Hamars stúlkur sýndu frábæra takta í gær og unnu Stjörnuna í oddaleik um sæti í Úrvalsdeild, 73-59 þar sem um 450 manns skemmtu sér flestir konunglega og sköpuðu fábæar umgjörð um leikinn. Til hamingju stelpur og Hamars-fólk með sigurinn og sæti í efstu deild.

Látum nægja að vísa á greinargóðar umfjallanir um leikinn á www.karfan.isog www.sunnlenska.is þar sem bæði er greindur leikurinn og fjöldi viðtala og myndir frá leiknum.  

Viðtal við Hadda á sunnlesnka er athyglisvert, viðtal við Marín og Íríisi á karfan.is auk fjöldia mynda á fébókarsíðum og víðar.  (mynd; Sunnlenska)

Svo er bara að vona að strákarnir leiki þetta eftir en fyrsti leikur í rimmu Hamars og Vals er í kvöld kl. 19.15 að Hlíðarenda og svo er heimaleikur hér á sunnudag kl. 19.15 .. Áfram Hamar!

Knattspyrnudeild Hamars heldur mót fyrir knattspyrnumenn 35 ára og eldri í Hamarshöllinni í Hveragerði laugardaginn 20. apríl. Veðurspáin í Hamarshöllinni fyrir leikdag er góð, hiti um 18°c, logn og blíða. Áhugasamir hópar og lið eru hvött til að skrá sig í mótið sem fyrst til að tryggja sér þátttöku.  

Fyrirkomulag mótsins: 
-Leikið er í 6 manna liðum (stuðst er við reglur KSÍ um keppni 7 manna liða).

-Stærð vallar er 42 x 32 metrar (1/4 af fullum velli).

-Hver leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði í mótinu.

-Dómgæsla er í höndum mótshaldara. 

Verðlaun:

Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin og hlýtur sigurliðið einnig bikar og verðlaun frá styrktaraðilum. 

Skráning:

Þátttöku ber að tilkynna í síðasta lagi mánudaginn 15. apríl á netfangið: motahaldhamars@gmail.comog í síma: 843-0672 (Sverrir)

Með þátttökutilkynningunni er nauðsynlegt að með fylgi upplýsingar um nafn tengiliðs hjá viðkomandi liði ásamt símanúmeri og netfangi.

Þátttökugjald í mótið er kr. 15.000.- á lið sem ber að greiða um leið og mótshaldari hefur staðfest þátttöku viðkomandi liðs.

Hamar vann Hött fyrir austan 68-73 í gær þar sem strákarnir sýndu stórgóða vörn í 4 leikhluta og kláruðu leikinn og þar með einvígið 2-0.

Umfjönnum um leikinn á Ausutglugginn.is sem og myndir.

Nú svo er bara að fara að Ásvöllum í dag og hvetja stelpurnar okkar á móti Stjörnunni kl. 16.30 Sigur þýðir úrvaldeild! ÁFRAMHAMAR.

Hamar – Stjarnan í 1. deild kvenna og nokkur spenna í húsinu í Hveragerði enda um að keppa laust sæti í Dominos deild kvenna næsta tímabil. Kjartan flottur í tauinu á bekknum fjá Stjörnunni en Hallgrímur breytti engu í klæðaburði á hliðarlínu Hamars og treysti á sína daglegu útgeislun.  Hvort það var útgeislun Hadda eða frekar heldur krafturinn í Hamars stúlkum þá vannst leikurinn á endanum 75-60 þar sem ekkert var gefið.
 
Leikurinn byrjaði fjörlega og Hamar náði 10-2 forystu og virtist ætla að gera út um leikinn strax en svo fór þó ekki. Stjarnan jafnaði og gott betur, komust í 10-12 og liðin héldust hönd í hönd út fyrsta leikhluta sem endaði 18-18 og 2. leikhluti endurtekning nema hvað bæði lið hittu aðeins verr en heimastúlkur leiddu þó fyrir sjoppuhlé, 30-28 og eins og bæði lið væru að bíða með að hrökkva almennilega í gang.
 
3.leikhluti var eins og í framhaldsmynd og nú voru Stjörnustúlkur frekar með frumkvæðið framan af en á endanum vann Hamar leikhlutann 24-21 og og samanlagt 54-49. Rétt þegar heimamenn héldu að þetta væri að fara að ganga upp setti en Bryndís Hanna í skotgírinn fyrri Stjörnuna (sem hún var að vísu í allan leikinn) og setti 7 stig á skömmum tíma og jafnaði 57-57 og allt á suðupunkti. Hér voru um 6 mínútur eftir af leiknum. Íris Ásgeirs svaraði fyrir heimastúlkur með 3ja stiga körfu og í kjölfarið fylgdu 4 stig frá Hamarsstúlkum áður en 1 stig kom frá vítalínu Stjörnunnar og leikurinn snérist algerlega heimastúlkum í vil eftir þetta. Loka leikhlutinn fór 21-11 og lokatölur því 75-60.
 
Þessi niðurstaða er kannski helst til stór munur þar sem leikurinn var lengstum jafn en 11 sinnum var jafnt í leiknum og liðin skiptust 9 sinnum á að hafa forustuna en þegar á 4. leikhlutann leið hættu Stjörnustúlkur að hitta úr sínum 3ja stiga skotum og áttu erfitt uppdráttar inn í teig.
 
Bryndís Hanna var best Stjörnukvenna með 23 stig og 4 stoðsendingar. Kristín Fjóla, Lára og Heiðrún settu hver 7 stig en aðrar minna.
 
Hjá Hamri var Marín með 19 stig og 10 fráköst/4 stoðs., Íris Ásgeris 17 stig/7 stoðs./5 stolnir, Jenný 15 stig, Bjarney 11 stig/4stoðs., Katrín 7 stig/6 fráköst/4 stoðs., Álfhildur 5 stig/12 fráköst, Regína 1 dyig/6fráköst.
 
 
Það er því ljóst að Hamar getur tryggt sig upp um deild á laugardag í Ásgarði en Stjarnan hefur engu að tapa og gefa án efa allt í leikinn til að knýja fram oddaleik í Hveragerði. Leikurinn í Ásgarð á laugardaginn er kl. 16.30   Áfram Hamar.

Góður sigur í gær á Hattamönnum í fyrstu rimmu liðanna, 86-73 þar sem 3. leikhluti vannst 28-11 og lagði grunn að sigri okkar manna.

Leikurinn gegn Hetti byrjaði með troðslu Hollis í fyrstu sókn sem lofaði góðu en samt var það okkar hlutskipti að elta austanmemm nánast allan fyrri hálfleik. Gestirnir leiddu 21-22 eftir fyrsta leikhlutann og í hálfleik var staðan 40-42.

Örn var mikið út af fyrir hlé þar sem hann fékk snemma lleiks 2 villur og Lárus einnig en báðir með 3 villur í leikhlé. Hjá Hetti virtist Sandidge ekki ná sér á strik en hann fiskaði nokkar dýrmætar villurnar á okkar menn en illa gekk að ráða við Bracey sem hitti nánst öllu sem hann kastaði í átt að körfunni.
 
3.leikhlut spilaðist svipað og hingað til en liðin skiptust nú á að hafa forustu fram að stöðunni 49-47 breyttist staðan á stuttum tíma í 66-49 og tæpar 2 mínútur lifðu af leikhlutanum. Hér small vörn okkar manna algerlega og allt virtist ofaní hjá Hamri meðan lukkan var farin út og suður hjá Hattarmönnum. Leikhlutinn endaði þó á tveim stigum frá Frosta, Hattarmanns og fyrrum Hamars leikmanns og 66-51 nokkuð vænlegt fyrir okkur. Eftirleikurinn í 4. leikhluta var auðveldur og mest munaði 20 stigum en Hattarmenn komu alltaf til baka aftur. Leikurinn endaði 86-73 þar sem heimamenn nýttu sér að spila á fleiri leikmönnum en Höttur og breiddin aðeins meiri þetta kvöldið.
 
Hollis var með 18 stig, 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að auki.Örn var með 18 stig, Raggi Nat tók 17 fráköst og setti 11 stig og Oddur Ólafs 9 stig. Gamla settið hjá heimamönnum voru afbragð þar sem Haddi Brill var með 100% skotnýtingu og 8 stig en Lárus Jóns setti einnig 8 stig og gaf 9 stoðsendingar, Þorsteinn var með 6 stig líkt og Bjartmar  og Bjöggi setti 2 stig.
Hjá gestunum var Bracey með 26 stig og 26 framlagsstig í kvöld.  Sandidge var með 15 stig og 12 fráköst, Viðar Örn 10 stig og Andri Kristleifs einnig 10 stig en aðrir minna.
Frákastarmman fór 48-28 fyrir Hamar.
 
Vel var mætt á pallan í gær (ca. 350 manns) og gaman að því en áhorfendur stóðu sig með hreinum ágætum líkt og strakarnair á vellinum.
Liðin eiga leik aftur á föstudag á Eigilstöðum kl. 18.30 en tvo sigra þarf til að fara áfram í úrlitarimmuna. Ef um oddaleik verður að ræða er hann settur hér heima á nk. sunnudag kl. 19.15