Hamarsmenn leika stórt hlutverk í karlalandsliði Íslands í blaki sem er á leið í undankeppni Evrópumótsins. Hafsteinn og Kristján Valdimarsynir og Ragnar Ingi Axelsson sem allir léku lykilhlutverk í liði Hamars á síðustu leiktíð eru í leikmannhópnum. Auk þeirra er nýráðinn þjálfari liðsins, Tamas Kaposi, aðstoðar landsliðsþjálfari.

Íslenska liðið leikur í D-riðli þar sem það mætir Portúgal, Lúxembourg og Svartfjallalandi heima og að heiman. Heimaleikir liðsins fara fram í ágúst og verða leiknir í Digranesi.

Leikjaplan liðsins má sjá hér fyrir neðan:

07.08.2022 15:00 Iceland – Luxembourg
14.08.2020 15:00 Iceland – Montenegro
21.08.2022 15:00 Iceland – Portugal

Nú fer að styttast í að Úrvalsdeildin í blaki hefjist og eru þrefaldir meistarar Hamars frá síðasta tímabili á fullu að fá mynd á leikmannahópinn fyrir komandi tímabil. Fjórir erlendir leikmenn sem léku með liðinu á síðasta tímabili, þeir Tomek Leik, Damian Sapor, Jakub Madej og spilandi þjálfarinn Radoslaw Rybak, verða ekki með liðinu í vetur og því ljóst að töluverðar breytingar verða á leikmannahópnum.

Þegar er búið að fylla í skarð tveggja leikmanna og þjálfarans. Hamar samdi á dögunum við uppspilarann Hubert Lasecki og kantmanninn Marcin Grasza, en þeir eru báðir frá Póllandi. Hubert verður 23 ára á árinu en hann spilaði síðast með Olsztyn 2 í Póllandi. Marcin er 24 ára og spilaði með Ishøj Volley í Danmörku. Fyrr í sumar samdi Hamar við þjálfarann Tamas Kaposi frá Ungverjalandi, en hann tekur við keflinu af Rybak sem spilandi þjálfari.

Framundan er seinna sundnámskeið barna nú í sumar.

Það byrjar mánudaginn 11. júlí og stendur til 22. júlí. Kennt verður fyrir hádegi (10 skipti, 35 mín.).

Krakkar fædd 2018 og eldri eru velkominn á námskeiðið.

Námskeiðsgjald 18.000 kr. og greiðist það í fyrsta tíma.

Leitast verður við að raða krökkunum niður eftir getu og aldri.

Krakkar á skólaaldri eru velkomin, það er pláss fyrir alla. Upplagt til að skerpa sundtæknina.

Kennslu annast Magnús Tryggvason íþróttafræðingur og sundþjálfari.


Skráning og allar nánari upplýsingar: Magnús Tryggvason s. 898 3067 og maggitryggva@gmail.com

Með sundkveðju,

Sunddeild Hamars