Atli Þór Jónasson hefur verið valinn til að spila á hæfileikamóti KSÍ sem fram fer um helgina. Hæfileikamót KSÍ og N1 drengja fer fram í Kórnum í Kópavogi  dagana 23. – 25. september. Mótið fer fram undir stjórn Halldórs Björnssonar landsliðsþjálfara U-17. Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu.  Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Við óskum Atla góðs gengis um helgina!

Hjalti Valur Þorsteinsson hefur verið ráðinn styrktarþjálfari Hamars fyrir komandi átök í 1 deild karla í vetur. Hjalta Val ættu flestir Hamarsmenn að þekkja en hann spilaði með liðinu í gegnum alla yngriflokka og á 40 leiki að baki með meistaraflokk félagsins. Hjalti Valur hefur séð um styrktaræfingar fyrir strákanna í sumar og sér til þess að allir mæti í topp formi þegar blásið verður til leiks í byrjun Október. Hjalti er útskrifaður ÍAK-einkaþjálfari og verður hann Andra til aðstoðar með lið Hamars í vetur.

Hér má kynna sér störf Hjalta Vals betur

https://www.facebook.com/hjaltivalur/

Helgin 3.-4. september fór fram seinni helgin í forvali fyrir yngri landslið í körfuknattleik hjá krökkum fæddum 2002. Að þessu sinni mættu fjórir krakkar frá körfuknattleiksdeild Hamars og stóðu sig að sjálfsögðu með eindæmum vel, nú tekur við keppnistímabil hjá krökkunum þar sem þau fá frekari tækifæri á að láta ljós sitt skína og vonandi komast þau sem flest í næsta val sem fram fer um jól 2016.

Fimmtudaginn 1. September var haldin íþróttadagur Hamars, hátiðinn var haldinn í íþróttahúsinu í Dalnum og þar voru allar deildir Hamars með kynningu á starfi sínu ásamt því að boðið var uppá skemmtiatriði auk andlitsmálnigar og íspinna frá Kjörís. Dagurinn heppnaðis í alla staði vel og er án vafa langfjölmennasti kynningardagur sem Íþróttafélagið Hamar hefur staðið fyrir.

 

Sundæfingar hefjast 6. september nk.

Yngri hópur (1.- 5. bekkur) æfir:
þriðjudaga: 16:15 – 17:00
Fimmtudaga: 16:15 – 17:00
Föstudaga: 13:30 – 15:00

Eldri hópur (6. bekkur og eldri) æfir:
Mánudaga: 17:00 – 18:30 á Selfossi (val)
Þriðjudaga: 17:00 -18:30
Miðvikudaga: 17:00 – 18:30 á Selfossi (val)
Fimmtudaga: 17:00 – 18:30
Föstudaga: 13:30 – 15:00

Áhugasamir geta mætt á æfingar 6. – 19. september og prufað sér að kostnaðarlausu. Þeir sem skrá sig fyrir 20. september fá vönduð sundgleraugu frá sunddeildinni.

Allar frekari upplýsingar hjá Magga þjálfara: maggitryggva@gmail.com gsm: 898 3067 og formanni sunddeildar: stellahronn@hotmail.com gsm: 695 5444