Sukanya Thangwairam var kosin blakmaður Hamars. Hún er ung og efnileg og spilar sem liberó. Súka hefur tekið miklum framförum í vétur. Hún er jákvæð og skemmtileg. Hún stóð sig afar vel í mikilvægum leik í deildarkeppninni í 3. d. kvenna og á mikla framtíð fyrir sér á blakvellinum. Stjórnin óskar Suku innilega til hamingju með árangurinn.

Blakmaður ársins 2020. Mynd Sandra Björg Gunnarsdóttir.
F.v. Roberto Guarino, blakþjálfari Hamars, Sukanya Thangwairam, blakmaður ársins og Barbara Meyer, formaður blakdeildar.

Blakstjórn 2022

Á aðalfundi Blakdeildar Hamars þann 28.2.2022 var kosin ný stjórn. Barbara gaf ekki kost á sér áfram sem formaður auk þess sem allir stjórnamenn stigu til hliðar. Ný stjórn Blakdeildar Hamars var kosin og í henni eru:

Hafsteinn Valdimarsson, formaður

Bryndís Sigurðardóttir, Guðmundur Vignir Sigurðsson, Hilmar Sigurjónsson og Matthea Sigurðardóttir.

Blakstjórn 2021

Öll stjórnin gaf kost á sér áfram.

Blakstjórn 2020

Tveir nýir einstaklingar tóku sæti í stjórn Blakdeildar Hamars á dögunum. Fráfarandi stjórnarmenn eru Hugrún Ólafsdóttir, sem jafnframt var gjaldkeri og Hermann Ólafsson meðstjórnandi. Í stjórn gengu Anna Mazurek og Ingi Björn Ingason sem meðstjórnendur. Barbara Meyer er áfram formaður og auk henni sitja áfram í stjórn Andri Þorfinnur Ásgeirsson, sem var einnig kosinn gjaldkeri og Greta Sverrisdóttir meðstjórnandi.

Stjórnamenn blakdeildarinnar Hamars 2020: f.v.: Andri Þ. Ásgeirsson, gjaldkeri, Ingi B. Ingason meðstjórnandi, Barbara Meyer formaður, Greta Sverrisdóttir, meðstjórnandi og Anna K. Mazurek meðstjórnandi.