Wiktor Mielczarek, einn besti leikmaður úrvalsdeildarliðs Hamars í blaki, mun ekki leika með liðinu eftir áramót.

Eftir frábæra frammistöðu með Hamri síðastliðið eitt og hálft tímabil, tókst Wiktor að tryggja sér samning hjá liði í næst efstu deild í Póllandi.

Wiktor hefur aðlagast lífinu fyrir austan fjall vel, bæði innan og utan vallar. Hans verður sárt saknað það sem eftir lifir tímabils en félagið óskar honum alls hins besta í komandi verkefnum en hann er jafnframt ávallt velkominn aftur.