Posts

Stelpurnar okkar í 9. flokki stóðu sig frábærlega í vetur, þær spiluðu í sameiginlegu liði Hamar/Hrunamenn og voru allan veturinn í A riðli. Þær komust í 4 liða úrslit þar sem þær mættu sterku liði Keflavíkur og töpuðu þeim leik. Þrátt fyrir að þær hafi dottið út á þessum tímapunkti er ekki hægt annað en vera stoltur af þessum flottu stelpum og þeim frábæra árangri sem þær náðu. Til hamingju stelpur og vonandi haldið þið áfram að bæta ykkur því framtíðinn er ykkar

Hamar hefur í vetur telft fram sameiginlegu liði í 7. flokk kvenna með Hrunamönnum og Þór, þessar stúlkur hafa staðið sig frábærlega og spiluðu lungað úr vetrinum í A riðli en í lokinn enduðu þær þó í B riðli. Þetta er frábær árangur hjá þessum stelpum og sannarlega góður efniviður þarna á ferð.

Hamar sendi í vetur lið til keppni í minni bolta, 5.- 6. bekkur, karla og kvenna. Nú hafa þessir flokkar lokið keppni og stóðu sig með prýði í vetur, eitt lið var í kvennaflokki og tvö lið í karlaflokki. Þjálfari liðana í vetur var Þórarinn Friðriksson og hefur hann staðið sig afskaplega vel þar sem lögð var áhersla á grunnatrið körfuknattleiks en einnig að krakkarnir lærðu gildi þess að  tilheyra liði og hefðu skildur gagnvart sínum liðsfélögum sem og félagi sínu. Vetrinum var svo slúttað með pylsupartí og extra langri æfingu, nú tekur við sumarfrí en að sjálfsögðu verður boðið upp á körfuknattleiks námskeið í sumar og verður það auglýst síðar. 

Á aðalfundi Hamars var Lárus Ingi Friðfinnsson formaður og stofnandi körfuknattleiksdeildar Hamars, sæmdur gullmerki Hamars. Kom fram í máli formanns að Lárus hlyti gullmerkið fyrir áratuga ósérhlífið starf og einstaka elju við uppbyggingu og rekstur Körfuknattleiksdeildarinnar í Hveragerði.

Sunnudaginn 18. Desember fór fram bikarleikur í 9. Flokki karla. Valur tók þá á móti sameiginlegu liði Hamars og Þórs, spilað var í OgVodafone höllinni og fyrirfram var búist við frekar erfiðum leik gestanna þar sem heimaliðið er jú ríkjandi íslandmeistarar. Leikurinn byrjaði þó nokkuð jafn og að loknum fyrsta leikhluta leiddu heimamenn með sex stigum, 21-15, og gaf þessi byrjun gestunum byr í seglin og trú á verkefnið. Valsmenn voru þó ekkert endilega á því að vera eitthvað að leyfa gestunum að komast inní leikinn og bættu við forskotið þannig að í hálfleik leiddi Valsmenn með 21 stigi. Þessi munur hélst svo út leikinn þannig að þótt gestirnir hafi verið nokkuð ánægðir með að veita íslandsmeisturunum keppni verður að hafa það bak við eyrað að vissulega var heimaliðið með öruggu forustu allan seinnihálfleik. Leikurinn var þó fínasta skemmtun þar sem ungir leikmenn fengu að spila á aðalvelli OgVodafone hallarinnar og virtust bara njóta þess að fá að vera aðalstjörnur þessa sunnudagskvölds þar sem boðið var uppá skemmtilegan körfubolta. Stigahæstir heimamanna voru Ástþór Svalason 34 stig og Ólafur Gunnlaugsson 18 stig. Hjá Hamri/Þór var Sæmundur Þór Guðlaugsson með 23 stig og Arnar Dagur Daðason með 23 stig

 

Helgin 3.-4. september fór fram seinni helgin í forvali fyrir yngri landslið í körfuknattleik hjá krökkum fæddum 2002. Að þessu sinni mættu fjórir krakkar frá körfuknattleiksdeild Hamars og stóðu sig að sjálfsögðu með eindæmum vel, nú tekur við keppnistímabil hjá krökkunum þar sem þau fá frekari tækifæri á að láta ljós sitt skína og vonandi komast þau sem flest í næsta val sem fram fer um jól 2016.