Hamar spilaði sinn síðasta leik í Lengjubikarnum s.l Föstudag. Hamar tók á móti Vatnaliljunum á selfossvelli. Með sigri gátu Hamarsmenn komið sér á topp riðilsins og áttu þá möguleika á að komast í úrslitakeppni Lengjubikarsins. Fyrir leikinn voru Hamar í öðru sæti með 7 stig og Vatnaliljurnar með 4 stig í fimmta sæti.

Hamarsmenn breyttu aðeins um áherslur frá síðustu leikjum og voru að prófa aðra hluti fyrir átökin í sumar. Hamar voru betri aðilli leiksins í byrjun og áttu nokkur mjög hættuleg færi sem þeim tókst ekki að nýta. Vatnaliljurnar fengu líka ágætis færi í fyrri hálfleik sem Nikulás varði vel. Staðan í hálfleik var 0-0 þrátt fyrir mörk marktækifæri Hamarsmanna. Í byrjun seinni hálfleiks var leikurinn í jafnvægi, en á 55. mínútu komust Vatnaliljurnar yfir með skrítnu marki þar sem línuvörður og dómari voru ósammála um hvort um rangstæðu hafi verið að ræða. Eftir þetta virtust Hamarsmenn vera pirraðir og bitnaði það á leik þeirra. Á 68. mínútu skoruðu svo Vatnaliljurnar sitt annað mark og staðan orðin 0 – 2. Á 71. Mínútu náði svo Arnar Þór að skora gott mark eftir flotta stungusendingu frá Frissa. Á þessum tímapunkti voru Hamarsmenn líkir sjálfum sér og voru farnir að spila fínan fótbolta. Hamarsmenn gerðu svo allt til þess að reyna jafna leikinn og voru komnir með liðið sitt framarlega á völlinn. Þeim tókst hinsvegar ekki að koma boltanum í mark Vatnaliljana. Á 86. mínútu kláruðu svo Vatnaliljurnar leikinn með þriðja markinu. Lokatölur 1-3 fyrir Vatnaliljurnar.

Hamar - Vatnaliljur

Indriði spilaði í hjarta varnarinnar

Hamar - Vatnaliljur 4

Hafþór Vilberg spilaði á miðjunni, en þurfti að fara útaf rétt fyrir hálfleik vegna meiðsla.

 

Strákarnir léku ekki sinn besta leik, en áttu þó ágætis kafla í leiknum sem þeir náðu ekki að nýta nógu vel. Nú er Lengjubikarnum lokið og styttist í að alvaran hefjist. Hamar fengu 7 stig í keppninni sem er nokkuð ásættanlegt. Tveir sigrar, tvö töp og eitt jafntefli. Hamar eiga leik bikarkeppni KSÍ 2. Maí. Þá munu strákarnir taka á móti 3.deildar liði Kára frá Akranesi. Leikurinn mun fara fram á gervigrasinu á Selfossi þar sem Grýluvöllur verður ekki tilbúinn. Strákarnir munu svo hugsanlega spila einn æfingaleik áður en sá leikur fer fram.

Byrjunarlið Hamars:

Markvörður: Nikulás

Varnarmenn: Ásgeir – Tómas Aron – Indriði – Aron Karl.

Miðjumenn: Ölli – Hafþór Vilberg – Máni

Kantmenn: Logi Geir – Arnar Þór

Framherji: Kristinn Aron.

Skiptingar:

40. mín Hafþór Vilberg (ÚT) – Frissi (INN)

45. mín Nikulás (ÚT) – Hlynur (INN)

45. mín Aron Karl (ÚT) – Hafsteinn Þór (INN)

63. mín Ásgeir (ÚT) – Friðbjörn (INN)

79. mín Kristinn (ÚT) – Brynjar Elí (INN)

88. mín Logi Geir (ÚT) – Jón Ingi (INN)

88. mín Arnar Þór (ÚT) – Bjarnþór (INN)

 

Sameiginlegt lið Hamars og Hrunamanna í 7. flokki stúlkna náði þeim frábæra árangri um helgina að lenda í 3. sæti Íslandsmótsins. Stúlkurnar spiluðu lokamótið í A-riðli, í Grindavík, þar sem þær sigruðu lið Njarðvíkur (44-35) og Njarðvíkur b (25-24) eftir framlengingu í æsispennandi leik. Stelpurnar töpuðu fyrir Íslandsmeisturum Keflavíkur (48-23) og Grindavík (41-29) sem hafnaði í öðru sæti.

Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur stelpur, þið megið vera stoltar af ykkur!Hruna:Hamar1

Liðið um helgina var skipað þeim Estellu Nótt, Gígju Marín, Helgu Sóleyju, Kristjönu, Valgerði, Margréti Lilju, Unu Bóel, Önnu Birtu, Perlu Maríu, Eddu Guðrúnu, Glódísi Rún (vantar á mynd), Helgu Sólveigu (vantar á mynd) og Gunnhildi Fríðu (vantar á mynd).

Hamar og KFS mættust í toppslag Lengjubikarsins í gær á Selfossvelli. Liðin voru jöfn að stigum með 6 stig hvor fyrir leikinn, KFS var með betri markatölu. KFS komst uppúr 4.deildinni í fyrra og munu spila í 3.deild í sumar. Nokkrir af leikmönnum Hamars frá síðasta tímabili spila með KFS og ætluðu þeir sér ekkert annað en sigur í þessum leik. Fyrir leikinn höfðu liðin mæst 9 sinnum í mótsleikjum á vegum KSÍ. Hamar hafði unnið fjóra, KFS unnið fjóra og einu sinni höfðu liðin gert jafntefli.

Mikill vindur var á vellinum í gær og stóð vindurinn í átt að öðru markinu. Hamarsmenn byrjuðu leikinn með vindinn í bakið. Leikmenn beggja liða reyndu eins og þeir gátu að spila boltanum með jörðinni og spila góðann fótbolta. Á 26. mínútu brunuðu Hamarsmenn í skyndisókn, boltinn barst á Brynjar Elí á hægri kantinum sem sendi svo frábæra fyrirgjöf inn í vítateig þar sem hin sjóðheiti Logi Geir var mættur til að stanga boltann inn. Mjög flott mark efir vel útfærða skyndisókn. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var lítið um marktækifæri í fyrri hálfleik. Leikmenn KFS voru pirraðir og fengu tveir leikmanna þeirra gullt spjald fyrir að slá til leikmanna Hamars. Í raun voru þeir stálheppnir að vera enþá inn á vellinum. Staðan var 0 – 1 Hamar í vil í hálfleik. Hamar spilaði svo gegn vindinum í seinni hálfleik. Hamarsmenn náðu ekki að spila boltanum nógu vel á milli sín í erfiðum aðstæðum, en vörðust hinsvegar vel saman sem lið. Á 55. mínútu fengu KFS hornspyrnu sem þeir nýttu vel og náðu að jafna leikinn. KFS héldu áfram að sækja að marki Hamars en Hamar héldu áfram að verjast vel. Á 61. mínútu fengu KFS svo mjög ódýra vítaspyrnu. Kom það í hlut Ingólfs Þórarinssonar fyrrverandi þjálfara Hamars að taka spyrnuna. Hlynur Kára gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna glæsilega frá Ingó. KFS héldu svo áfram að sækja að marki Hamarsmanna án árangurs. Hamar fengu svo nokkur mjög góð færi í lok leiks til að stela sigrinum en svo varð rauninn ekki. Lokatölur urðu 1 – 1. Nokkuð sanngjörn úrslit.

Staðan er því óbreytt í riðlinum þegar ein umferð er eftir. KFS  og Hamar eru í 1. og 2. sæti með 7. stig hvor, KFS er með betri markatölu.

Hamar mætir Vatnaliljunum á Selfossvelli á föstudaginn kl 19:00.

Byrjunarlið Hamars í leiknum:

Markvörður: Nikulás Snær

Varnarmenn: Hafþór Vilberg – Indriði Hrannar –  Tómas Aron – Aron Karl

Miðjumenn: Ölli – Máni – Frissi

Kantmenn: Arnar Þór – Brynjar Elí

Framherji: Logi Geir

Skiptingar:

46. Mín Nikulás (ÚT) – Hlynur (INN)

67 Mín Brynjar Elí (ÚT) – Ásgeir (INN)

72 Mín Aron Karl (ÚT) – Friðbjörn (INN)

Ónotaðir varamenn:

Kristmar og Steini.

 

 

 

 

Boðið verður uppá FRÍAR sætaferðir á leik FSu-HAMAR sem fer fram í Iðu á Selfossi sunnudaginn 12. apríl klukkan 19:15.

Brottför frá Íþróttahúsinu í Hveragerði er klukkan 18:30!!!

Hvetjum alla til að mæta á leikinn!

Skráning fer fram hér:
http://goo.gl/forms/MNfISNRlPZ

Nánari upplýsingar veitir Friðrik Sigurbjörnsson í síma 846-4980

http://www.landferdir.is/

Hamar mætti Erninum í Lengjubikarnum í miklum rokleik á Selfossvelli í gær. Um var að ræða þriðja leik Hamarsmanna í Lengjubikarnum.  Örninn var stofnað 2014 og verða þeir í 4. deildinni í sumar lík og Hamar.

Leikurinn hófst rólega og voru menn að reyna átta sig á því hvernig væri best að spila boltanum í erfiðum vindi. Fljótlega fengu bæði lið svo ágætis færi til þess að skora. Ómar og Jorge áttu góðar tilraunir að marki Arnarins. Einnig varði Nikulás í marki Hamarsmanna vel í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Á 19. mínútu fékk Logi Geir svo boltann fyrir utan teig, plataði varnarmann og átti gott skot með vinstri fæti sem endaði í marki Arnarins. Hamarsmenn héldu svo áfram að sækja eftir þetta. Á 23. Mínútu tók Máni hornspyrnu og eftir smá klafs í teignum náði Jorge að koma boltanum í netið. Hamarsmenn náðu fínum spilköflum í erfiðum aðstæðum eftir þetta. Á 40. mínútu tók Mání aðra hornspyrnu sem endaði á kollinum á Ölla sem skallaði hann snyrtilega í markið. Á 43. mínútu náði Örninn að skora mark með góðu skoti fyrir utan teig. Þetta mark var algjör óþarfi og var Örninn kominn aftur inn í leikinn. 3-1 var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleik var aðeins búið að lægja og áttu menn betur með að spila boltanum á milli sín. Á 59 mínútu barst boltinn til Loga fyrir utan vítateig. Logi ákvað að setja boltann á vinstri fótinn og skaut glæsilegu skoti í slánna og inn. Fljótlega eftir þetta fengu Hamarsmenn dauðafæri til að klára leikinn algjörlega. Á 82. mínútu misstu Hamarsmenn boltann klaufalega fyrir utan vítateginn sem Örninn nýtti sér og skoruðu mark. Hamar gáfu svolítið eftir í lok leiksins og fengu á sig annað mark á 88. mínútu. Ekki komu fleiri mörk og unnu Hamarsmenn góðann sigur.

Hamar er í öðru sæti riðilsins með jafn mörg stig og KFS sem eru í 1. sæti þegar tveir leikir eru eftir í riðlinum.

Byrjunarlið Hamars í leiknum:

Markvörður: Nikulás Snær

Varnarmenn: Hafþór Vilberg, Kristinn Aron, Indriði Hrannar, Tómas Aron.

Miðjumenn: Ölli, Máni, Jorge.

Kantmenn: Ómar Andri og Arnar Þór

Framherji: Logi Geir.

Skiptingar:

46. mín Nikulás (ÚT) – Hlynur Kára (INN)

55. mín Jorge (ÚT) – Frissi (INN)

57. mín Arnar Þór (ÚT) – Diddi (INN)

60. mín Máni (ÚT) – Friðbjörn (INN)

68. mín Logi Geir (ÚT) – Ásgeir (INN)

Ónotaðir varamenn:

Jón Ingi og Kristmar.

 

Næsti leikur Hamars er á Laugardaginn n.k á Selfossvelli kl 14:00 á móti KFS. Um er að ræða toppslag riðilsins.

Hamar spilar sinn þriðja leik í Lengjubikarnum í dag á móti Erninum. Leikurinn er á selfossvelli kl 20:00. Örninn er með 4 stig í Lengjubikarnum eftir tvo leiki og Hamar er með 3 stig eftir tvo leiki. Örninn mun spila í 4.deild í sumar líkt og Hamar.

Við hvetjum alla til að kíkja á leikinn og hvetja strákana til sigurs.

Herrakvöld Hamars verður haldið laugardaginn 2.maí 2015 á Hótel Örk. Húsið opnar klukkan 19:00 og verður glæsilegt hlaðborð að hætti Hótels Arkar í boði.

MIÐAVERÐ 6.800 KR. ATH GILDIR LÍKA SEM HAPPDRÆTTISMIÐI

Uppboðið verður einnig á sínum stað!

FORSALA
Miðasala í Shell í Hveragerði og Hamarshöllinni

EINNIG HÆGT AÐ PANTA MIÐA HJÁ

Steina 899-8898
Lárusi 660-1618
Matta 865-8712
Hjalta 896-4757