Hamar tók á móti Létti s.l Fimmtudag á Grýluvelli í mikilvægum leik um sæti í úrslitakeppni 4. deildar. Fyrir leikinn var Hamar í 3.sæti riðilsins með 15 stig og Léttir í 4. sæti með 12 stig. Léttir vann fyrri leik liðana 2-1.

Margir áhorfendur voru mættir á völlinn og létu vel í sér heyra og studdu Hamarsmenn áfram í sínum leik. Leikurinn byrjaði rólega og voru Léttismenn þéttir fyrir og voru staðráðnir í því að loka á öfluga sóknarmenn Hamars. Hamar var meira með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mikið af opnum marktækifærum. Daníel fékk eitt gott færi í fyrri hálfleik sem fór í hönd varnarmanna Léttis inní vítateig en dómari leiksins dæmdi ekki neitt. Hamar lét boltann ganga ágætlega á milli sín í fyrri hálfleik en náðu ekki að opna Léttismenn nægilega vel. Léttir fengu líka hálffæri í fyrri hálfleik sem þeir nýttu ekki. Staðan í hálfleik var markalaus. Í seinni hálfleik hélt leikurinn áfram eins og í fyrri hálfleik, Léttir lá mikið til baka og Hamar héldu boltanum vel. Sóknarþungi Hamarsmanna ókst í seinni hálfleik og náðu þeir að brjóta ísinn á 77. mínútu. Þá unnu Hamarsmenn boltann á sínum vallarhelming og komu boltanum innfyrir á Hermann sem var kominn að markmanninum og lagði svo boltann óeigingjarnt til hliðar á Daníel sem var fyrir opnu marki og lagði boltann snyrtilega í netið. Allt varð vitlaust á Grýluvelli og fögnuðu áhorfendur gríðarlega. Eftir þetta opnaðist leikurinn töluvert og komst Hermann einn innfyrir en setti boltann framhjá. Á 90. mínútu skoraði svo Daníel sitt annað mark eftir frábæra sendingu frá Frissa. Lokatölur 2 – 0 fyrir Hamar og var þetta gríðarlega mikilvægur sigur hjá Hamri sem eru núna í góðum séns að ná sæti í úrslitakeppninni.

Hér má sjá brot úr leiknum.

Byrjunarlið Hamars.

Nikulás

Helgi – Hákon – Fannar – Tómas

Stefán – Máni

Daníel – Ölli – Logi

Hermann

Skiptingar

72. mín: Logi (ÚT) – Frissi (INN)

90. mín: Hermann (ÚT) – Brynjar (INN)

92. mín: Stefán (ÚT) – Hafsteinn (INN)

92. mín: Máni (ÚT) – Hafþór Vilberg (INN)

94. mín: Daníel (ÚT) – Indriði (INN)

Ónotaðir varamenn

Hlynur og Ómar.

 

Næsti leikur er mánudaginn 27. Júlí gegn Árborg á Selfossi. Það er annar mjög mikilvægur leikur um að komast í úrslitakeppnina. Hvergerðingar standa sig gríðarlega vel í að styðja við liðið og væri gaman að sjá Hvergerðinga yfirtaka stúkuna á Selfossvelli í þessum leik.

ÁFRAM HAMAR!!