi. Gígja Marín var með 7 stig og aðrar minna.

Í liði Grindavíkur var Hrund Skúladóttir atkvæðamest en hún var með 17 stig, 11 fráköst og 4 stolnabolta. Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir og Ólöf Rún Óladóttir áttu báðar góðan leik með 14 stig hvor. Aðrar voru með minna en stigaskorið dreifðist nokkuð vel hjá Grindavíkurkonum.

Uppskeran var heldur rýr eftir blakhelgina miklu sem leið. Af 11 blakleikjum helgarinnar, töpuðu kvennaliðin tvö 5 leikjunum hvort en karlaliðið vann sinn leik í oddahrinu 3-2.

Það er því ljóst þegar tveimur keppnishelgum af þremur er lokið að bæði kvennaliðin munu í lok mars, berjast fyrir sæti sínu í deildunum.
Karlaliðið er hinsvegar í gríðarlega spennandi toppbaráttu í 2. deildinni en þar eru 3 lið jöfn í 1. – 3. sæti með 18 stig, Vestri, HK-B og Hamar. Í 4. sæti kemur svo Blakfélag Fjallabyggðar með 17 stig.

B lið Hamars keppti á Akureyri um helgina

Það er mikið að gera hjá blakdeildinni um helgina en karlaliðið keppir í 1. deildinni klukkan 19:00 í kvöld gegn Aftureldingu B.
Karlaliðið er í toppbaráttu 1. deildarinnar og mikilvæg stig í boði gegn Aftureldingu.

Kvennaliðin spila svo sína hvora 5 leikina. Á Akureyri er keppnishelgi í 5. deild og þar er B-lið félagsins í botnbaráttu. í Kórnum í Kópavogi er keppt í 2. deild og þar er A-liðið um miðja deild.

Samtals spila lið Hamars því 11 blakleiki á Íslandsmóti um helgina.