Hamar spilaði sinn fyrsta leik á íslandsmótinu s.l föstudag. Hamar tók þá á móti Stokkseyri á Grýluvelli. Þetta var fyrsta viðureign liðana á íslandsmóti, liðin hafa einungis einu sinni mæst og var það í Lengjubikarnum fyrr á árinu. Hamar vann þann leik 2 – 0.

Hamar byrjuðu leikinn af krafti og sóttu að marki Stokkseyrar frá fyrstu mínútu. Á 10. mínútu brutu Hamarsmenn svo ísinn þegar Jorge tók stutta hornspyrnu á Mána sem gaf hann aftur á Jorge og skaut hann glæsilegu skoti í fjærhornið í mark Stokkseyrar. Á 16. mínútu fengu Hamarsmenn svo aukaspyrnu við miðju vallarins. Máni tók hana og rataði hún á kollinn á Ölla sem skallaði boltann í netið. Hamarsmenn héldu áfram að sækja og áttu mjög góð færi til að bæta við forrystuna. Á 41. mínútu var komið að Mána að skora, eftir klafs í teignum náði Máni góðu skoti sem endaði í markinu. Svo á 44. mínútu skoraði svo nýr liðsmaður Hermann Ármannson gott mark í sínum fyrsta leik fyrir Hamar. Staðan var 4 – 0 í hálfleik  og voru yfirburðir Hamarsmanna miklir í fyrri hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks héldu Hamarsmenn áfram að sækja og á 53. mínútu komst Frissi inn í vítateig og fékk vítaspyrnu. Ölli tók spyrnuna og skoraði örruglega. Á 57. mínútu fékk Daníel boltann innfyrir vörn Stokkseyrar og skoraði hann örruglega. Eftir þetta héldu Hamarsmenn áfram að sækja og gátu hæglega bætt við fleiri mörkum. En í lok leiksins var meira jafnvægi í leiknum og var mikið miðjumoð. En á 88. mínútu fengu Stokkseyri eina færi sitt í leiknum. Hamarsmenn voru kærulausir með boltann og komust þeir innfyrir vörnina og skoraði Arnar Þór Halldórsson fyrir Stokkseyri. Lokatölur 6-1 fyrir Hamar. Frábær leikur hjá Hamri og spilaði liðið flottann fótbolta í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Allir leikmenn liðsins lögðu sig fram í verkefnið og uppskáru eftir því. Það verður gaman að fylgjast með strákunum í framhaldinu.

Frábært var að sjá hversu margir áhorfendur voru mættir á völlinn og er greinilegt að Hvergerðingar eru áhugasamir að sjá sína menn spila. Langt er síðan svo margir hafa verið mættir á völlinn. Vonandi heldur fólk áfram að mæta á völlinn og við náum að búa til skemmtilega stemmningu í kringum liðið í sumar.

Allir leikir Hamars eru teknir upp á vidjó og er hægt að sjá mörkin og fleira hér að neðan.

Byrjunarlið Hamars.

Markvörður: Hlynur Kára.

Vörn: Helgi Guðna – Hákon – Indriði – Tómas

Miðja: Ölli – Máni – Jorge

Kantmenn: Daníel – Frissi

Framherji: Hermann

Varamenn:

Nikulás – Ásgeir – Stefán – Ómar – Hafsteinn – Haffi Vilberg – Fannar.

Skiptingar:

46. Mín. Hlynur (ÚT) – Nikulás (INN)

53. Mín. Indriði (ÚT) – Fannar (INN)

59. Mín. Jorge (ÚT) – Stefán (INN)

66. Mín Frissi (ÚT) – Haffi Vilberg (INN)

66. Mín Helgi (ÚT) – Ásgeir (INN)

Hamar - Stokkseyri 1

Helgi hárfagri sýndi flotta takta í leiknum

Hamar - Stokkseyri 2

Máni átti stórgóðan leik, gaf tvær stoðsendingar og skoraði eitt

Hamar - Stokkseyri 3

Ásgeir skoraði næstum því.

 

Næsti leikur hjá strákunum er á fimmtudaginn kl 20:00 á móti Létti á Hertz vellinum í Breiðholti. Hvergerðingar eru hvattir til að kíkja á þann leik og styðja við strákana!

Hamar spilaði æfingaleik við Hvíta Riddarann s.l Laugardag á grasvelli í Þorlákshöfn. Um var að ræða síðasta æfingaleikinn fyrir íslandsmótið. Félagaskiptaglugginn lokaði 15. Maí og var smá fjör á Hamri á lokadeginum. Arnar Þór Hafsteinsson ákvað að ganga til liðs við Kára og óskum við honum góðs gengis þar. Hamar fékk í staðinn tvo öfluga sóknarmenn og einn varnarmann. Daníel Rögnvaldsson kom frá Ægi, Hermann Ármannsson kom á láni frá Breiðablik og Fannar Haraldur Davíðsson kom á láni frá Ægi. Við bjóðum þá velkomna í Hveragerði.

Hamarsmenn byrjuðu leikinn ágætlega, héldu boltanum vel innann liðsins og áttu fín tækifæri til að komast í forrystu í leiknum. En Hvíti Riddarinn eru með mjög fljóta menn frammá við og komust inn fyrir vörn Hamarsmanna og tóku forrystu í leiknum með góðu marki. Stuttu seinna náðu þeir að bæta við öðru marki. 0-2 var staðan eftir um hálftíma leik. Rétt fyrir lok hálfleiksins bættu svo Hvití Riddarinn við þriðja markinu og var staðan 0 – 3 fyrir Hvíta Riddaranum í hálfleik. Í seinni hálfleik gerðu Hamarsmenn nokkrar breytingar á liði sínu og voru staðráðnir í að breyta gangi máli. Fljótlega í seinni hálfleik skoraði nýji liðsmaðurinn Daníel mark úr góðu skoti rétt fyrir utan vítateig. 6 mínútum síðar skoraði svo annar nýr liðsmaður Fannar Haraldur mark eftir hornspyrnu. Nú voru Hamarsmenn komnir í gang og náðu Hamar að jafna leikinn með glæsilegu marki frá Jorge sem skaut boltanum í slánna og inn af 25 metra færi. Hamar fékk svo vítaspyrnu sem Daníel skoraði örruglega úr og voru þar af leiðandi komnir með forrystu í leiknum. Undir lok leiksins skoraði svo Jói Snorra frábært mark langt utan af kantinum, boltinn sveif yfir markmanninn og upp í vinkilinn. Lokatölur 5-3 fyrir Hamar í miklum markaleik. Fyrri hálfleikur var ekki alveg nógu góður að hálfu Hamarsmanna en þeir sýndu mikinn karakter í seinni hálfleik. Góð úrslit í síðasta leiknum fyrir íslandsmót og gefur góð fyrirheit fyrir sumarið.

24 - Jorge

Jorge skoraði glæsilegt mark í leiknum.

Byrjunarlið Hamars

Markvörður: Hlynur

Varnarmenn: Ásgeir – Fannar – Indriði – Tómas

Miðjumenn: Ölli – Máni – Jorge

Kantmenn: Helgi – Daníel

Sóknarmaður: Brynjar Elí

Varamenn:

Hafsteinn – Ómar – Bjartmar – Jói Snorra – Bjarnþór – Jóhann Karl.

Allir varamenn fengu góðan spiltíma og voru leyfðar frjálsar skiptingar í leiknum.

Næsti leikur er svo á Grýluvelli þegar Hamar tekur á móti Stokkseyri í fyrsta leik íslandsmótsins. Leikurinn er n.k föstudag kl 20:00.  Hvergerðingar eru hvattir til að mæta á völlinn og styðja sína menn til sigurs!

Frá 18. maí til 1. júní mun Laugaskarð loka vegna viðhaldsvinnu. Laugasport verður opin frá 14:00 – 20:30 virka daga.

Við munum framlengja alla tímabundna samninga um 14 daga en fyrir viðskiptavini með ótímabundna samninga bjóðum við upp á endurgreiðslu. Til þess að fá endurgreiðslu fyrir 14 daga þarf að senda tölvupóst á KentLauridsen[at]hotmail.com og gefa upp reikningsnúmer ásamt kennitölu.

Hamar mætti Kára í Borgunarbikarnum, bikarkeppni KSÍ s.l Laugardag. Kári er frá Akranesi og hafa þeir verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu, þeir enduðu sem sigurvegarar í Lengjubikarnum og hafa verið að styrkja sitt lið undanfarið. Kári spilar í 3. deild í sumar á meðan Hamar spilar í 4. deild.

Hamarsmenn byrjuðu leikinn af krafti og fengu nokkur ágæt færi í byrjun leiks. Hamar varðist vel og lokaði á þau svæði sem Káramenn eru hættulegastir í. Flott barátta var í Hamarsmönnum og voru þeir að vinna saman sem lið í fyrri hálfleik. Á 33. mínútu náði Kári að komast inn fyrir vörn Hamars og skora laglegt mark. Staðan var 0-1 í hálfleik fyrir Kára þrátt fyrir góða barráttu og ágæt marktækifæri Hamarsmanna í fyrri hálfleik. Á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks skoruðu Kári tvö mörk og var staðan orðinn 0-3 fyrir Kára þegar 50 mínútur voru búnar af leiknum. Eftir þetta gáfust Hamarsmenn upp og mörkin komu á færibandi. Káramenn spiluðu mjög flottann fótbolta og höfðu Hamarsmenn enginn svör við því. Til að gera langa sögu stutta þá endaði leikurinn 0 – 7 fyrir Kára. Kári greinilega með hörkulið sem á eftir að gera góða hluti í sumar og Hamar þurfa að læra af þessum leik og vera tilbúnir í átökin þegar íslandsmótið hefst.

Íslandsmótið hefst svo 22. Maí þegar Hamar tekur á móti Stokkseyri á Grýluvelli.

Byrjunarlið Hamars:

Markvörður: Hlynur Kára

Varnarmenn: Haffi Vilberg – Hákon – Indriði – Tómas

Miðjumenn: Ölli – Máni – Helgi

Kantmenn: Aron – Frissi

Framherji: Arnar.

Skiptingar:

53.mín Arnar (ÚT) – Brynjar (INN)

63.mín Tómas (ÚT) – Ásgeir (INN)

63.mín Máni (ÚT) – Hafsteinn (INN)

Ónotaðir varamenn:

Nikulás – Friðbjörn – Diddi – Ómar

 

 

Þann 30.apríl var haldið HSK mót í 10.flokk stráka og stelpna í Hveragerði. Hamar, Hrunamenn, Hamar B og Þór Þorlákshöfn tóku þátt í þessu móti en Hamar B er sameiginlegt lið stúlkna frá Hamri og Hrunamönnum.

Þetta var síðasta körfuboltamót vetrarins í þessum flokki þannig ekki vantaði keppnina þó svo að mótið sjálft sé fyrst og fremst upp á gamanið gert.

Hamar varð HSK meistari 10.flokks drengja eftir að sigra Hrunamenn og síðan Þór Þorlákshöfn í algjörum úrslitaleik sem endaði með 61-57 sigri Hamars í tví framlengdum leik þar sem spennan var mikil og leikmenn sýndu glæsilega takta undir mikilli pressu.

Mótið endaði síðan á því að grillaðar voru pulsur í sumarveðrinu og fóru allir heim með bros á vör eftir skemmtilegt mót og skemmtilegan körfubolta vetur.

Hrunamenn urðu HSK meistarar í 10.flokki stúlkna eftir að hafa unnið leik sinn á móti Hamri nokkuð þægilega. Hinsvegar var mun meiri spenna í leik Hrunamanna og Hamars B þar sem lokastaðan var 30-24 Hrunamönnum í vil.  Myndin er hinsvegar af okkar frábæru stúlkum í Hamari.