Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn sunnudaginn 18. febrúar nk. kl. 13:00 í fundarherbergi aðalstjórnar v/Skólamörk (fyrir ofan Crossfit)

Venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar í boði.

Kveðja,

Stjórn Badmintondeildar.

Hamar komst í 6-0 en Ármann svaraði með stæl og komust í 11-17 áður en Hamar setti 4 síðustu stigin 15-17 eftir fyrsta leikhluta. 15-8 í villum eftir fyrri hálfleik og Hamar var einnig yfir í stigaskori. 32-30 í hálfleik þrátt fyrir fjölda vítaskota Ármanns sem þær nýttu frekar illa. Helga Sóley með 16 stig fyrir Hamar og Kristín María hjá Ármann með 12 stig og aðrar minna.

53-45 var staðan eftir þriðja leikluta og Hamar vann þann leikhluta 21-15 eftir mikla baráttu. Arndís Þóra hjá Ármanni með 4 villur sem og Adda og Ragga hjá Hamri fyrir síðasta leikhluta. Ármann byrjar vel í síðasta leikhluta og minnkaði muninn í 53-49 áður en Hamar setti fyrsta stigið í leikhlutanum. Hamar spilaði fasta vörn sem skilaði þeim 63-52 forustu þegar 3:33 mínútur voru til leiksloka og Ármann tók leikhlé. Eftir leikhlé hélst munurinn nokkuð svipaður og lokatölur 72-57 sigur heimakvenna í annars jöfnum leik.

Góð vörn heimakvenna í síðari hálfleik og frábær þriðja leikhluti sem og byrjun fjórða sem skóp sigurinn öðru fremur. Vítanýting Ármanns ekki góð, hittu 18 af 33 vítum í leiknum (55%) meðan Hamar var með ögn skárri nýtingu eða 12/18 (60%). Ármann var líka með 20 tapaða bolta á móti 11 Hamars og eins voru heimakonur öflugri í fráköstunum (47/36).

Helgu Sóley maður leiksins með 28 stig og Álfhilduri með tvennu (11 stig/15 fráköst). Góður dagur hjá okkar stelpum heilt yfir en liði gestanna voru þær Kristín María, Stefanía Ósk og Ardís Þóra mjög góðar.

Tölfræði leiksins hér

Hamar er eftir leikinn með 6 stig og í 6.sæti en eiga leik á miðvikudag gegn Fjölni úti áður en ÍR konur koma í heimsókn nk. laugardag. 

 

Sunnudaginn 28. Janúar kl 14:00 verður aðalfundur Knattspyrnudeildar haldin í aðstöðuhúsinu við Hamarshöll.

Venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar.

Stjórn Knattspyrnudeildar Hamars.

Aðalfundur blakdeildar Hamars verður kl. 21:15, þann 8. febrúar næstkomandi í félagsaðstöðunni við Hamarshöll.

Efni fundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar

3. Ársreikningur og fjármál

4. Kosning stjórnar

5. Önnur mál

6. Viðurkenningar

Allir velkomnir,

Stjórn blakdeildar Hamars

 

1.deildar lið karla og kvenna hjá Hamri byrja nýja árið af krafti.

Kvennalið Hamars sigraði botnlið ÍK, 3-1, í 6 stiga leik gerði svo gott betur og sigraði Vestra, einnig 3-1, í dag í öðrum 6 stiga leik og er nú aðeins 3 stigum á eftir Vestra sem situr í 5.sæti og 4 stigum á undan Fylki sem er í 7. sæti. Með sigrinum tókst Hamri að slíta sig nokkuð frá fallsætunum en liðið á eftir að leika við bæði ÍK og Fylki síðar á árinu.

Karlaliðið vann svo Stjörnuna örugglega 3-1 og er með 11 stig í öðru sæti deildarinnar, í harðri baráttu við Blakfélag Fjallabyggðar og HK B sem eru með 11 og 10 stig.

4.deildar lið kvenna keppir svo í 2. umferð Íslandsmótsins í 4. deild í dag og á morgun en liðið er í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.

 

Flottur Hamars sigur á nýju ári.

Stelpurnar okkar með góðan og verðskuldaðan sigur í dag á Grindavík sem spiluðu án kana núna og Embla farin í Keflavík en okkar stelpur ekki með Þórunni og Bjarney sem vanalega drippla. Það kom ekki að sök og allar lögðu sitt að mörkum til sigurs. Systraveldið úr Laugarskarði skilaði sínu og Helga Sóley skilaði góðum leik en annars var liðsheldin mjög flott í dag.

Grindavík spiluðu aðeins á uppöldum stelpum líkt og Hamar í dag. Mikið um tapaða bolta en drengilega tekist á í vörn. Skotnýtingin var lélég framan að og afar slöpp í 3. leikhluta sem fór 9-9. Grindavík var í forustu fyrir síðasta leikhluta 38-39. Það var hinsvegar frábær leikur Álfhildar í síðasta leikhluta sem setti tóninn og Hamar vann hann með 26 stigum gegn 18 stigum gestanna og munaði þar mikið um villuvandræði Grindavíkur sem og að hittnin hrökk í gang hja okkar stelpum og lokatölur 64-57. Sigri vel fagnað í leikslok. 

Tölfræðin eitthvað skrítin en það vantaðu töluvert upp á skráð fráköst á bæði lið. Álfhildur var aðeins skráð með 8 fráköst í öllum leiknum en augljóst var að þau voru mun fleiri og allt liðið mjög öflugt í fráköstum í dag.

Álfhildur með 23 stig og Helga Sóley með 15 stig hjá okkar stelpum en aðrar minna. Hjá Grindavík var Halla í ham (23 stig) en hún var með frábæra innkomu af bekk og skotnýtingu upp á 100% utan af velli en 76% frá vítalínunni, þar á eftir kom Natalía Jenný með 14 stig.

Tölfræði úr leiknum