Uppskeran var heldur rýr eftir blakhelgina miklu sem leið. Af 11 blakleikjum helgarinnar, töpuðu kvennaliðin tvö 5 leikjunum hvort en karlaliðið vann sinn leik í oddahrinu 3-2.

Það er því ljóst þegar tveimur keppnishelgum af þremur er lokið að bæði kvennaliðin munu í lok mars, berjast fyrir sæti sínu í deildunum.
Karlaliðið er hinsvegar í gríðarlega spennandi toppbaráttu í 2. deildinni en þar eru 3 lið jöfn í 1. – 3. sæti með 18 stig, Vestri, HK-B og Hamar. Í 4. sæti kemur svo Blakfélag Fjallabyggðar með 17 stig.

B lið Hamars keppti á Akureyri um helgina