Hamarsmenn spiluðu fyrsta leikinn í seinni umferð íslandsmótsins s.l fimmtudag gegn Stokkseyri. Hamar hafði unnið fyrri leik liðana 6 – 1 á Grýluvelli. Hamar hafði unnið þrjá leiki í röð áður en þeir fóru til Stokkseyri og voru búnir að skora mikið af mörkum í undanförnum leikjum.

Gaman var að sjá hversu margir Hvergerðingar voru mættir á völlinn til að styðja sína menn. Leikurinn byrjaði rólega og var mikið um stöðubarráttur og létu stórir og sterkir leikmenn Stokkseyrar finna fyrir sér. Á 13. mínútu fékk Daníel boltann rétt fyrir utan teig og skaut að marki, boltinn lak inn og Hamar var komið með forrystu í leiknum. Á 22. mínútu dæmdi góður dómari leiksins vítaspyrnu á Hamar sem Stokkseyri skoraði úr. Hamarsmenn voru ekki lengi að kvitta fyrir það og á 29. mínútu skoraði Hermann gott mark og kom Hamar yfir aftur. Á 33. mínútu skoraði svo Daníel sitt annað mark og sitt 10. mark í sumar. Staðan var 1 – 3 fyrir Hamar í hálfleik. Barráttan hélt áfram í seinni hálfleik og voru Stokkseyri harðir í horn að taka. Hamarsmenn náðu reyndar að spila boltanum aðeins betur á milli sín í seinni hálfleik. Á 62. mínútu skoraði Stefán eftir góða fyrirgjöf Daníels. Hamarsmenn gerðu nokkrar breytingar á sínu liði og þeir sem komu inná áttu mjög flotann leik. Varamaðurinn Ómar skoraði af harðfylgni á 77. mínútu. Hamarsmenn héldu áfram að sækja og áttu fullt af færum en inn vildi boltinn ekki fyrrenn á 86. mínútu þegar Brynjar Elí skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Hákoni. Leikurinn endaði 1 – 6 líkt og fyrri leikur liðanna. Þetta var ekki best spilaði leikur Hamarsmanna, en mjög sterkt hjá þeim að skora 6 mörk þó að þeir hafi ekki átt sinn besta dag.

Myndband frá leiknum.

Byrjunarlið Hamars.

Nikulás

Helgi – Hákon – Fannar – Tómas

Stefán – Máni

Logi – Ölli – Daníel

Hermann

Skiptingar.

52. mín: Fannar (ÚT) – Friðbjörn (INN)

65. mín: Logi (ÚT) – Brynjar (INN)

67. mín: Máni (ÚT) – Jorge (INN)

75. mín: Nikulás (ÚT) – Hlynur (INN)

75.mín: Daníel (ÚT) – Ómar (INN)

Ónotaðir varamenn

Indriði og Hafþór Vilberg.

 

Næsti leikur Hamars er svo á Grýluvelli n.k fimmtudag kl 20:00. Þá taka þeir á móti Létti. Um er að ræða mikilvægan leik í barráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Hamar tapaði fyrri leik liðanna en eru staðráðnir í því að bæta úr því í þessum leik.

ÁFRAM HAMAR!!