Á aðalfundi Hamars, sunnudaginn 28.febrúar voru heiðraðir íþróttamenn deilda og Íþróttamaður Hamars fyrir árið 2015.

Eftirfarandi aðilar hlutu viðurkenningu:

Hrund Guðmundsdóttir, badminton
Dagný Jónasdóttir, blak
Örn Sigurðarson, körfuknattleikur
Daníel Rögnvaldsson, knattspyrna
Dagbjartur Kristjánsson, sund
Natalía Rut Einarsdóttir, fimleikar
Hrund Guðmundsdóttir hlaut titilinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2015.
Á fundinum fékk Gísli Garðarsson sérstaka viðurkenningu sem heiðursfélagi Hamars. Gísli hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna allt frá árinu 1980. Gísli er einn af stofnfélögum Hamars og er svo sannarlega vel að nafnbótinni komin. Aðeins einu sinni áður hefur samskonar viðurkenning verið veitt, það var á afmælisári Hamars. Viðurkenninguna 2012 fékk Kjartan Kjartansson.
Á fundinum var Hjalti Helgason endurkjörin formaður. Aðrir í stjórn eru, Daði Steinn Arnarsson, Dagrún Ösp Össurardóttir, Svala Ásgeirsdóttir og Hjalti Valur Þorsteinsson. Dagrún,Svala og Hjalti Valur koma öll ný inn í stjórn.
Álfhildur Þorsteinsdóttir, Erla Pálmadóttir og Friðrik Sigurbjörnsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Aðalstjórn Hamars þakkar þeim fyrir góð störf.

 

Gísli Garðars HeiðursfélagiHamar Íþróttamenn deilda 2016

Hrund og fjölsk

Gísli Garðars heiðurs og Hjalti

 

 

FUNDARBOÐ

Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði sunnudaginn 28. febrúar 2016 kl. 14.00

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Reikningsskil.

4. Venjuleg aðalfundarstörf.

5. Önnur mál.

6. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars.

7. Kaffiveitingar í boði Hamars.

 

Verið velkomin

Stjórnin

Hjalti

Árið sem senn er að líða hefur að flestu leyti verið farsælt fyrir Íþróttafélagið Hamar. Mikil gróska er í starfi deildanna og hefur heildarfjöldi iðkenda aukist á árinu. Sunddeild Hamars hefur aðeins átt undir högg að sækja, en það er von okkar að úr rætist enda fara fyrir starfi deildarinnar öflugir einstaklingar sem eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að vinna að framgangi sundíþróttarinnar í Hveragerði. Full ástæða er til að hvetja sem flesta til að mæta á æfingar hjá sunddeildinni en þjálfari deildarinnar er hin geðþekki og reynslumikli Magnús Tryggvason.

Talsverð umræða hefur verið að undaförnu um kostnað foreldra við íþróttaiðkun barna. Þessi umræða er að mörgu leyti réttmæt, enda er oft á tíðum um að ræða veruleg fjárútlát af hendi foreldra, ofan á það bætist vinna við fjáraflanir o.fl. Bæjarstjórn Hveragerðis tók á árinu ákvörðun um að innleiða frístundastyrk. Með styrknum skuldbinda bæjaryfirvöld sig til að greiða 12.000 krónur með hverju barni undir 18 ára aldri sem iðkar íþrótta-, lista-og tómstundarstarfsemi. Íþróttafélagið Hamar fagnar þessari ákvörðun og er það von okkar að þessi aðgerð létti undir með foreldrum. Mjög mikilvægt er að deildir Hamars stilli hækkunum á æfingargjöldum í hóf svo að styrkurinn nýtist sem best.

Það þurfti hvorki meira né minna en tvær helgar undir jólamót Knattspyrnudeildar Hamars. Áætlaður fjöldi iðkenda á mótinu var 1.600 manns. Jólamót Kjörís er orðin stærsti einstaki viðburðurinn innan deilda Hamars og er mótið gott dæmi um þau gríðarlegu umskipti sem Hamarshöllin hefur haft fyrir Íþróttafélagið, bæði hvað varðar aðstöðu og ekki síður möguleika til tekjuöflunar. Samstillt átak foreldra, stjórnar og styrktaraðila gerir þennan glæsilega viðburð að veruleika.

Hjá Hamri fer fram öflugt sjálfboðaliðastarf þar sem foreldrar og aðrir aðstandendur leggja mikið á sig til fjáraflana, ferðalaga og annarra starfa sem tilheyra starfi iðkenda. Tæknin hefur í seinni tíð komið sterk inn í allt íþróttastarfið. Foreldrar og þjálfarar nýta sér samskiptamiðla í auknum mæli til að skipuleggja starfið. Kostir t.d Facebook eru ótvíræðir til að koma skilaboðum fljótt og vel áfram. Eins og gefur að skilja geta skoðanir á hinum ýmsu hlutum er tengjast starfinu verið misjafnar. Mjög mikilvægt er að við sýnum hvort öðru kurteisi og virðingu í öllum samskiptum og metum störf hvors annars að verðleikum. Við erum jú þegar á hólminn er komið öll í sama liðinu, það frábæra lið heitir Hamar

Fyrir hönd stjórnar Hamars vil ég þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og sendi okkar bestu óskir um gleðileg jól, farsæld og hamingju á nýju ári

Áfram Hamar!

Hjalti Helgason, formaður Hamars

Árlega veitir íþrótta og æskulýðsnefnd í Hveragerði þeim einstaklingum sem búsettir eru í Hveragerði og hafa náð góðum árangri í sínum íþróttagreinum viðurkenningu. Val þetta er jafnan kunngert á milli jóla og nýárs og að þessu sinni voru tveir einstaklingar sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í körfuknatteik. Dagný Lísa Davíðsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur með yngri landsliðum íslands árið 2015. Einnig fékk Ragnar Nathanelsson viðukenningu fyrir góðan árangur með A landsliði íslands á Evrópumótinu nú í haust, í lokinn var svo tilkynnt hver hefði hlotið viðukenningu sem íþróttamaður Hveragerði árið 2015 og körfuknattleiksfólki til mikillar gleði var Ragnar valinn íþróttamaður Hveragerðis að þessu sinni. Körfuknattleiksdeild Hamars óskar þessu glæsilega íþróttafólki til hamingju með þessar viðurkenningar.

Íþróttafélagið Hamar sendir iðkendum, foreldrum, þjálfurum, styrktaraðilum og öðrum velunnurum sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári.

Tilkynning frá Íþróttafélaginu Hamri
Vegna slæmrar veðurspár og tilkynninga frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur Íþróttafélagið Hamar tekið ákvörðun um að fella niður æfingar hjá öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars í dag, mánudaginn 7. desember.

 

Íþróttafélagið Hamar hvetur alla til að fylgja eftir tilkynningu Al­manna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra þar sem ekki sé ráðlegt að vera á ferðinni eft­ir klukk­an 12 á há­degi í dag á suðurlandi. Á öðrum stöðum á land­inu, og þar með talið á höfuðborg­ar­svæðinu, er ráðlegt að vera ekki á ferðinni eft­ir klukk­an 17.

Hér er að finna stundatöflur íþróttamannvirkja Hveragerðisbæjar fyrir haustönn 2015 sem taka gildi 1. september 2015. http://www.hamarsport.is/hamar/stundatoflur-ithrottamannvirkja/

Landferðir sjá um akstur á milli Skólamarkar og Hamarshallar fyrir yngstu krakkana eftir skipulagi.

Stundatafla íþróttahús við Skólamörk(Smellið á mynd til að stækka)
skolamork2015
Stundatafla Hamarshöll(Smellið á mynd til að stækka)
Hamarsholl2015
Stundatafla gervigrasvöllur í Hamarshöll(Smellið á mynd til að stækka)
Gervigras2015

Birt með fyrirvara um breytingar vegna móta, leikja og/eða vegna veðurs o.fl.

Íþrótta- og fjölskyldudagur Hamars og Hveragerðisbæjar verður í Hamarshöll fimmtudaginn 27. ágúst næstkomandi frá kl 17.00-19.00

Deildir Hamars kynna starfsemi sína. Fjölmennum nú og skemmtum okkur saman í íþróttum!

Andlitsmálun og ís verður í boði fyrir börnin

Allir velkomnir!

Við hvetjum sérstaklega nýja íbúa til að mæta og kynna sér starfið

ATH! Við minnum á að frá 27. ágúst til 10. september geta iðkendur mætt á þær æfingar sem þeir vilja án þess að greiða æfingagjöld. Síðasti skráningardagur er 11. september.

Minnum á að skráning iðkenda fer fram í gegnum Nora á http://hamar.felog.is/

Boðið verður uppá FRÍAR sætaferðir á leik FSu-HAMAR sem fer fram í Iðu á Selfossi sunnudaginn 12. apríl klukkan 19:15.

Brottför frá Íþróttahúsinu í Hveragerði er klukkan 18:30!!!

Hvetjum alla til að mæta á leikinn!

Skráning fer fram hér:
http://goo.gl/forms/MNfISNRlPZ

Nánari upplýsingar veitir Friðrik Sigurbjörnsson í síma 846-4980

http://www.landferdir.is/

Herrakvöld Hamars verður haldið laugardaginn 2.maí 2015 á Hótel Örk. Húsið opnar klukkan 19:00 og verður glæsilegt hlaðborð að hætti Hótels Arkar í boði.

MIÐAVERÐ 6.800 KR. ATH GILDIR LÍKA SEM HAPPDRÆTTISMIÐI

Uppboðið verður einnig á sínum stað!

FORSALA
Miðasala í Shell í Hveragerði og Hamarshöllinni

EINNIG HÆGT AÐ PANTA MIÐA HJÁ

Steina 899-8898
Lárusi 660-1618
Matta 865-8712
Hjalta 896-4757