Björn Ásger Ásgeirsson var í dag valinn í 12 manna landsliðshóp U16 ára liðs Íslands í körfubolta. 16 manna hópur æfði síðastliðna helgi og völdu þjálfararnir, Benedikt Guðmundsson og Sævaldur Bjarnason, 12 manna hóp strax eftir helgi. Frábær árangur hjá Birni sem hefur verið gríðarlega duglegur að æfa og á þetta svo sannarlega skilið. Liðið keppir svo á norðurlandamótinu 26.-30. júní í Finnlandi.

Tl hamingju Björn Ásgeir.