Hamar spilaði sinn síðasta leik í riðlakeppni Lengjubikarsins um helgina þegar Hvíti Riddarinn kom í heimsókn á Selfossvöll. Um var að ræða úrslitaleik hvort liðið kæmst í undanúrslit Lengjubikarsins. Hamar dugði jafntefli í leiknum en Hvíti Riddarinn þurfti að vinna leikinn til að komast áfram.

Leikurinn byrjaði fjörlega og var greinilegt að mikið var undir í þessum leik. Bæði lið spiluðu nokkuð fast og var mikið um pústra um allann völl. Bæði lið fengu ágætis færi til að komast yfir í leiknum í fyrri hálfleik en markverðir beggja liða vörðu vel. Nokkur gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik. Á 42. mínútu fengu Hamarsmenn aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig sem Daníel tók. Boltinn skoppar inn í teig framhjá varnarmönnum Hvíta Riddarans og endar við fætur Liam Killa sem setur hann örruglega í netið. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Hamri og var Hamar í góðri stöðu þar sem þeim dugði jafntefli úr leiknum. Í seinni hálfleik léku vörðu Hamarsmenn markið sitt vel og voru skynsamir í leik sínum. Lítið var um færi í seinni hálfleik, en líkt og í þeim fyrri var mikið af tæklingum og fleirri gul spjöld fóru á loft. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og endaði leikurinn 1-0 fyrir Hamri. Góður sigur hjá Hamarsmönnum á móti sterku liði Hvíta Riddarans.

Hamar enduðu því mótið á toppi riðilsins með fullt hús stiga og eru komnir í undanúrslit keppninnar. Liðið dróst á móti KH í undanúrslitunum. Leikurinn verður spilaður 21. Apríl (sumardaginn fyrsta) kl 17:00 á Vodafone vellinum á hlíðarenda. Við hvetjum alla til að kíkja á leikinn og hvetja strákana til sigurs!

Byrjunarlið Hamars

Markvörður: Nikulás

Varnarmenn: Sigmar – Hákon – Kjartan – Tómas A

Miðjumenn: Liam – Ölli – Sindri

Kantmenn: Daníel – Kaleb

Framherji: Tómas H.

Skiptingar

52. mín. Sigmar (ÚT) – Hafþór V (INN)

52, mín Sindri (ÚT) – Sigurður Jóhann (INN)

60. mín Kaleb (ÚT) – Frissi (INN)

72. mín Tómas H (ÚT) – Diddi (INN)