Hamar vann seinni leikinn gegn KA um helgina í Mizunodeild karla í blaki í dag örugglega 3-1.

KA mætti líkt og í gær vel stemmdir til leiks og unnu fyrstu hrinuna 25-21. Hamarsmenn hrukku þá í gírinn og unnu næstu 3 hrinur, 25-20, 25-18 og 25-23. Hamarsmenn þurftu því að hafa meira fyrir sigrinum en í gær þar sem hrinurnar unnust gegn 12, 13 og 20 stigum.

Þrátt fyrir að tölurnar gefi vísbendingu um öruggan sigur, þá gáfust KA menn ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Var orðið sæmilega heitt í kolunum undir lok leiks þar sem KA menn börðust af krafti fyrir að ná fram oddahrinu en það hefði verið í fyrsta skipti sem Hamar hefði lent í þeirri stöðu frá því liðið var stofnað. Það hafðist þó ekki og andstæðingar liðsins þurfa því að bíða enn um sinn eftir að hirða stig af Hamarsmönnum.