Nú er komið að því, Hamarshöllin er að rísa!

Nú vantar okkur aftur á móti 25-30 sjálfboðaliða þriðjudaginn 3. júlí, miðvikudaginn 4. júlí og fimmtudaginn 5. júlí. Mæting er kl. 17:00 og stendur verkið yfir í einungis 3-4 tíma hvern dag. Á þessu myndbandi hér má sjá hvernig verkið gengur fyrir sig. Það er miklivægt að sem flestir mæti því margar hendur vinna létt verk.

Að loknu verki er glæsileg pizzaveisla í boði, endilega takið sem flesta með ykkur, Hvergerðinga sem utanbæjarfólk 🙂 

hamarsholl1 hamarsholl2

Nú er verið að leggja lokahönd á strandblakvöll í Hveragerði. Völlurinn er staðsettur við hlið sundlaugarinnar í Laugaskarði á skjólsgóðum og fallegum stað. Mun hann án efa verða lyftistöng þessarar ört vaxandi íþróttar á Íslandi.  

 

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir að það sé mikilvægt fyrir unga krakka að halda áfram að læra, jafnvel þó þeir vilji vera atvinnumenn í fótbolta.

Argentínumaðurinn er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður heims og viðurkennir hann sjálfur að námið hafi ekki alltaf verið númer eitt hjá sér.

„Þegar ég var krakki, þá fannst mér ekki gaman að læra en foreldrar mínir heimtuðu að ég héldi því áfram, því það væri mikilvægt,“ sagði Messi.

„Nú sé ég að þau höfðu rétt fyrir sér og það er gott að maður hafi lært eitthvað. Maður veit aldrei hvað gæti gerst í fótbolta.“

„Það dreymir alla krakka um að spila í úrvalsdeildinni, en það geta ekki allir náð því markmiði. Því er mjög mikilvægt að stunda námið.“

-Tekið af 433.is- 

3. flokkur knattspyrnudeildar leikur á Íslandsmótinu um helgina. Leikið er á 7 manna velli og er leiktími hvers leiks 2 x 25 mínútur. 

Strákarnir okkar leika 4 leiki yfir helgina, tvo á laugardeginum og svo aðra tvo á sunnudaginn. 

Leikjaniðurröðun mótsins er hér: 

leikir_3.fl_mots

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Evrópukeppni landsliða er um það bil að hefjast. Fyrsti leikur mótsins er settur á þann 8. júní kl. 16:00 að íslensku tíma er önnur gestgjafaþjóðin, Pólland, tekur á móti Grikklandi. Þar sem Evrópukeppnin er einn stærsti íþróttaviðburður heimsins eru áhorfendur og aðdáendur mótsins ekki einungis knattspyrnu- eða íþróttafólk, heldur einnig almennir áhugamenn- og konur skemmtunar, gleði, sorgar og almennrar spennu í hæsta gæðaflokki. 

Vinsælt er að vinir, vinkonur, hópar og vinnustaðir komi sé upp keppni af einhverju tagi er giskað er á úrslit leikja mótsins. Meðfylgjandi er hér skjal með öllum leikjum riðlakeppni Evróðumótsins þar sem hægt er að færa inn spá og úrslit leikja. Viljum við því aðstoða og hvetja sem flesta til að setja upp skemmtilegan leik innan síns hóps (eða bara nota þetta fyrir sig sjálfa) og er hægt að skoða og prenta út skjalið hér.