Drengirnir hans Lárusar í mfl. gerðu góða ferð norður á föstudag þar sem þeir lönduðu sigri  á Þór Ak. á síðustu mínútu, 81-88. Þar áður höfðu þeir unnið Reynir Sandgerði hér heima 109-88 og sitja í 3ja sæti eins og stendur en eiga leik til góða á Hauka sem sitja í 2.sæti.  Stelpurnar hans Hadda unnu einnig Þórsara líkt og strákarnir, hér heima á laugardaginn 78-56 og sitja sem fyrr í toppsætinu með fullt hús stiga..

Bæði lið eiga leiki hér heima í vikunni, stelpurnar á miðvikudag gegn Laugdælum og strákarnir á föstudag við Þór Akureyri aftur (frestaður leikur) en báðir leikir hefjast klukkan 19.15 og hvetjum við sem flesta til að koma og Áfram Hamar.