Hamar spilar sinn þriðja leik í Lengjubikarnum í dag á móti Erninum. Leikurinn er á selfossvelli kl 20:00. Örninn er með 4 stig í Lengjubikarnum eftir tvo leiki og Hamar er með 3 stig eftir tvo leiki. Örninn mun spila í 4.deild í sumar líkt og Hamar.

Við hvetjum alla til að kíkja á leikinn og hvetja strákana til sigurs.