Íslandsmótið í almennum fimleikum var haldið á Akranesi helgina 9.-11. nóvember.

Fimleikadeild Hamars sendi um 30 keppendur á mótið með glæsilegum árangri og má sá úrslitin hér fyrir neðan:

 

9-10 ára A

  • Gunnhildur F. Hallgrímsdóttir, 1.sæti gólfæfingar

 

9-10 ára B

  • Guðjón Ingason, 1.sæti trampolín, 2.sæti samanlagt
  • Esra Leon, 3.sæti trampolín, 3.sæti samanlagt

 

11-12 ára A

  • Hekla Björt Birkisdóttir, 1.sæti trampolín, 3.sæti gólfæfingar, 2.sæti samanlagt
  • Birta Marín Davíðsdóttr, 3.sæti stökk

 

11-12 ára B

  • Gillý Ósk, 3.sæti trampolín

 

13-14 ára A

  • Kolbrún Marín, 1.sæti trampolín, 3.sæti gólfæfingar

 

15-16 ára A

  • Arnar Eldon, 2.sæti

 

Þessa dagana eru allir iðkendur að leggja lokahönd á undirbúning jólasýningar fimleikadeildarinnar sem haldin verður föstudaginn 7. desember í íþróttahúsi Hveragerðis og að þessu sinni verður þemað „Þegar Trölli stal jólunum“. Mikil spenna liggur í loftinu og má búast við stórglæsilegri sýningu eins og endranær og iðkendur bjóða alla velkomna á sýninguna.

fimleikar_nov2012_pe

Loksins, loksins, loksins eru æfingar að hefjast í Hamarshöllinni. Æfingatafla hefur verið gefin út og má sjá hana hér að neðan. 

aefingatafla_i_hamarshollinni

Í tilefni 20 ára afmælis Íþróttafélagsins í mars var ákveðið að gefa út afmælistimarit sem spannar sögu félagsins. Kosin var ritnefnd sem í sátu, Njörður Sigurðsson, Álfhildur Þorsteinsdóttir og Hjörtur Sveinsson. Um er að ræða 40 síðna blað með ýmsum fróðleik um deildir félagsins, viðtöl og myndir úr starfinu.  Blaðið kom úr prentun í gær og var því fagnað með útgáfuhófi í bókasafni Hveragerðis. Stjórn Iþróttafélagsins þakkar ritnefnd, ásamt öllum þeim sem lögðu blaðinu lið með efni eða öðrum hætti.  

Hin þroskaða blaklið Hamars gerði sér lítið fyrir í fyrsta leik Íslandsmótsins í 2. deild að sigra ungviðið í HKb. Leikurinn fór illa af stað fyrir Hamarsmenn sem voru lengi í gang og töpuðu fyrstu tveimur hrinunum. Þá fór gamla díslilvélin að malla og Hamar vann næstu þrjár hrinur og þar með leikinn 3-2.  Góð byrjun hjá Hamri sem mætir Fylki í næsta leik á útivelli.

Kvennalið Hamars tók þátt í fyrstu turneringu af þremur í Íslandsmóti 4. deildar á Laugarvatni um helgina. Liðið lék 5 leiki, sigraði Álftanes b og Laugdæli en tapaði fyrir HK f, Dímon og Snæfelli. Ágætur árangur hjá stelpunum.

Nr. Félag Leik Hrinur Stigaskor Hlutfall Stig
1 Umf. Hrunamenn 5 93 271202 3.001.34 12
2 Snæfell 5 93 269228 3.001.18 12
3 Dímon-Hekla 5 74 233204 1.751.14 10
4 Álftanes B 5 76 250256 1.170.98 8
5 Hamar 5 46 196225 0.670.87 6
6 UMFL 5 47 226248 0.570.91 5
7 HK F 5 48 220250 0.500.88 5
8 HK E 5 29 202254 0.220.80 2
Dags Heimalið Útilið Hrinur Skor
Laugardagur 3. nóvember 2012 UMFL Snæfell 0 – 2 20-25, 21-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 Umf. Hrunamenn Álftanes B 1 – 2 22-25, 25-15, 10-15
Laugardagur 3. nóvember 2012 HK E HK F 2 – 1 23-25, 25-22, 15-7
Laugardagur 3. nóvember 2012 Hamar Dímon-Hekla 0 – 2 14-25, 19-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 HK E UMFL 0 – 2 21-25, 22-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 HK F Umf. Hrunamenn 0 – 2 17-25, 7-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 Álftanes B Hamar 0 – 2 23-25, 11-25
Laugardagur 3. nóvember 2012 Dímon-Hekla Snæfell 1 – 2 15-25, 25-21, 10-15
Laugardagur 3. nóvember 2012 UMFL Álftanes B 2 – 1 25-17, 23-25, 15-13
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Hamar HK F 0 – 2 11-25, 18-25
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Snæfell Umf. Hrunamenn 1 – 2 23-25, 26-24, 7-15
Sunnudagur 4. nóvember 2012 HK E Dímon-Hekla 0 – 2 20-25, 9-25
Sunnudagur 4. nóvember 2012 HK F Álftanes B 1 – 2 25-16, 18-25, 10-15
Sunnudagur 4. nóvember 2012 UMFL Dímon-Hekla 0 – 2 13-25, 18-25
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Umf. Hrunamenn HK E 2 – 0 25-15, 25-19
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Snæfell Hamar 2 – 0 25-18, 25-16
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Álftanes B HK E 2 – 0 25-16, 25-17
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Hamar UMFL 2 – 0 25-20, 25-21
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Snæfell HK F 2 – 0 25-14, 27-25
Sunnudagur 4. nóvember 2012 Dímon-Hekla Umf. Hrunamenn 0 – 2 14-25, 19-25