Hamar komst í úrslit Lengjubikarsins á dögunum þegar liðið lagði KH í undanúrslitaleik. Liðið mætti sterku liði KFG í úrslitaleik. KFG hafði líkt og Hamar unnið alla sína leiki í Lengjubikarnum og einungis fengið á sig eitt mark fyrir úrslitaleikinn. Leikurinn fór fram á Samsungvellinum í Garðabæ og var ótrúlega gaman að sjá hversu margir Hvergerðingar mættu til að styðja við bakið á strákunum.

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru bæði lið að þreyfa á hvoru öðru. Á 12. mínútu tók einn varnarmanna KFG sig til og tók hressilega tæklingu á Tómas Hassing sem var að komast innfyrir vörn KFG. Leikmaður KFG fékk réttilega að líta rauða spjaldið fyrir þessa ljótu tæklingu. Hamar var því einum fleirri nánast allann leikinn. Á 18. mínútu áttu Hamarsmenn flotta sókn sem endaði með því varnarnarmaður KFG sparkar boltanum í Frissa sem setur hann glæsilega inn í markið. Smá heppnis stimpill yfir markinu, en Frissi gerði mjög vel. Eftir þetta duttu Hamar aðeins niður og KFG voru að spila betur þrátt fyrir að vera einum færri. Á 24 mínútu kemur fyrirgjöf frá KFG inn í teig Hamars, varnarmenn gleyma sér og skorar sóknarmaður KFG. Svo á 30. mínútu voru Hamarsmenn aftur klaufar þegar þeir gefa boltann á leikmann KFG rétt fyrir utan teig. Leikmaðurinn skorar einn á móti markmanni. Staðan orðinn 2 – 1 fyrir KFG þrátt fyrir að vera einum manni færri. Eftir þetta rifu Hamarsmenn sig aðeins í gang en náðu ekki að jafna fyrir leikhlé. Í byrjun seinni hálfleiks skora KFG mjög umdeilt mark þegar sóknarmaður þeirra tæklar Nikulás í marki Hamars þegar hann heldur á boltanum. Við tæklinguna missir Nikulás boltann og sóknarmaðurinn leggur boltann í netið. Dómaranum fannst ekki ástæða til þess að dæma aukaspyrnu á það. Hamarsmenn attu leikinn eftir þetta og reyndu eins og þeir gátu til að minnka muninn. Á 75. mínútu var skotið í stöng og var Palli fyrstur að átta sig og tók frákastið og lagði boltann í netið. Við þetta kom von hjá Hamri og strax á næstu mínútu fengu Hamarsmenn aukaspyrnu fyrir utan teig. Liam setti boltann inn í teiginn þar sem Palli var aftur á ferðinni og stökk manna hæðst og skallaði boltann í netið. Frábær endurkoma hjá Hamri og voru leikar jafnir 3 – 3 þegar um 15 mínútur voru eftir að leiknum. Eftir þetta héldu Hamarsmenn áfram að reyna skora og sækja til sigurs, en án árangurs. Leikurinn endaði 3 – 3 og þurfti að fara í vítaspyrnukeppni til að fá úrslit í leikinn. Í vítaspyrnukeppninni varði Nikulás glæsilega tvær spyrnur og sendu KFG boltann einu sinni framhjá. Hamar misnotaði einnig tvær spyrnur og var komið að Didda að taka síðustu spyrnuna. Diddi skoraði örruglega úr henni og tryggði Hamar Lengjubikarstitillinn!

Leikurinn var frábær skemmtun og fengu fjölmargir áhorfendur leiksins mikið fyrir sinn snúð. Stemmninginn var svo sannarlega Hvergerðinga í stúkunni og þessi leikur var vonandi forsmekkur af góðu sumri hjá Hamri í ár. Hvergerðingar eru hvattir til að fylgjast með liðinu í sumar og búa til ógleymanlega stemmningu á Grýluvelli. Næsti leikur liðsins er gegn Vatnaliljunum í Borgunarbikarnum. Leikurinn er á sunnudaginn kl 13:00 í Fagralundi.

Byrjunarlið

Markvörður: Nikulás

Varnarmenn: Sigmar – Hákon – Sigurður Andri – Tómas A

Miðjumenn: Liam – Ölli – Hrannar

Kantmenn: Frissi – Daníel

Framherji: Tómas H.

Skiptingar

46. mín Frissi (ÚT) – Palli (INN)

69. mín Tómas H (ÚT) – Kaleb (INN)

70. mín Sigmar (ÚT) – Diddi (INN)

 

ÁFRAM HAMAR!!!

Hamar spilaði undanúrslitaleik Lengjubikarsins gegn KH á Vodafone vellinum í gær. Bæði lið höfðu unnið alla sína leiki í riðlakeppninni og var því ljóst að Hamar var að mæta mjög sterku liði KH.

Hamar byrjaði leikinn mjög vel og áttu mjög góð færi í byrjun leiks. Markvörður KH varði vel og marksúlurnar fengu aðeins að kenna á því á fyrstu mínútunum. Hamarsmenn voru meira með boltann en boltinn neitaði að fara í netið. En á 7 mínútu gleymdu Hamarsmenn sér aðeins í sókninni og sóttu KH hratt upp völlinn sem endaði með marki frá KH. Staðan var því orðinn 1-0 þvert á gang leiksins. Hamarsmenn héldu áfram að sækja að marki KH og komu margir flottir spilkaflar í leik liðsins. Á 22. mínútu tók Hákon aukaspyrnu við miðju vallarins. Ölli var fyrstur í boltann og skallar yfir markvörð KH beint fyrir fætur Daníels sem potar boltanum yfir línuna. Verðskuldað mark og var allt í járnum það sem eftir lifði af fyrri hálfleik. Bæði lið fengu ágætis færi en staðan í hálfleik var 1-1. Í seinni hálfleik var minna af færum en  bæði lið spiluðu ágætlega og var greinilegt að liðin ætluðu sér í úrslitaleik. Á 73. mínútu fékk Hrannar boltann fyrir utan teig. Hrannar ákveður að skjóta boltanum sem endar í markinu, glæsilegt utanfótar skot sem var óverjandi fyrir markvörð KH. Eftir þetta lágu Hamarsmenn til baka og voru mjög þéttir. KH fékk eitt mjög gott færi til að jafna leikinn en Nikulás í marki Hamars varði glæsilega. Lokatölur voru 1 – 2 fyrir Hamri og ljóst er að liðið leikur til úrslita í Lengjubikarnum.

Frábær sigur hjá Hamarsmönnum sem hafa unnið 5 leiki í röð. Liðið mun mæta mjög sterku liði KFG í úrslitunum. KFG hefur einnig unnið alla sína leiki svo ljóst er að Hamar þarf að eiga góðann leik til að sigra Lengjubikarinn. Leikurinn verður á sunnudag kl 19:00 á Samsung vellinum í Garðabæ. Nú eiga allir Hvergerðingar að sameinast í bíla og hvetja strákana til sigurs í Lengjubikarnum á sunnudaginn!

Byrjunarlið Hamars.

Markvörður: Nikulás.

Varnarmenn: Sigmar – Hákon – Kjartan – Tómas A

Miðjumenn: Ölli – Liam – Hrannar

Kantmenn: Daníel – Kaleb

Framherji: Tómas H.

Skiptingar:

60. mín Palli (INN) – Kaleb (ÚT)

60.mín Sigurður Jóhann (INN) – Tómas A (ÚT)

87.mín Sindri (INN) – Hrannar (ÚT)

89. mín Ómar (INN) – Tómas H (ÚT)

Björn Ásgeir Ásgeirsson hefur verið valin í 16 manna landsliðshóp drengja fæddir 2000 í körfuknattleik. Þetta eru frábærar fréttir fyrir körfuboltan í Hveragerði og sínir hvaða árangri er hægt að ná með dugnaði og elju, Björn Ásgeir er þarna að uppskera árangur þess að hafa verið einstaklega duglegur að æfa undanfarinn ár bæði með liðsfélögum og með miklum aukaæfing. Til hamingju Björn Ásgeir og körfuknattleiksdeild Hamars.

Hamar spilaði sinn síðasta leik í riðlakeppni Lengjubikarsins um helgina þegar Hvíti Riddarinn kom í heimsókn á Selfossvöll. Um var að ræða úrslitaleik hvort liðið kæmst í undanúrslit Lengjubikarsins. Hamar dugði jafntefli í leiknum en Hvíti Riddarinn þurfti að vinna leikinn til að komast áfram.

Leikurinn byrjaði fjörlega og var greinilegt að mikið var undir í þessum leik. Bæði lið spiluðu nokkuð fast og var mikið um pústra um allann völl. Bæði lið fengu ágætis færi til að komast yfir í leiknum í fyrri hálfleik en markverðir beggja liða vörðu vel. Nokkur gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik. Á 42. mínútu fengu Hamarsmenn aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig sem Daníel tók. Boltinn skoppar inn í teig framhjá varnarmönnum Hvíta Riddarans og endar við fætur Liam Killa sem setur hann örruglega í netið. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Hamri og var Hamar í góðri stöðu þar sem þeim dugði jafntefli úr leiknum. Í seinni hálfleik léku vörðu Hamarsmenn markið sitt vel og voru skynsamir í leik sínum. Lítið var um færi í seinni hálfleik, en líkt og í þeim fyrri var mikið af tæklingum og fleirri gul spjöld fóru á loft. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og endaði leikurinn 1-0 fyrir Hamri. Góður sigur hjá Hamarsmönnum á móti sterku liði Hvíta Riddarans.

Hamar enduðu því mótið á toppi riðilsins með fullt hús stiga og eru komnir í undanúrslit keppninnar. Liðið dróst á móti KH í undanúrslitunum. Leikurinn verður spilaður 21. Apríl (sumardaginn fyrsta) kl 17:00 á Vodafone vellinum á hlíðarenda. Við hvetjum alla til að kíkja á leikinn og hvetja strákana til sigurs!

Byrjunarlið Hamars

Markvörður: Nikulás

Varnarmenn: Sigmar – Hákon – Kjartan – Tómas A

Miðjumenn: Liam – Ölli – Sindri

Kantmenn: Daníel – Kaleb

Framherji: Tómas H.

Skiptingar

52. mín. Sigmar (ÚT) – Hafþór V (INN)

52, mín Sindri (ÚT) – Sigurður Jóhann (INN)

60. mín Kaleb (ÚT) – Frissi (INN)

72. mín Tómas H (ÚT) – Diddi (INN)

 

Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur þegið boð Niagara University um að spila með körfuknattleiksliði skólans næstu þrjú árin. Dagný Lísa verður á fullum skólastyrk við skólan sem spilar í fyrstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum og er eftir því sem við vitum best fyrsti leikmaður Hamars sem hefur fengið þennan styrk. Íþróttafélagið Hamar fagnar og samgleðs með Dagný Lísu að hafa náð þessum árangri og bendir um leið ungum iðkenndum á hvað hægt er að gera með elju og dugnaði eins og hún hefur sýnt allan sinn feril. Til Hamingju Dagný Lísa með frábæran árangur.

Kjartan Sigurðsson fékk leikheimild fyrir Hamar í gær. Kjartan kemur frá Bandaríkjunum þar sem hann var í námi og starfi. Kjartan er varnarmaður en getur einnig leyst aðrar stöður. Kjartan er ekki óþekktur í Hveragerði en hann spilaði með liðinu árið 2009 í 2. deild. Hann spilaði 23 leiki og skoraði eitt mark það tímabil. Eftir það tímabil fór hann á Selfoss þar sem hann spilaði með liðinu í Pepsi deildinni og 1. deild. Kjartan hefur einnig spilað í Finnlandi. Þetta er mikill fengur fyrir félagið þar sem Kjartan er mikill leiðtogi og leggur sig allann fram innann vallar sem utan fyrir liðið. Hans fyrsti leikur með liðinu verður á sunnudag þegar Hamar tekur á móti Hvíta Riddaranum á Selfossvelli.

Við bjóðum Kjartan velkominn aftur ”heim” í Hveragerði!!

Kjartan Sig - 2009

Kjartan í leik með Hamri 2009

Hamarsmenn spiluðu sinn þriðja leik í Lengjubikarnum s.l Laugardag þegar liðið heimsótti Augnablik. Hamar hafði unnið báða sína leiki fyrir þennann leik en Augnablik var án stiga.

Strax á fyrstu mínútu leiksins átti Hákon góða sendingu inn fyrir vörn Augnabliks á Loga Geir sem tók á móti boltanum og skoraði örruglega. Hamarsmenn voru mun betri aðilinn í leiknum og voru með boltann nánast allann fyrri hálfleikinn. Á 24. mínútu fékk sóknarmaður Augnabliks boltann fyrir utan teig og skoraði efst upp í markhornið, þvert á móti gang leiksins. Leikmenn Hamars svöruðu strax og skoraði Tómas Hassing gott mark mínútu síðar. Eftir þetta fengu Hamarsmenn fullt af tækifærum til að bæta við. Á 40. mínútu var komið að Tómasi  þar sem hann skoraði sitt annað mark í leiknum. Hamar héldu áfram að sækja og átti Indriði flottan fyrirgjöf sem endaði hjá Liam sem setti boltann í netið rétt fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik var 1 – 4 fyrir Hamri. Seinni hálfleikur var mun rólegri en Hamarsmenn voru samt mun sterkara. Á 65. mínútu fékk sami sóknarmaður Augnabliks boltann fyrir utan teig og skoraði hann aftur með góðu skoti. Á 72. mínútu var komið að nýjasta liðsmanni Hamars, Daníel sendi góða fyrigjöf sem Hrannar Einarsson skallaði laglega í markið. Lokatölur voru 2 – 5 fyrir Hamri. Ágætis leikur hjá Hamri og hefði sigurinn átt að vera stærri.

Nú er Hamar efst í riðlunum með 9 stig þegar einn leikur er eftir. Hamar dugar jafntefli í síðasta leiknum gegn Hvíta Riddaranum til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn er á Selfossvelli næsta sunnudag kl 11:00.

Byrjunarlið Hamars

Markvörður: Nikulás

Vörn: Sigmar – Hákon – Tómas Aron – Indriði

Miðja: Liam – Ölli – Logi

Kantmenn: Tómas Hassing og Daníel

Framherji: Palli.

Skiptingar:

45. mín Nikulás (ÚT) – Stefán Hannessson (INN)

45. mín Palli (ÚT) – Hrannar (INN)

59. mín Tómas H (ÚT) – Kaleb (INN)

59. mín Logi (ÚT) – Diddi (INN)

65. mín Indriði (ÚT) – Ómar (INN)

76. mín Daníel (ÚT) – Frissi (INN)

 

Hamarsmenn hafa verið að undirbúa lið sitt að undanförnu fyrir komandi sumar. Lengjubikarinn er kominn á fullt og æfingaferð liðsins til spánar var vel heppnuð. Hamar hefur styrkt liðið sitt töluvert á undanförnum vikum.

Í dag fengu Hamarsmenn sterkann liðstyrk þegar Hrannar Einarsson fékk félagaskipti í Hamar úr Fram. Hrannar er uppalinn í Breiðablik þar sem hann á nokkra leiki með meistaraflokk félagsins, fór svo í KR þar sem hann var í meistaraflokkshóp liðsins og spilaði leiki með KR. Hrannar spilaði svo í fyrra í 1. deildinni með Fram.

Á dögunum komu þrír strákar úr Elliða á síðasta tímabili. Varnarmennirnir Stefán Víðir Ólafsson, Sigurður Jóhann Einarsson og Framherjinn Páll Pálmason komu til liðsins fyrr í vetur.

Varnar og miðjumaðurinn Sigmar Egill Baldursson kom úr KF. Sigmar sem er tengdasonur Gumma Erlings spilaði 8 leiki með KF í 2. deildinni s.l sumar.

Hamar fékk svo til sín íslensk ættaðan bandaríkjamann í síðasta mánuði. Hann heitir Kaleb Goodmann og spilar sem kantmaður. Kaleb var á reynslu hjá Pepsi og 1. deildar liðum áður en hann kom til Hamars.

Að lokum komu tveir strákar úr KR. Varnarmaðurinn Sigurður Andri Jóhannsson og miðjumaðurinn Sindri Snær Símonarson gengu til liðs við Hamars í vetur.

Spennandi verður að fylgjast með strákunum í sumar en næsti leikur í Lengjubikarnum hjá Hamri er á morgun, laugardag þegar liðið heimsækir Augnablik í Fagralundi kl 16:00.

 

 

 

Hamar spilaði sinn annann leik í Lengjubikarnum s.l Laugardag þegar þeir tóku á móti Ísbirninum á Selfossvelli. Hamar hafði spilað einn leik í Lengjubikarnum fyrir þennann leik og vannst sá leikur. Ísbjörninn hafði spilað tvo leiki fyrir leikinn og töpuðust þeir báðir.

Hamar byrjuðu af krafti í leiknum og fengu hornspyrnu á fjórðu mínútu leiksins. Ölli skoraði úr henni eftir skemmtilega útfærslu og góða hornspyrnu frá Kaleb. Á 12. mínútu komst Hamar í skyndisókn sem endaði á því að Páll sendi góða sendingu á Hafstein sem kláraði færið af örryggi. Eftir þetta róaðist leikurinn og spiluðu Hamarsmenn ekki nógu góðann leik í stað þess að klára leikinn. Á 36. mínútu sváfu Hamarsmenn á verðinum og Ísbjörninn náðu að minnka muninn í 2-1. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks fékk Hamar aukaspyrnu af löngu færi sem Hákon tók. Hákon gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukaspyrnunni. Staðan var 3-1 í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiksins var kraftur í Ísbirnunum og áttu þeir ágætis færi að marki Hamars. Hamar náðu ekki að spila boltanum nægilega vel á milli sín. Á 60. mínútu braut leikmaður Ísbjarnarins ílla á sér og fékk að líta rauða spjaldið. Eftir þetta áttu Hamar tóku Hamar öll völd á leiknum og náðu að spila boltanum betur á milli sín. Á 75. skoraði varamaðurinn Daníel mark af stuttu færi eftir frábært spil Hamarsmanna upp völlinn. Eftir þetta áttu Hamar nokkur færi en náðu ekki að koma tuðrunni oftar í markið. Ágætis sigur hjá Hamarsmönnum en þeir hafa oft sýnt betri leik.

Næsti leikur Hamars er Laugardaginn 9. Apríl gegn Augnablik. Leikurinn er kl 16:00 í Fagralundi.

17 -Hafsteinn Þór

Hafsteinn Þór skoraði gott mark í leiknum