Leikjanámskeiðið sem haldið var í sumar heppnaðist nokkuð vel og komin nokkur reynsla á þetta fyrirkomulag. Námskeiðið var í þetta skiptið með aðsetur í Íþróttahúsinu við Sunnumörk og gátu stjórnedur með því móti skipulagt tíma innanhúss ef veður væri hamlandi útiveru sem var þó afar sjaldan í ár. Ýmislegt var tekið sér fyrir hendur og brallað eins og sjá má á myndasafni hér fyrir neðan.

Umsjónarmaður leikjanámskeiðsins í sumar var María Kristín Hassing og hafði hún trausta aðstoðarmenn með sér einnig. Námskeiðið er hluti af samstarfssamning Hveragerðisbæjar og Íþróttafélagsins og kemur bærinn að námskeiðinu með ýmsum hætti en Íþróttafélagið sér um utanumhald. [nggallery id=6]