Dregið var í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins í Laugardalnum í dag.
Skemmst er frá því að segja að Hamar dróst á móti Íslands- og bikarmeisturum KA frá Akureyri og því ljóst að þeir eiga ærið verkefni fyrir höndum.

Leiðtími hefur enn ekki verið ákveðinn en liðin tvö eiga eftir að komast að samkomulagi um leiktíma en leikurinn fer fram á heimavelli Hamars.

Allir leikir í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins eiga að fara fram leikvikuna 17. – 24. febrúar.