Blakdeild Hamars verður með æfingar á mánudögum og fimmtudögum.

Mánudagar í Skólamörkinni:

Basic Blak, Grunnæfingar fyrir byrjendur (14 ára og eldri) frá klukkan 18.30 til 19.30

Konur: 19.30 til 21.00

Karlar: 21.00 til 22.30

Á fimmtudögum er æft í Hamarshöllinni

Basic / Byrjendur 14 ára + : 18.15 til 19.15

Konur: 19.15 til 20.45

Karlar: 20.45 til 22.15

Þjálfarinn er : Roberto Guarino

Blakdeildin er að athuga hvort, hægt verður að bjóða upp á blakæfingar fyrir krakkar í vetur og verður það auglýst þegar að því kemur.

Glæsileg byrjun hjá karlaliðinu. Fyrsti leikurinn í Benecta-deildinni í blaki fór fram Laugardaginn 21.september á Siglufirði. Hamarsmenn gerðu sér litið fyrir og unnu 25-20, 25-18 og 25-17 ! Þetta er frábær byrjun á nýja tímabilinu. Næsti leikur fer fram 3. október kl. 20.00 í Fagralundi á móti HK.

Kvennaliðið mun keppa á Siglufirði 12. og 13. október.

Æfingar í sunddeildinni fara vel af stað þetta haustið og gaman er að sjá hve margir hafa verið að mæta á æfingarnar.

Nú er búið að opna fyrir skráningar í Sunddeildina inn á síðu Hamars, https://hamar.felog.is/ Endilega skráið ykkar barn sem fyrst. Þeir sem skrá barnið sitt fyrir 1. október fá vegleg sundgleraugu frá sunddeildinni.

Sjáumst í sundi 🙂
Með kveðju,
stjórn og þjálfari Sunddeildar Hamars

Nú eru æfingar í sunddeildinni komnar af stað þetta haustið. Allir eru velkomnir að mæta á æfingar og prufa sundið fram til 15. september.

Hér má sjá æfingatímana hjá sunddeildinni þetta haustið.

Æfingatímar hjá sunddeildinni haustið 2019:
Yngri hópur (1. – 5. bekkur):
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-17 og
föstudaga frá kl. 13:15 – 14:15.

Eldri hópur (6. bekkur og eldri):

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17 – 18 og
föstudaga kl. 13:15 – 14:15

Sjáumst í sundi 😊